Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 18
 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR2 LAERA.IS er vefsíða þar sem hægt er að finna upplýsingar um og skrá sig á hin ýmsu námskeið. Næstu námskeið eru meðal annars Markaðssetning á Netinu og Photoshop fyrir byrjendur. Erla Björk Steinarsdóttir hóf kennslu í grunnskóla árið 1979 og eftir að hafa fylgst með grunnskólum seinni árin, fannst henni mikið vanta upp á að börn fengju næga örvun og atlæti í skólakerfinu. Nú í ágúst fór Erla af stað með námskeið fyrir börn á aldrinum 4-9 ára sem þurfa og vilja meira en þau fá í skólakerfinu og kallast það Snillingarnir. „Forsagan að þessum nám- skeiðum er löng. Síðustu árin mín í kennslunni fylgdist ég með því hvernig nýjar og mismunandi stefn- ur komu inn í grunnskólana, með misgóðum árangri fyrir skólastarf- ið. Sumt í þessum stefnum, sem oft eru teknar erlendis frá, er gott en margt hefur ekki hentað börnunum og þau ekki fengið það út úr þessum mótandi árum í skólanum sem þau gætu fengið,“ segir Erla. Erla bætir við að þar sé vilja kennara ekki um að kenna, sem séu duglegir og vilji sinna starfinu sínu vel. „Í dag starfar svokallaður grunnskóli án aðgreiningar, þar sem kennslan á að miðast fyrir allan hópinn í heild, en til að geta keyrt skóla á þeim forsendum þyrfti meira fjármagn inn í skólakerfið og fækka í bekkjum. Ég lagði kennsluna á hilluna sem fast starf fyrir nokkrum árum en sinnti forfallakennslu síðasta vetur og mér var virkilega brugðið þar sem greinilegt var að niðurskurðurinn var farinn að bitna á þjónustu við börnin. Í hverjum bekk er orðið miklu meira um börn sem þurfa á mikilli aðstoð að halda og stuðningsfulltrúar duga þar ekki til þar sem bekkirnir eru svo fjölmennir. Einnig má nefna að börn geta ekki fengið sérstakan stuðning í stærðfræði fyrr en í þriðja bekk og það er of seint fyrir marga.“ Námskeiðin sem Erla stendur fyrir, heima hjá sér í Hverafold í Grafarvogi, eru sem fyrr segir bæði fyrir leikskóla- og grunn- skólabörn. Námskeiðin eru hugs- uð fyrir duglega krakka sem vilja meira út úr náminu. Einnig eru námskeiðin hugsuð fyrir börn sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfa stuðning í íslenskunni. „Mér finnst svo mikilvægt, á þessu skeiði, frá fæðingu og til níu ára aldurs, þar sem börn sanka stöðugt að sér upplýsingum, að tíminn sé vel nýttur og það er sárt ef þjóðfé- lagsástandið kemur í veg fyrir það. Þessi námskeið eru svo bara eitt námskeiðsform í viðbót við íþrótt- ir og tónlistarnám, söng, myndlist- arnám og slíkt, fyrir krakka sem vilja styrkja sig á þessu sviði.“ Yngstu börnin eru fjórar vikur í senn á námskeiði, fjóra daga vik- unnar, hálftíma á dag. Þá er farið yfir stafina og þau þjálfuð í teng- ingu á þeim. „Þetta reynist þeim gott veganesti þegar þau koma inn í skólana. Önnur námskeið, svo sem fyrir 1.-3. bekk, eru lengri en einnig er boðið upp á einkatíma. Í byrjun mun ég einskorða námskeiðin við lestur og stærðfræði en síðar hef ég áhuga á að bæta fleiri fögum við. Eflaust mun fleira bætast við enda finn ég mikinn áhuga fyrir þess- um möguleika.“ Heimasíða nám- skeiðanna er www.snillingarnir.is og einnig er síða á Facebook með sama heiti. juliam@frettabladid.is Námskeið fyrir litla snillinga Erla Björk Steinarsdóttir býður upp á sérhæfð námskeið í lestri og stærðfræði fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri sem kallast Snilling- arnir. Námskeiðin eru meðal annars ætluð bráðgerum börnum. „Í hverjum bekk er orðið miklu meira um börn sem þurfa á mikilli aðstoð að halda og stuðningsfulltrúar duga þar ekki til þar sem bekkirnir eru svo fjölmennir,“ segir Erla Björk Steinarsdóttir sem stendur fyrir námskeiðunum Snillingarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.