Fréttablaðið - 25.08.2010, Page 34

Fréttablaðið - 25.08.2010, Page 34
26 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI KR er heitasta liðið í Pepsi-deildinni um þessar mund- ir. Liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni síðan Rúnar Kristinsson tók við þjálfarastöðunni af Loga Ólafssyni. Úrslit síðustu vikna hafa gert það að verkum að vinni KR þá leiki sem það á eftir verður liðið meistari. Óskar Örn Hauksson fór fyrir liði KR þegar það skoraði fjögur mörk gegn Val á aðeins tíu mín- útna kafla í gær. Óskar skoraði tvö mörk og lagði upp tvö önnur. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur. Ég veit samt ekki hvort þetta var minn besti leikur í sumar. Ég hef átt betri leiki heilt yfir,“ sagði Óskar Örn hógvær en mörkin hans tvö voru lagleg þó svo að Kjartan Sturluson hefði hugsan- lega mátt gera betur í fyrra mark- inu. „Honum til varnar var þetta gríðarlega fast skot hjá mér. Ég vil ekki alfarið kenna honum um þetta. Þetta var hörkuskot hjá mér. Seinna markið var draumamark þar sem boltinn fór sem betur fer inn en ekki út. Ég skora reglulega með föstum skotum. Við vinstri fótarmenn erum oftar fastari en þessir hægri fótarmenn.“ Óskar Örn segir að eðlilega sé betri stemning í hópnum hjá KR eftir að það fór að ganga betur hjá liðinu og það fór að eygja aftur von um að gera eitthvað í sumar. „Bikarleikurinn var svolítið högg í andlitið en við létum það ekki slá okkur út af laginu. Það helst alltaf í hendur góð stemning og gott gengi,“ sagði Óskar Örn en hvað gerðist eiginlega hjá liðinu eftir að Logi fór? „Ég veit það ekki alveg. Þetta snerist að mínu mati ekkert bara um Loga. Það var auðveldara að reka þjálfarann en liðið. Ég hef lent oft í þjálfaraskiptum og í öll skiptin virðist koma einhver kraft- ur í liðin í kjölfarið. Ég get ekki útskýrt almennilega af hverju það gerist. Það vita allir að við erum betri en við sýndum í fyrri umferðinni. Fyrstu tveir leikirnir í mótinu slógu okkur út af laginu og menn urðu eitthvað hræddir. Fóru inn í sig og voru eitthvað litlir. Menn þoldu ekki mótlætið,“ sagði Óskar en hann vill alls ekki meina að leikmenn hafi verið orðnir þreytt- ir á Loga. Þvert á móti ber Óskar honum vel söguna. „Hann er einn skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst og það sakna hans allir úr klefanum. Ég held ég tali fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að okkur fannst leiðinlegt að sjá á bak Loga.“ Engu að síður hefur komið ein- hver kraftur með Rúnari sem var einn af aðstoðarmönnum Loga og sat á bekknum með liðinu áður en hann tók við. „Hann hefur breytt því að við erum farnir að vinna leiki. Þegar hann tekur við byrja menn á núll- punkti og nýtt mót byrjar hjá okkur. Við vinnum fyrsta leikinn og þá fer boltinn að rúlla. Sjálfstraustið eykst og stemn- ingin verður betri. Þetta var orðið sálfræðilegt hjá okkur en sjálfs- traustið er í topplagi núna. Það eru miklir úrslitaleikir eftir af mótinu og við ætlum að vinna þá,“ sagði kokhraustur Óskar Örn Hauksson. henry@frettabladid.is Við söknum allir Loga Óskar Örn Hauksson átti magnaðan leik með KR gegn Val. Hann skoraði tvö góð mörk og lagði upp tvö önnur í 4-1 sigri KR á Hlíðarendaliðinu. Á FLEYGIFERÐ Óskar Örn Hauksson sést hér í baráttu við Stjörnumanninn Steinþór Frey Þorsteinsson fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lið umferðarinnar: 3-5-2: Daði Lárusson Haukar Jordao Diogo KR Daníel Einarsson Haukar Jón Guðni Fjóluson Fram Almarr Ormarsson Fram Arnar Gunnlaugsson Haukar Óskar Örn Hauksson KR Ásgeir Ingólfsson Haukar Hafþór Ægir Vilhjálmsson Grindavík Hörður Sveinsson Keflavík Atli Viðar Björnsson FH Það var mikið rætt á kaffistofum landsins í gær um rauða spjaldið sem Þóroddur Hjaltalín yngri gaf Blikanum Elfari Frey Helgasyni. Spjaldið klárlega rangur dómur og það sem meira er þá er þetta í þriðja skiptið á þessu tímabili sem Þóroddur rekur Elfar af velli. Fréttablaðið freistaði þess að ræða málið við Þórodd í gær en hann sagði það vera tilmæli dómaranefndar að dómarar tjáðu sig ekki um atvik í leikjum né almennt. Hann tók þó fram að í þessu tilviki hefði hann viljað tjá sig. Fréttablaðið sló því á þráðinn til Gylfa Þórs Orrasonar, formanns dómaranefndar, og spurði hann að því hvort íslenskir dómarar væru múlbundnir? „Við höfum óskað eftir því að dómarar séu ekki að gefa einhverjar yfirlýsingar því það lagar sjaldnast eitt- hvað. Það að dómarar séu í einhverjum játningatímum strax eftir leiki er ekki talið vera til góðs. Ef hann viðurkennir mistök þá skuldar hann því liði. Það er það sem liggur að baki. Það er verið að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. Ef dómarar viðurkenna mistök gegn ákveðnu liði þá eru þeir undir meiri pressu er þeir dæma hjá því liði næst að okkar mati,“ sagði Gylfi Þór en hann hefur ekkert á móti því að dómarar tjái sig almennt. Hvað ef dómarar hunsa samt þessi fyrirmæli nefnd- arinnar og tjá sig? Lenda þeir þá í slæmum málum hjá dómaranefndinni? „Nei, hópurinn vill heilt yfir hafa þetta svona. Það er mjög óæskilegt að menn tjái sig. Við leggjum það til að ef menn vilja gera það þá ráðfæri þeir sig við okkur og tjái sig um af hverju þeir vilja fara í fjölmiðla. Auðvitað er það samt erfitt fyrir dómara að liggja undir ásökunum sem þeir eru ósáttir við.“ ÞÓRODDUR HJALTALÍN YNGRI Í ELDLÍNUNNI: LANGAÐI AÐ TJÁ SIG EN TELUR SIG EKKI MEGA ÞAÐ Mjög óæskilegt að dómarar séu að tjá sig BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir > Ísland mætir Eistlandi í dag Íslenska landsliðið leikur í dag sinn lokaleik í und- ankeppni HM 2011 í knattspyrnu. Liðið á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina sem fer fram í Þýskalandi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær byrjunarlið sitt og gerði þrjár breytingar frá 1-0 tapleiknum gegn Frökkum á laugardaginn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki Íslands en Guðbjörg Gunnarsdóttir er veik og Þóra B. Helgadóttir veik. Þá koma þær Guðný Björk Óðinsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir inn í liðið í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur. Meistaradeild Evrópu UMSPIL, SÍÐARI LEIKIR: Hapoel Tel Aviv - Red Bull Salzburg 1-1 Hapoel Tel Aviv vann samanlegt, 4-3. Sheriff Tiraspol - FC Basel 0-3 FC Basel vann samanlagt, 4-0. Anderlecht - Partizan Belgrad 2-2 Samanlagt 4-4. Partizan vann í vítaspyrnukeppni. Sevilla - Sporting Braga 3-4 Sporting Braga vann samanlagt, 5-3. Sampdoria - Werder Bremen 3-2 Werder Bremen vann samanlagt, 5-4. ÚRSLIT HANDBOLTI Aron Pálmarsson skor- aði þrjú mörk er Kiel tapaði fyrir Hamburg, 27-26, í hinum árlega Supercup-leik í gær. Þar mætast deildar- og bikarmeistarar síð- asta árs. Staðan í hálfleik var 13-11, Hamburg í vil, sem náði þar með að hefna fyrir ófarir síðasta árs þegar Kiel fór langt með að tryggja sér þýska meistaratitil- inn með sigri á Hamburg undir lok tímabilsins. Hamburg komst í 4-0 og hélt forystunni allt til enda. Kiel náði að minnka muninn í eitt mark á lokamínútu leiksins en nær kom- ust lærisveinar Alfreðs Gíslason- ar ekki. - esá Hamburg vann Kiel í gær: Aron með þrjú Í BARÁTTUNNI Aron Pálmarsson horfir hér á eftir Michael Kraus, leikmanni Hamburg. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS FÓTBOLTI Alex Ferguson, stjóri Manchester United, styður boð enska knattspyrnusambandsins um að halda HM í knattspyrnu árið 2018. Umsóknarferlið stend- ur nú yfir og hefur sendinefnd frá FIFA skoðað aðstæður í Eng- landi undanfarna daga. „Allar aðstæður fyrir leikmenn og áhorfendur eru eins og best verður á kosið,“ sagði Ferguson. „Þetta yrði afar eftirminnilegur atburður fyrir alla heimsbúa.“ HM hefur einu sinni áður farið fram í Englandi, árið 1966. Alls fimm boð hafa borist um að halda HM árið 2018. - esá Alex Ferguson: Vill fá HM til Englands Á WEMBLEY Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, hitti sendinefnd FIFA á þjóðarleikvangi Englendinga í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tíu leikmenn úr Pepsi- deild karla voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefnd- ar KSÍ í gær. Þeirra á meðal eru Björn Daníel Sverrisson og Ólafur Páll Snorrason úr FH og Bjarni Guðjónsson og Kjartan Henry Finnbogason úr KR og missa þeir því af toppslag liðanna í deildinni á mánudaginn kemur. - esá Pepsi-deild karla: Tíu í leikbann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.