Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 8
8 6. september 2010 MÁNUDAGUR A u g lý si n g as ím i Allt sem þú þarft… DÝRALÍF Simpansar sem búa í regnskógum Gíneu í Vestur-Afr- íku hafa lært að skemma gildrur sem lagðar eru af veiðiþjófum, og kenna hver öðrum að forðast og skemma gildrurnar. Frá þessu er sagt á vef BBC. Áberandi færri simpansar veið- ast í gildrur í Gíneu en í nágranna- löndunum. Vísindamenn hafa náð myndum af simpönsum þar sem þeir skemma snörur sem lagðar hafa verið fyrir þá. Aparnir geta ekki lært á gildr- urnar af reynslunni, þar sem þeir apar sem festast lifa það sjaldnast af. Þessi hegðun gefur því innsýn í hvernig þeir læra á umhverfi sitt. - bj Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 8:30 - 10:00 í tengslum við umsóknarfrest 15. febrúar nk. Davíð Lúðvíksson forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins stýrir fundinum. Starfsmenn Rannís kynna niðurstöðu umsókna fyrir vorið 2010 og fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins. Boðið verður upp á morgunmat fyrir gesti fundarins Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Kynningarfundur 8. febrúar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n LÆRA Yngri simpansar fylgjast með þeim eldri þegar þeir skemma gildr- urnar, og skoða svo ummerkin þegar gildrurnar eru skaðlausar. NORDICPHOTOS/AFP Simpansar læra hvernig þeir geta skemmt gildrur: Snúa á veiðiþjófana NÝJA-SJÁLAND, AP Í það minnsta 500 hús í borginni Christchurch á Nýja- Sjálandi eru hrunin eftir jarð- skjálfta sem reið yfir á föstudag og fjöldi húsa til viðbótar skemmdist. Mikil mildi þykir að enginn hafi látist og aðeins tveir slasast illa. Skjálftinn, sem var um 7,1 að styrkleika, varð klukkan 4.35 að laugardagsmorgni þegar flest- ir íbúar voru í fastasvefni. „Ef skjálftinn hefði orðið fimm klukku- stundum fyrr eða fimm klukku- stundum seinna hefði manntjónið getað orðið gríðarlegt,“ sagði John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands. Um 400 þúsund manns búa í Christchurch. Rafmagni sló út í borginni og nærsveitum vegna skjálftans, og vatns- og gasleiðslur fóru í sundur. Rafmagn var komið á víðast hvar á sunnudag, en ekki hafði tekist að koma öðrum leiðslum í lag. Stórir vatnsdunkar og færanleg klósett voru flutt í hverfi þar sem enn var vatnslaust í gær. Einhver tími mun líða þar til lífið kemst í samt lag í Christ- church. Skólar verða lokaðir næstu daga þar til gengið hefur verið úr skugga um að þeir séu íveruhæfir. Nýja-Sjáland liggur á flekamót- um Kyrrahafsflekans og Ástralíu- flekans. Jarðskjálftar eru algengir þar sem flekarnir rekast saman. Mark Quigley, jarðfræðiprófess- or við Canterbury háskóla á Nýja- Sjálandi, segir að svo virðist sem ný brotalína hafi myndast í skjálft- anum. Sprunga myndaðist og jörð- in lyftist á sumum stöðum allt að tvo metra upp, segir Quigley. „Þetta er löng brotalína sem hefur rústað húsum og klofið í sundur vegi,“ segir Quigley. „Við sáum tvö hús sem höfðu brotnað í tvennt í skjálftanum.“ „Jörðin mín lítur út eins og úfinn sjór núna,“ segir Roger Bates, bóndi sem á kúabú skammt frá upptökum skjálftans. Hann segir að jörðin hafi gengið í öldum, og hækkunin þar sem brotalínan gangi í gegn sé allt að 1,5 metrar. Sérfræðingar telja að manntjón í skjálftanum hafi verið lítið vegna strangra reglna um húsbyggingar á Nýja-Sjálandi. Reglurnar voru hertar til muna fyrir tíu árum. Jarðskjálftar eru algengir á Nýja-Sjálandi. Um 1.400 skjálftar verða á hverju ári, en aðeins 150 eru nægilega öflugir svo íbúar verði varir við þá. Síðasti öflugi jarðskjálftinn sem reið yfir eyj- arnar varð í júlí 2009. Hann var 7,8 að styrkleika, svo öflugur að hann færði suðurodda landsins 30 senti- metrum nær Ástralíu. brjann@frettabladid.is Yfir 500 hús eru ónýt eftir jarðskjálfta Það þykir ganga kraftaverki næst að enginn hafi farist í öflugum jarðskjálfta sem gekk yfir Nýja-Sjá- land á föstudag. Manntjón hefði getað verið gríðar- legt hefði skjálftinn ekki orðið rétt fyrir dögun. SPRUNGA Sprunga sem er allt að 3,5 metrar á breidd myndaðist í jarðskjálftanum og urðu víða skemmdir á húsum og vegum vegna hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HRUNIÐ Miðbær Christchurch er í rúst, en talið er að um 90 hús í miðbænum séu ónýt eftir skjálftann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.