Fréttablaðið - 06.09.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 06.09.2010, Síða 12
12 6. september 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Guðbjartur Hannesson vill endurskilgreina hlutverk ríkisins. Ákall um einka- væðingu? HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Baltasar Kormákur og Sögn ehf kynna KJARTAN GUÐJÓNSSON ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Kvikmynd eftir Grím Hákonarson FRUMSÝND 17. SEPTEMBER Efnahagur Íslands Ragnhildur Sverrisdóttir talsmaður Novators Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nán- ast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lán- ardrottnar hans fengu reiðufé, húseign- ir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamn- ingur“ við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum mis- skilningi –og gerir að verkum að skulda- uppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra – er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bank- ar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldaupp- gjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi ann- arra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusí- búðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu? Ábyrgðarleysi og kyrrstaða Þ ótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guð- bjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap vinstri- manna um skattahækkanir til að standa undir velferðar- þjónustunni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina lagði Guðbjartur þvert á móti áherzlu á að skera yrði niður í þjónustu ríkisins og í raun skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Fyrir þetta geta skattgreiðendur sjálfsagt þakkað því að þegar félags-, trygginga- og heilbrigðismál hafa verið sameinuð í einu ráðuneyti fer Guðbjartur Hannesson með hartnær helming allra ríkisútgjaldanna, að frátöld- um vaxtagjöldum sem næstu árin verða mikil byrði á ríkissjóði. Guðbjartur Hannesson hefur verið formaður fjárlaganefndar og er sem slíkur vonandi raun- sær á viðkvæm mál eins og þá staðreynd, að þegar á móti blæs í efnahagslífinu fjölgar öryrkjum, sem þiggja framfærslu sína af skattfé. Ráðherrann segir að setja þurfi markmið um lágmarks- framfærslu og tryggja að þjónusta við bótaþega sé í lagi, en bætir við: „Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hugarfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfsendurhæfingu.“ Þetta viðhorf hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið í flokkunum, sem nú mynda ríkisstjórn. Þar hefur verið lögð meiri áherzla á að tryggja stuðninginn við bótaþega, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendurna, en að reyna að fækka þeim og koma sem flestum aftur á vinnumarkað þannig að kostnaður skatt- greiðendanna fari ekki úr böndunum. Í sumum nágrannaríkjum okkar, til dæmis Svíþjóð, hefur verið mjög sársaukafullt að vinda ofan af velferðarkerfi sem var farið úr böndunum. Ríkisstjórnin stendur ekki frammi fyrir neinu smáverkefni í niðurskurði ríkisútgjaldanna. Jafnkaldhæðnislegt og það er, þarf vinstristjórn nú að vinda ofan af ábyrgðarlausri útgjaldaaukningu, fjölgun ríkisstofnana og ríkisstarfsmanna sem átti sér stað í tíð ríkisstjórna sem einhverra hluta vegna voru stundum kenndar við frjálshyggju. Þrátt fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja og -stofnana blés ríkið út. Í Fréttablaðsviðtalinu segir Guðbjartur Hannesson: „Ef við for- gangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstakl- ingar – það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu.“ Hann fékkst ekki til að nefna einstök dæmi en sagði ríkið hafa verið duglegt að eyða. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í rauninni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki? Einelti fjölmiðla Prestar hafa tjáð sig sitt á hvað í fjölmiðlum um málefni kirkjunn- ar undanfarið í tengslum við mál Ólafs Skúlasonar. Þá hefur einnig verið greint frá því í fjölmiðlum að metfjöldi fólks hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni síðustu vikur. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, var ósáttur við þennan fréttaflutning og sagði í gær að fjölmiðlar kyntu undir úrsögnum og leggðu kirkjuna í einelti. Messan var ein- mitt flutt í fjölmiðli – var útvarpsmessa á Rás 1. Karl og Sigríður Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprest- ur í Grafarholtssókn, er meðal þeirra presta sem hafa tjáð sig um mál fyrrverandi biskups. Hún sagði síðast í viðtali við Ríkisútvarpið á laugar- dagskvöldið að hún teldi að Karl Sigurbjörnsson biskup ætti að víkja úr embætti. Taldi hún megna óánægju með það hvernig biskup hefði komið fram í fjölmiðlum undanfarið, í tengslum við mál Ólafs Skúlasonar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Sigríður er óánægð með Karl og hans verk. Ekki alveg hlutlaus Árið 2003 sótti Sigríður um embætti sendiráðsprests í London en hlaut ekki stöðuna. Jafnréttisnefnd kirkjunn- ar komst að því að brotið hefði verið gegn jafnréttisáætlun og dómstólar komust árið 2006 að þeirri niður- stöðu að jafnréttislög hefðu verið brotin með skipuninni, því Sigríður hafi að minnsta kosti verið jafn hæf og karlmaðurinn sem var ráðinn. Sá er tengdasonur biskupsins. Hún fór fram á 42 milljónir í skaðabætur frá kirkjunni en fékk að lokum 1,6 milljónir á síðasta ári. Það er því spurning hvort það sé algjör- lega hlutlaust mat prestsins að biskupinn þurfi að víkja. thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.