Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 16
„Mig langaði að gera eitthvað þjóðlegt og ná jarðtengingu við fortíðina og menningararfinn,“ útskýrir Dóra Hansen innahús- arkitekt en hún hannaði borðið Ferðalag úr rekavið sem hún lét skera í munstur. „Ég vildi gera fallegan hlut sem ætti erindi til nútímans og og setti mér það verkefni að vinna úr rekavið. Mér fannst líka spennandi að nálgast útskurðinn í nútímalegt húsgagn.“ Hefðbundið fléttumunstur var skorið út í fjöl sem Dóra segir hafa hentað grófum viðnum. Efnið hafi ráðið ferðinni í hönn- un borðsins en eins hafi nútíma- tækni mætt efninu. Borðfæturn- ir eru til að mynda úr járni þar sem munstur er skorið út með leisertækni. „Þetta er algerlega íslensk framleiðsla. Rekaviður var mikið notaður af bændum til smíða og kannski eini nytjaskógurinn sem við áttum hér á landi ef svo má segja. Fjölin var skorin út af Jóni Adolf útskurðarmeistara áður en borðið var smíðað. Trésmiður hjá Sólóhusgögn- um vann fyrir mig plötuna og svo voru fæturnir leiserskorn- ir annars staðar. Ég ólst upp við að móðir mín skar út í tré fín- lega hluti svo ég er líka að leita inn á við í persónulega reynslu. Kreppan ýtir manni líka aðeins til þess að nýta tímann sinn öðru- vísi en borðið er ólíkt öðru sem ég hef gert,“ útskýrir Dóra sem vinnur hjá eitt A innanhúsarki- tektum, aðallega við að innrétta fyrirtæki. Innt eftir því hvort henni finnist skemmtilegra innanhús- hönnunin eða eigin verkefni frá grunni segir hún þetta tvennt ólíkt, hún hafi frjálsar hendur með eigin verkefni eins og borðið sem kalli á annað vinnulag. „Mér finnst þetta tvennt bæði mjög skemmtilegt. Ég nálgast auðvitað hlutina á ólíkan hátt eftir því hvort ég vinn fyrir við- skiptavin eftir pöntun eða eftir mínu eigin höfði. Þetta eru ólík ferli. Ég sé jafnframt fyrir mér að bæta við fleiri munum og ég kalla borðið Ferðalag því mér finnst það vera upphaf að ein- hverju og ferðalag er þannig að maður veit oft ekki hvert maður fer eða hvar maður endar. Þetta á að vera opið ferli.“ Borðið sýndi Dóra fyrst á hönnunarmars nú í ár á sýning- unni 10+ og nýlega mátti berja það augum í Aurum í Banka- stræti. Sem stendur er þetta eina eintakið sem tilbúið er en Dóra sér fyrir sér að framleiða borð- ið eftir pöntun. Netfang Dóru er dorah@centrum.is. heida@frettabladid.is Sótt í menningararfinn Innanhúsarkitektinn Dóra Hansen hannaði borð úr rekavið með útskorinni plötu. Innblásturinn sótti hún í menningararfinn og sameinaði nútímaframleiðslutækni við gamlar hefðir. Dóra Hansen við borðið sitt Ferðalag sem hún hannaði úr rekavið og lét leiserskera munstur í borðfæturna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hefðbundið fléttumunstur þótti henta grófum rekaviðnum í borð- plötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sumar útiplöntur eru viðkvæmar fyrir kulda. Gott getur verið að setja striga utan um nokkrar þeirra á haustin og gefa þeim kalkríkan áburð til að styrkja stoðvefi og auka frostþol þeirra. Fyrstu loftljósa- krónurnar komu fram á miðöldum en þær voru búnar til úr kross- lögðum viðarspýtum með kertum. Á fimmt- ándu öld fór að bera á flóknari hringlaga krón- um og á þeirri átjándu komu kristalsljósakrón- urnar fram. Heimild: www. wikipedia.org ÞESSIR ERU STÓRGÓÐIR! teg. 7273 - léttfylltur og flottur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- teg. 3451 - mjúkur og yndislegur í CD skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lau. 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Náðu settu marki - Loka hluti af þremur. 30 ára og yngri. Kl. 10 -12 Hvað er námstækni? - Margir fullorðnir upplifa aukna námsgetu þegar nám er hafið eftir hlé. Fræðumst um hvers vegna og hvernig nýtta má eigin styrkleika og námstækni til að gera námið auðveldara. Umsjón: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, náms og starfsráðgjafi hjá Mími - símenntun. Kl. 14:30 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Skiptifatamarkaður kl. 16 - 18 Borgartúni 25 | Reykjavík | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Vikan 6. - 10. september Mánudagur 6. september Hraðskákmót - Í umsjón Skákfélags Vinjar og Hróksins. Tefldar verða nokkrar umferðir eftir Monrad kerfi með 7 mínútna umhugsunarfresti. Skákstjóri: Róbert Lagerman, FIDE meistari. Kl. 13:30 -15:30 Þriðjudagur 7. september Miðvikudagur 8. september Fimmtudagur 9. september Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Afrísk súpugerð - Lærðu að búa til austur afríska grænmetissúpu. Allir fá að smakka í lokin. Umsjón: Fjóla Einarsdóttir. Kl.13-14 Gönguhópur - Við göngum rösklega frá Rauða kross húsinu hvernig sem viðrar. Umsjón Guðrún Guðmundsdóttir. Föstudagur 10. september Qi-Gong - Fáðu leiðsögn í Qi-Gong æfingum sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Umsjón: Viðar H. Eiríksson. Kl. 12 -13 Fjölskyldumiðstöð - kynning - Þarftu aðstoð og stuðning við uppeldi, takast á við vímuefna- eða samskiptavanda eða í skilnaðar eða forsjármálum? Umsjón: Ragnheiður Sigurjónsdóttir. Kl.13-14 Skip án skipstjóra - Lærðu að setja þér markmið og fylgja þeim. Umsjón: Fjóla Einarsdóttir. Kl. 13 -14 Hláturjóga kl.15-16 Útileikfimi og sjósund í Nauthólsvík - Fyrir alla sem vilja. Umsjón: Heilsu- hópur Takts. Kl. 10 Ljósmyndaklúbbur kl. 13 -14 Prjónahópur kl. 13 -15 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur - Skráning æskileg. Kl. 14 -16 Saumasmiðjan Kl. 13-15 Jóga Kl. 15-16 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.