Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 40
 6. september 2010 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 13 19 0 9/ 10 Voltaren gel 15% verðlækkun Gildir út september 2010 100 g 3.249 kr. Verð nú 2.762 kr. 50 g 1.998 kr. Verð nú 1.698 kr. Pepsi-deild kvenna: Afturelding - Valur 1-8 Telma Þrastardóttir - Björk Gunnarsdóttir 2, Kristín Ýr Bjarnadóttir 3, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir. Grindavík - Haukar 2-2 Shaneka Gordon, Sarah McFadden - Sara Lyons Jordan, Megan Snell. Stjarnan - Þór/KA 3-2 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Katie McCoy, Inga Birna Friðjónsdóttir - Mateja Zver 2. KR - Fylkir 1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir - Anna Björnsdóttir. FH - Breiðablik 3-2 Sigrún Ella Einarsdóttir, Sigríður Guðmunds- dóttir, Liliana Martins - Sara Björk Gunnars- dóttir, Jóna Kristín Hauksdóttir. 1. DEILD KVENNA - ÚRSLITALEIKUR: ÍBV - Þróttur 3-1 Hlíf Hauksdóttir, Lerato Kgasago 2 - Ruth Þórðar Þórðardóttir. Markaskorarar frá Fótbolti.net. STAÐAN Í PEPSI DEILD KVENNA: Valur 16 12 3 1 71-13 39 Breiðablik 16 10 2 4 34-22 32 Þór/KA 16 10 1 5 48-23 31 Stjarnan 16 8 4 4 36-16 28 Fylkir 16 7 3 6 26-24 24 KR 16 6 5 5 19-23 23 Afturelding 16 5 1 10 14-49 16 Grindavík 16 4 3 9 14-31 15 FH 16 4 1 11 21-52 13 Haukar 16 1 3 12 12-42 6* *Haukar eru fallnir úr deildinni. MARKAHÆSTAR: 1. Kristín Ýr Bjarnadóttir ( Valur) 18 2. Björk Gunnarsdóttir (Valur) 15 3. Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur) 13 4. Mateja Zver (Þór/KA) 13 5. Rakel Hönnudóttir (Þór/KA) 10 6. Katie McCoy (Stjarnan) 9 Þýska úrvalsdeildin: Füchse Berlin - TuS N-Lübbecke 25-22 Alexander Pettersson skoraði þrjú fyrir Füchse en Rúnar Kárason ekkert. Þórir Ólafsson var markahæstur hjá Lubbecke með sjö mörk. Melsungen - Hannover Burgdorf 24-27 Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson skoruðu tvö fyrir Hannover og Hannes Jón Jónsson eitt. Meistaradeild Evrópu: Ademar Leon - Rhein-Neckar Löwen 26-33 Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir RN-Löwen. ÚRSLIT Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott sumar í Valsliðinu. Hún hefur verið fastamaður í liðinu í sumar, annað en í fyrra, og því er titillinn í ár enn sætari fyrir hana en marga aðra leikmenn. „Það er virkilega gaman að hafa spilað svona mikið í sumar, þetta er algjörlega frábært. Við fengum að vita úrslitin úr hinum leikjunum þegar við vorum að hita upp en það breytti engu, við ætluðum alltaf að klára þennan leik,“ segir hin nítján ára gamla Dagný. „Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að vinna tvö- falt og það tókst. Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Þetta er kannski enn skemmtilegra fyrir mig en stelpurnar sem eru vanar að vinna titla. Ég gæti alveg vanist þessu, þetta er frábært,“ segir Dagný kát. FÓTBOLTI Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bik- armeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Þær létu ekki bjóða sér tækifær- ið tvisvar og völtuðu yfir Aftureld- ingu. Eftir að hafa lent undir eftir nokkrar sekúndur skoruðu Vals- stúlkur hvert markið á fætur öðru á móti áttavilltum Mosfellingum. Lokatölur 1-8. Þjálfari liðsins er Freyr Alexand- ersson sem gat ekki annað en bros- að eftir tíunda Íslandsmeistaratitil Valsstelpna í sögu félagsins. „Þetta er algjörlega óvæntasti titillinn hvað aðdragandann varð- ar. Ég átti aldrei von á því að FH ynni Breiðablik, með fullri virð- ingu fyrir FH. Þetta kom skemmti- lega á óvart,“ segir Freyr. „Eftir að við heyrðum úrslitin úr leikjum Breiðabliks og Þórs/KA var auðveldara að peppa liðið upp í leikinn. Þær fóru inn á með fiðr- ildi í maganum og skítaglott á vör,“ segir Freyr og brosir. „En við vorum búin að leggja leikinn upp og við breyttum engu sérstöku. Þrátt fyrir áfall á fyrstu mínútu að fá á sig mark gekk upp að klára þetta. Stelpurnar eiga þetta svo sannarlega skilið. Þær hafa unnið eins og skepnur í allt sumar og fyrir það. Ég er hrikalega stolt- ur af þeim,“ segir þjálfarinn. Valsliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sumar. Það hefur unnið tólf leiki af sextán, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það hefur skorað 71 mark og fengið á sig 13 og hefur sjö stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur því skorað 4,44 mörk að meðaltali í leik í sumar. Dóra María Lárus- dóttir tók undir að þetta væri óvæntasti Íslands- meistaratitill hennar, hvað aðdraganda varðar. Titillinn er þó ekki mjög frábrugðinn öðrum. „Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar.Að vinna tvö- falt tvö ár í röð, það gerist varla sætara,” sagði Dóra María. Þetta er í annað sinn í röð sem Valur verður Íslands- og bikar- meistari. Alls eru 27 ár síðan það afrek var leikið eftir en það gerðu Blikastúlkur árin 1982 og 1983. Titillinn er einnig 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. „Þetta er annað en í fyrra að því leyti að við vörðum titlana báða núna. Stelpurnar eru búnar að vera í mikilli samkeppni við sig sjálfar og ég tel þetta stórt afrek. Við höfum unnið titilinn fimm ár í röð, við erum stórveldi. Við erum Rosenborg Íslands,“ segir Freyr og hlær. Freyr hefur stýrt liðinu í þrjú ár. Hann þjálfaði ásamt Elísabetu Gunnars- dóttur árið 2008 en hefur stýrt liðinu einn tvö síð- ustu tímabil. Hann er aðeins 28 ára gamall. „Ég er mjög ánægður með mitt starf hjá Val. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með traustið sem Valur sýndi mér. Þeir tóku áhættu með að ráða ungan þjálfara en ég held að flestir séu ánægðir með mín störf. Ég er í það minnsta hrikalega ánægður og stoltur. Þegar ég geng út úr þessu seinna meir held ég að ég hafi skilað af mér góðu starfi og ég get gengið stoltur frá Val,“ segir Freyr sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. hjalti@frettabladid.is 100 stórir titlar Vals á 99 árum Ekki kemur á óvart að Valsstúlkur séu Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2010. Fáir bjuggust þó við því að þær tryggðu sér sigur um helgina, ekki einu sinni þjálfarinn. Valur hefur orðið tvöfaldur meistari tvö ár í röð. Þetta er 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. FÖGNUÐUR Valsstelpur fagna titlinum í Mosfellsbænum á laugardagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR Sex leikmenn hafa orðið Íslandsmeistarar með Val öll þessu ár: Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jóns- dóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Rakel Logadóttir. Þrjár hafa orðið meistarar í fjögur af fimm skiptum, Ásta Árnadóttir (ekki 2009), Guðný Björk Óðins- dóttir, ekki 2008) og Málfríður Erna Sigurðardóttir (ekki 2009). Íslandsmeistarar Vals: Sex meistarar fimm ár í röð Valur hefur skorað 71 mark í sumar og fengið á sig þrettán. Liðið skoraði 90 mörk árið 2006 og fékk á sig átta mörk, árið 2007 skoraði það 88 mörk og fékk á sig sjö, árið 2008 skoraði það 91 mark og fékk á sig 15 og síðasta sumar skoraði það 84 mörk og fékk á sig 17. Valur á tvo leiki eftir og þarf því að skora fjórtán mörk í þeim til að gera betur en á síðasta ári. 71 FÓTBOLTI Morten Olsen, landsliðs- þjálfari Dana, sá leik Íslands og Noregs á föstudaginn og hreifst af íslenska liðinu. „Þetta er gott íslenskt lið. Þeir eru duglegir og mjög hreyfanlegir,“ sagði hann. „Það er að koma upp kynslóð ungra leikmanna hjá þeim og þeir voru með þrjá eða fimm úr U21 árs landsliðinu sínu, sem eru mjög góðir teknískir leik- menn. Þeir voru miklu betri en Norðmenn í fyrri hálfleik,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Það er búið að aðvara okkur. Allir leikmennirnir sáu leikinn líka. Ísland gaf aðeins eftir undir lokin en þeir voru heilt yfir betri en Norðmennirnir,“ sagði þjálfar- inn. - hþh Landsliðsþjálfari Dana: Það er búið að aðvara okkur Þær fóru inn á með fiðrildi í maganum og skítaglott á vör. Dagný Brynjarsdóttir: Ég gæti alveg vanist þessu HANDBOLTI Valur vann mikilvægan sigur á Luventa frá Slóvakíu í for- keppni EHF-bikarkeppni kvenna á Hlíðarenda í gær, 26-21. Valskonur leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og náðu góðri forystu snemma leiks. Staðan í hálfleik var 14-7 fyrir heimastúlkur. Valur spilaði góða vörn og fékk mörg mörk úr hraðaupphlaupum en það var kannski þreyta undir lok leiks sem varð til þess að sigur- inn varð ekki stærri. Luventa skor- aði fjögur mörk undir lok leiksins og lagaði því stöðuna fyrir seinni leik liðanna. Valskonur halda því út til Slóvakíu með sex marka forystu. Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði átta mörk og þar af fjög- ur úr vítaköstum. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði sex mörk, Íris Ásta Pétursdóttir fimm og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var með þrjú mörk. Hjá gestunum í Luventa var Lucia Topiasova atkvæðamest með fimm mörk. Seinni leikur lið- anna fer fram næsta laugardag ytra. - jjk Forkeppni EHF-bikarkeppni kvenna í handbolta: Góður sigur hjá Val

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.