Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 14 4. október 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Eggert Már Marinósson, gítar-og fiðlusmiður, er umkringdur forláta verkfærum á heimilinu. Hver hlutur á sínum stað Þ egar ég kom heim frá fiðlusmíðanáminu sumarið 2007 eftir þriggja ára fjarveru var ekkert að gera hjá mér í byrjun og ég hafði ekki efni á að leigja mér verkstæðispláss. Ég byrjaði því á að setja upp smíðaverkstæði í aukaherbergi heima hjá mér, svo breiddistþað út í forstofuna og áfram þaðan inn í st fþað heimilið smátt Málverk af sjómanni eftir Gunnlaug Scheving og málverk eftir Louisu Matthíasdóttur verða boðin upp á lismunauppboð í dag klukkan 18 í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Lím og þéttiefni í úrvali Tré & gifsskrúfur. Glerjunarefni. Hurðarhúnar og skrár. Baðherbergisvörur og höldur. Rennihurðajárn. Hurðarpumpur. Rafdrifnir opnarar. Hert gler eftir máli. FASTEIGNIR.IS 4. OKTÓBER 2010 40. TBL. Stakfell kynnir mikið endurnýjaða íbúð á besta stað í hlíðunum. Fasteignasalan Stakfell er með til sölu mikið endur Nánari lýsing á íbúðinni er á þá leið að kom ð er inn í sameiginlega forstofu og gengið upp teppalag -an stiga. Við innganginn í íbúðina er hol með park-eti á ólfi Í h Endur ýjuð úti o inni Garðurinn er í góðri rækt og með verönd. Íbúðin er á fallegum stað í Hlíðunum. Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina hjá okkur! Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag 4. október 2010 232. tölublað 10. árgangur LARSSON • ASAÞessi rígheldur! Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 HANDSTURTUHAUS TITAN-GOM TILBOÐ VIKUNNAR 1.255,- Tilboðsverð Sterkar tennur og fallegt bros. Flux flúormunnskol fyrir alla fjölskylduna. Fæst í næsta apóteki. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hefur þú skolað í dag? Mikil upphefð Vestfirðir valdir í hóp með 25 afburðaáfangastöðum í Evrópu. tímamót 16 HVESSIR ER LÍÐUR á daginn Í dag má búast við 5-13 m/s, hvassast verður á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og allra syðst. Horfur eru á lítilsháttar vætu N- og A-til en annars verður bjart með köflum. VEÐUR 4 12 7 7 7 10 Haukar komust áfram Haukar lögðu ítalska liðið Conversano í tvígang um helgina. sport 24 LANDSDÓMUR Rætt hefur verið við Sigríði J. Friðjónsdóttur aðstoð- ar ríkissaksóknara um að taka að sér starf saksóknara í lands- dómsmáli gegn Geir H. Haarde. „Þetta hefur verið ámálgað við mig,“ segir Sigríður. Hún hefur ekki svarað því hvort hún sé til- búin til að taka starfið að sér. Bæði Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, og Atli Gíslason, formaður þingmanna- nefndar sem lagði til að höfðað yrði mál fyrir landsdómi, búast við að Alþingi kjósi um saksókn- ara á morgun eða miðvikudag. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var rætt óformlega við Ragn- hildi Helgadóttur, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, um að taka að sér starf saksóknara eða varasaksóknara en hún hafn- aði því sökum anna. - bj /sjá síðu 4 Leitað fanga hjá lögfræðingum: Alþingi velur brátt saksóknara fyrir landsdóm EFNAHAGSMÁL „Ef þessi upphæð ógnar stöðugleika í gengis- og pen- ingamálum á Íslandi þá er staðan mun verri þarna heima en ég gerði mér grein fyrir. Það er bæði óskilj- anlegt og óréttlátt að beiðni minni hafi verið hafnað,“ segir Vilhjálm- ur Baldursson vélfræðingur, sem búsettur er í Svíþjóð. Hann sótti um undanþágu frá reglum um gjald- eyrismál til Seðlabanka Íslands til að færa hluta af sparifé sínu til Sví- þjóðar. Vilhjálmur býr í Malmö ásamt eiginkonu sinni og eiga þau þrjú börn. Þau fluttu til Danmerkur haustið 2007 og til Svíþjóðar strax í janúar árið eftir. Vilhjálmur starfar sem svæðissölustjóri varahluta hjá MAN Diesel í Kaupmannahöfn. „Mig vantar þessa peninga til að kaupa nýjan fjölskyldubíl. En í skilningi laganna er ég erlendur aðili þar sem ég hef fasta búsetu hér ytra. Það breytir því ekki að ég er íslenskur ríkisborgari sem virð- ist engu skipta,“ segir Vilhjálmur. Í bréfi SÍ til Vilhjálms segir að við mat á beiðni um undanþágu frá haftareglunum skuli bankinn líta til þess hvaða afleiðingar takmark- anir á fjármagnshreyfingum hafa fyrir umsækjandann annars vegar, og hvaða áhrif undanþága hefur á stöðugleika í gengis- og peninga- málum hins vegar. „Ég er þess fullviss að fryst- ing á því sem við höfum lagt fyrir á Íslandi hefur meiri afleiðingar fyrir mína fjölskyldu en fyrir fjár- málastöðugleikann á Íslandi og þessi rök halda einfaldlega ekki. Hef ég þó skilning á því ástandi sem er heima,“ segir Vilhjálmur. Honum finnst hlálegt að í bréfi SÍ er vísað beint í fyrstu reglu um gjaldeyrismál. Markmiðið er að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyr- isviðskipti „sem valda að mati SÍ alvarlegum og verulegum óstöðug- leika í gengis- og peningamálum“. Þá er erlendum aðila heimilt, samkvæmt reglum um gjaldeyris- mál, að kaupa erlendan gjaldeyri hjá viðskiptabanka sínum á Íslandi fyrir allt að jafnvirði þriggja millj- óna króna á ári. Til þess þarf að sýna fram á að notkun fjárins sé vegna eigin framfærslu. Millifærsla á gjaldeyri til bif- reiðakaupa, eins og í tilfelli Vil- hjálms, fellur ekki undir slíka und- anþágu, samkvæmt bréfi SÍ. - shá Fær ekki sparifé í bílakaup Íslendingur búsettur í Svíþjóð fær ekki sparifé sitt millifært vegna gjaldeyrishafta. Seðlabankinn vísar í regl- ur sem hafa það að markmiði að stöðva viðskipti sem geta valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Seðlabankinn kveðst verða að fara gætilega í því að veita undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál enda geti fordæmi leitt til þess að talsvert magn af gjaldeyri fari úr landi. Við mat á umsóknum er horft til þess hvort um brýna hagsmuni viðkomandi umsækjanda er að ræða og hvort undanþága kunni á grundvelli fordæmis að opna fyrir mikil gjaldeyrisviðskipti. Úr svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins Seðlabankinn vill varast fordæmi SUMARLEGT HAUSTAFMÆLI Veðurblíða var á höfuðborgarsvæðinu um helgina og þessir strákar nýttu veðrið í afmælisveislu í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Þeir virtust skemmta sér konunglega þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Siðað samfélag Borgararnir upplifa fullkomið valdaleysi sitt en aðrir greiðan aðgang að kjötkötlunum. umræða 15 STJÓRNMÁL „Það er auðvelt að velja hvað sem er í þessu frumvarpi og segja að þetta sé vont og ósann- gjarnt, en það er ekki hægt að slíta þetta úr samhengi við þann efnahags- lega veruleika sem við erum að glíma við,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um ný fjárlög sem mælt verður fyrir á morgun. „Við erum að reyna að fara illskástu leiðirnar við okkar þröngu aðstæður. Ég held að þeir sem horfa heiðarlega á þetta hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að það séu fáir góðir kostir í boði.“ Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur gjarnan kennt sig við norræna velferð. Steingrím- ur segir enga þversögn fólgna í því að velferðarríkisstjórn skeri jafn harkalega niður og nú sé fyrirhug- að. „Væri það í þágu framtíðarvel- ferðar í landinu að ná ekki tökum á ríkisfjármálunum? Hvað þýðir það fyrir velferðina í framtíðinni ef við setjum ríkissjóð á hausinn?“ Gagnrýnt hefur verið að fjárlögin byggi á þjóðhagsspá sem gerð var í júní, þar sem gert var ráð fyrir því að fyrsti áfangi álvers í Helgu- vík væri kominn í gagnið á næsta ári. Steingrímur segir mikla óvissu í öllum spám, en álver í Helguvík sé fjarri því það eina sem skipti máli. Hann bendir á að ekki hafi verið gert ráð fyrir jafn mikilli stækk- un og nú sé stefnt að í álverinu í Straumsvík þegar spáin var gerð, og ferðamönnum fjölgi meira en spáð hafi verið. Þá séu ýmis önnur meðalstór verkefni í pípunum. - bj / sjá síðu 6 Ná þarf tökum á ríkisfjármálunum til að tryggja velferð segir fjármálaráðherra: Velja helst illskástu leiðirnar Hvað þýðir það fyrir velferðina í framtíð- inni ef við setjum ríkissjóð á hausinn? STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.