Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 16
 4. október 2010 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR forsætisráðherra er 68 ára í dag. „Við erum á réttri leið, við munum sigrast á erfiðleikunum.“ Í dag eru fjörutíu ár síðan Rauðsokkahreyfingin var stofnuð á Íslandi. Rauðsokkahreyfingin kom þó fyrst fram 1. maí 1970 þegar „konur í rauðum sokkum“ gengu saman aftast í 1. maí göngunni með stóra gifsstyttu þar sem á stóð : „Manneskja, ekki markaðsvara.“ Rauðsokkurnar gengu út frá þeirri grunnhugmynd femínismans að karlar og konur væru í grund- vallaratriðum eins, burtséð frá hinum augljósa líffræðilega mun. Konur og karlar ættu því að vera metnar að sömu verðleikum og hljóta sömu með- ferð í samfélaginu. Árið 1974 var mótuð stefnu- skrá sem þótti róttæk og yfirgaf hluti kvenna hreyfinguna. Rauðsokkahreyfingin hvarf að lokum árið 1982. Þá yfirgaf stór hluti þeirra sem enn voru eftir, hreyfinguna og stofnaði Kvennaframboð ásamt fleiri konum. ÞETTA GERÐIST: 4. OKTÓBER 1970 Rauðsokkahreyfingin stofnuð Konur kröfðust jafnréttis. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Fjölbrautarskólinn í Breið- holti er þrjátíu og fimm ára í dag og heldur upp á það með hófstilltri samkomu í mat- salnum sem hefst um klukk- an hálf eitt. „Við ætlum að fá okkur afmælisköku og halda smá skemmtun í tilefni dags- ins,“ segir Sefán Benedikts- son. „Nokkrir gamlir nem- endur koma í heimsókn og eflaust rifja einhverjir upp minningar frá skólaárun- um og skemmta okkur með ýmsum hætti. Einn þeirra er hinn landsþekkti Sveppi,“ lýsir Stefán Benediktsson, aðstoðarskólameistari FB. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti var sá fyrsti sinnar teg- undar á Íslandi. Hann var áfangaskóli og í boði var nám á ýmsum brautum. Skóla- meistari var séra Guðmund- ur Sveinsson sem var áður skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst. Stefán var meðal þeirra sem hófu störf við skólann fyrir þrjátíu og fimm árum sem kennari. „Við vorum kall- aðir postularnir, sem byrj- uðum hérna af því að skóla- meistarinn var prestur,“ segir Stefán og hlær við. „Nú erum við bara fimm eftir.“ - gun Fimm postular eftir í Fjölbraut Í SKÓLANUM Í SKÓLANUM … Sveppi var í Fjölbraut Breiðholti og von er á honum í afmælishófið. „Við erum alveg í skýjunum, enda er þetta mikil upphefð og viðurkenning fyrir alla sem að verkefninu standa,“ segir Viktoría Rán Ingólfsdóttir, verk- efnastjóri Vatnavina Vestfjarða, sem hlutu ásamt áfangastaðnum Vestfjörð- um Eden-ferðamálaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Brussel nú á dögun- um. Verðlaunin eru árlega veitt áfanga- stöðum í Evrópu sem þykja nálgast ferðamennsku með frumlegum hætti ásamt því að leggja sérstaka áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu. Markmiðið með verðlaunaveitingunni er að auka sýnileika afburða ákvörðunarstaða sem gjarnan eru lítt þekktir. Vatns- og sjávartengd ferðaþjónusta var þemað í ár og voru Vestfirðir á meðal 25 áfangastaða sem voru verðlaunaðir að þessu sinni. „Verðlaunin fengum við fyrir að þróa ferðaþjónustu á Vestfjörðum í átt að sjálfbærni og gæta þess að ganga ekki á umhverfið. Með öðrum orðum fyrir að varpa nýju ljósi á náttúrulaug- ar, sem hafa þótt örlítið sjálfsagðar af heimamönnum og öðrum landsmönn- um, fá fólk til að nýta þær á sjálfbæran hátt og tengja við aðra ferðaþjónustu á svæðinu til að laða hingað erlenda ferðamenn allt árið um kring,“ segir Viktoría um þátt Vatnavina í verðlaun- unum, samstarfsverkefni sem efnt var til á síðasta ári í ofangreindum til- gangi. Fjölbreytt fugla- og dýralíf ásamt fallegri strandlengju áttu að sögn Viktoríu líka sinn þátt í að Vestfirð- ir urðu fyrir valinu að þessu sinni. „Hún er náttúrulega um 30 til 40 pró- sent af allri strandlengju landsins og við höfum verið dugleg að byggja upp afþreyingarmöguleika í kringum hana og kynna, svo sem ævintýraferð- ir á sjó, sjóstöng, strandveiði og margt fleira,“ segir hún. En hvaða þýðingu hafa verðlaun- in fyrir verkefnið? „Þetta er auðvit- að hvatning fyrir alla sem hafa komið nálægt Vatnavinum Vestfjarða til að halda áfram góðu starfi, en við stefn- um á að þróa í framtíðinni hágæða heilsuferðaþjónustu með uppbyggingu heilsulinda hérna á nokkrum stöðum. Þá er þetta eitt skref í því að Vestfirð- ir í heild fái umhverfisvottun. Síðast en ekki síst koma verðlaunin okkur betur á framfæri við okkar helsta markhóp, erlenda ferðamenn, og lengja þannig ferðamannatímabilið, sem er eitt af okkar helstu markmiðum.“ roald@frettabladid.is VESTFIRÐIR OG VATNAVINIR VESTFJARÐA: HLJÓTA EDEN-FERÐAMÁLAVERÐLAUNIN Frumleg nálgun í ferðamálum KROSSNESLAUG Vatnavinir Vestfjarða hafa unnið ötullega að því markaðssetja heilsutengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. MYND/ÚR EINKASAFNI Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Sigursteinsson, Strikinu 8, Garðabæ, lést mánudaginn 27. september á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 5. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Ólöf Elíasdóttir Eyþór Árnason Sigurbjörg Einarsdóttir Hafþór Árnason Jónína Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, amma, systir og mágkona, Kristbjörg Oddný Ingunn Sigvaldadóttir, Neshaga 4, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 25. september. Útför hennar verður frá Neskirkju þriðjudaginn 5. október kl. 15.00. Sigvaldi Ásgeirsson Halldór Ásgeirsson Margrét Ásgeirsdóttir Sigurður Gunnar Ásgeirsson Ingunn Rut Sigurðardóttir Rakel Rut Sigurðardóttir Hrefna Sigvaldadóttir Sigrún Sigvaldadóttir Kristján Torfason Aðalheiður Sigvaldadóttir Gunnar Guðjónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Halldór Bjarnason, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. sept- ember. Útförin verður auglýst síðar. Anna Guðríður Hallsdóttir Sigríður Guðrún Halldórsdóttir Þorbjörn Gíslason Hallur Gunnar Erlingsson Valdís Guðbjörnsdóttir Erlingur Jóhann Erlingsson Álfheiður Sigfúsdóttir og afabörn. Ástkær bróðir okkar, fósturfaðir og frændi, Bjarni Helgason Grandavegi 47, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 21. septem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 5. október kl. 13.00. Guðlaug Helgadóttir Ívar H. Friðþjófsson Helga Helgadóttir Sveinn Ólafsson Steinunn Rán Helgadóttir og aðrir vandamenn.MOSAIK 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.