Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 4. október 2010 21 Í tilefni stofnunar Menningar- sjóðsins Kína-Ísland verður hald- ið ljóðaþing í Norræna húsinu 4. til 7. október. Á þinginu koma fram sex ljóðskáld frá Kína, tvö frá Japan auk fulltrúa frá hverju Norðurlandanna. Fjögur íslensk skáld taka þátt að þessu sinni og eru þau: Sigurbjörg Þrastardótt- ir, Sigurður Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Vilborg Dag- bjartsdóttir. Dagskrá ljóðþingsins stend- ur yfir í þrjá daga og býður upp á úrval viðburða s.s. hádegisfyr- irlestra, ljóðakvöld og málþing. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra setur hátíðina ásamt kínverska ljóðskáldinu og athafnamanninum Huang Nubo í dag. Ljóð í Nor- ræna húsinu VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Umvafin hagræði Með raunhæfum lausnum Við skilum þér skýrum og mælanlegum ávinningi með lausnum okkar og ráðgjöf. Þannig tryggir þú viðskiptavinum þínum gæði og framúrskarandi þjónustu. Hagræðing með Rent A Prent prentþjónustu, sýndarvæðingu netþjóna og miðlægri stjórnun útstöðva er ávinningur þinn af raunhæfum lausnum Skyggnis. Það þýðir aukna hagkvæmni, betri nýtingu, minni orkunotkun og ekki síst lægri kostnað. Við umvefjum þig hagræði. Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um rekstrarþjónustu Skyggnis. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is H 2 H Ö N N U N Tónleikar ★★★★ Tónlist í Hallgrímskirkju Eftir Jóhann Jóhannsson Einu sinni var sagt við mig að það væri allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hallgrímskirkju. Berg- málið væri svo mikið að maður heyrði samt fyrstu tónana. Þetta eru auðvitað ýkjur, en engu að síður er staðreynd að bergmál kirkjunnar fer misvel með tónlist. Ég heyrði þar einu sinni níundu sinfóníu Beethovens. Ólíkar hljóðfæraraddir runnu saman í einn graut; upplifunin var skelfileg. Róleg, einföld leiðslutónlist hentar bergmálinu hins vegar vel. Jóhann Jóhannsson, sem hefur samið þannig tónlist við kvikmyndir, leikrit og margt fleira, á bókstaflega heima í Hall- grímskirkju. Bergmálið gerir tónlistina óljósa, hljómburður- inn undirstrikar draumkennda stemninguna. Þetta sannaðist á tónleikum á föstudagskvöldið. Þar var tónlist Jóhanns flutt. Hún var yfirleitt hægferðug og efniviðurinn sam- anstóð af fábrotnum tónahend- ingum. Þær voru endurteknar í sífellu og þróuðust ekki mikið. Lítill hópur hljóðfæraleikara lék tónlistina, en stór hluti hennar var jafnframt úr tölvu. Það voru mjög djúpir tónar, kraftmikill taktur, annarsheimslegt suð, seið- andi söngrödd og fleira. Tölvu- hljóðin blönduðust prýðilega við lifandi hljóðfæraleikinn. Maður vissi varla hvar annað endaði og hitt byrjaði. Hljóðstjórnin var aðdáunarverð, ómandi bassatón- arnir voru heillandi myrkir en efstu tónarnir tærir – mitt í öllu bergmálinu. Í popptónlist eru strengjaleik- arar gjarnan fengnir til að hækka tilfinningastigið. Fyrir utan Matthías Hemstock á slagverk og Jóhann sjálfan á píanó voru þarna fiðluleikararnir Una Sveinbjarn- ardóttir og Gréta Guðnadóttir. Guðmundur Kristmundsson spil- aði á víólu og Hrafnkell Egilsson á selló. Svona strengjaumgjörð hefði getað gert tilfinningaríka tónlistina væmna. En tær og öguð spilamennskan forðaði henni frá því. Hugsanlega er það veikleiki hve tónlist Jóhanns er endur- tekningarsöm. Hún er líka frem- ur einsleit. Angurværðin svífur yfir vötnunum og það sést sjaldan til sólar. Þessi einfaldleiki gerir tónlistina í kvikmynd eða leikhúsi afar sterka, en hún stendur mögu- lega höllum fæti ein og sér. Þetta kom þó ekki að sök á tón- leikunum. Stórt tjald var fyrir ofan hljómsveitina og á það var varpað rólegum myndskeiðum eftir Magnús Helgason. Þau voru oftast svarthvít. Maður vissi sjaldnast hvað var verið að sýna, kannski voru það óljós minning- arbrot. Myndirnar féllu prýði- lega að tónlistinni og öfugt. Tón- list Jóhanns er myndræn, það er ekki nóg að heyra hana, maður verður að sjá hana líka. Þarna fékk tónlistin dýpt, hún var sett í rétt samhengi. Endurtekning- arnar virkuðu. Þær hömruðu á nostalgískri stemningunni í myndskeiðunum. Útkoman var einhvers konar draumkennd og ljúf eftirsjá sem hitti mann beint í hjartastað. Jónas Sen Niðurstaða: Vandaðir og vel heppn- aðir tónleikar. Falleg myndskeið gáfu tónlistinni merkingu og hljóðstjórnin var frábær. Kammerkenndur draumur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.