Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 2
2 4. október 2010 MÁNUDAGUR „Birkir, heldurðu með Skotun- um?“ „Nei. Ég held með strákunum okkar sem munu afgreiða Skotana með nokkrum góðum skotum.“ Birkir Sveinsson er mótastjóri KSÍ. Vinni U-21 landslið Íslendinga Skota í umspil- sleikjum um sæti á EM þarf að gera langt hlé á Pepsi-deildinni næsta sumar. Mun Birkir þá þurfa að raða mótinu upp á nýtt sem gæti reynst þrautin þyngri. MÓTMÆLI Boðað hefur verið til mótmæla á Austur- velli klukkan 19.30 í kvöld. Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á sama tíma og er fólk hvatt til þess að mæta með stóra hljómgjafa til þess að „skapa réttan undirleik og umgjörð“ eins og segir á Facebook-síðu fyrir mót- mælin sem ganga undir nafninu Tunnumótmælin. „Gleymum því ekki að stofnunin sem steypti fjár- málakerfinu í glötun fyrir tveimur árum, með van- hæfni sinni og spillingu, steypti lýðræðinu sömu leið í atkvæðagreiðslunni um landsdóm síðastlið- inn þriðjudag,“ segir á síðunni, þar sem um þúsund manns hafa skráð sig. Myndband um mótmælin var sett inn á Youtube í kjölfarið og er því einnig ætlað að hvetja fólk til þess að mæta á Austurvöll í kvöld. Myndbandið ber heitið Power to the People og er samansafn af mynd- brotum úr búsáhaldabyltingunni og texta. „Bankarnir afskrifa fyrir auðmenn og fyrrver- andi stjórnmálamenn en setja fjölskyldur þús- unda Íslendinga á vonarvöl,“ segir í myndbandinu. „STOPP – hvar sem við stöndum er borgaraleg skylda okkar allra að mótmæla.“ Lögreglan hefur ekki ákveðið hvort sérstakur við- búnaður verði við Alþingishúsið um kvöldið. - sv Boðað til háværra mótmæla í kvöld þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu: Eiga að mæta með hávaðatól MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Mótmælin síðastliðinn föstudag fóru að mestu friðsamlega fram og mikill fjöldi mætti þegar Alþingi var sett. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRASILÍA, AP Allar líkur eru taldar á því að Dilma Rousseff standi uppi sem sigurvegari í forsetakosning- unum í Brasilíu, sem fram fóru í gær. Rousseff yrði með því fyrsta konan til að gegna embætti forseta í landinu. Hún var valin eftirmaður fráfarandi forseta sem hefur notið gífurlegra vinsælda í landinu. Skoðanakannanir bentu til þess að Rousseff hefði tuttugu prósenta forskot á helsta keppinautinn, Jose Serra. Rousseff þarf hins vegar að ná að minnsta kosti helmingi atkvæða til þess að ná kjöri, annars verður önnur umferð kosninganna haldin í lok mánaðarins. - þeb Kosningar í Brasilíu í gær: Kona líklega í forsetaembætti TRAUSTIÐ DVÍNAR Um 38 prósent segj- ast bera traust til þjóðkirkjunnar nú. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖNNUN Ríflega 73 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönn- un Capacent Gallup vilja aðskiln- að ríkis og kirkju. Tæplega 27 prósent eru því andvíg. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkis- sjónvarpsins í gær. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri, og eru þeir sem yngri eru líklegri til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Í gegn- um tíðina hafa um það bil sex af tíu verið fylgjandi aðskilnaði, en hlutfallið hefur hækkað undan- farið. Í fyrra studdu 74 prósent aðskilnað ríkis og kirkju, sem er svipað hlutfall og nú. - bj Könnun um ríki og kirkju: Þrír af fjórum vilja aðskilnað MEXÍKÓ 22 mexíkóskum ferða- mönnum hefur verið rænt í ferðamannaborginni Acapulco í Mexíkó. Ferðamennirnir voru að leita að hóteli þegar þeir voru numd- ir á brott af vopnuðum mönnum á fimmtudag. Lögreglan segist hvorki vita hvers vegna mönn- unum var rænt né hverjir standa á bak við ránið. Maður sem til- heyrði hópnum tilkynnti lögreglu um málið. Hann sagði mennina vera starfsmenn á bifvélaverk- stæði sem hefðu ætlað í helgar- frí til borgarinnar. Hann hafði farið frá hópnum í stutta stund og þegar hann sneri aftur voru mennirnir á bak og burt. - þeb Mannræningjar í Mexíkó: Rændu 22 ferðamönnum DANMÖRK Septembermánuður í ár hefur ekki mælst kaldari í Dan- mörku síðan 2001. Kemur þetta fram á fréttavef Danmarks Radio. Meðalhitastig síðasta mánaðar í Danmörku var 12,6 gráður og er það þó nokkuð undir meðallagi. Kaldasti septembermánuður frá upphafi var í landinu árið 1877 og mældist þá meðalhiti 10 gráður. Veðurspáin fyrir Danmörku segir til um að meðalhiti í októb- er í ár verði í kringum 9 gráður. Þó er spáð miklum hita á næst- unni og mega Danir búast við því að hitastigið verði í kring um 20 gráður fyrri hluta vikunnar. - sv Óvenju svalt í Danmörku: September sá kaldasti í níu ár DILMA ROUSSEFF Allar líkur eru taldar á að hún verði næsti forseti Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Umsækjendur um starf skrifstofustjóra auðlinda- skrifstofu í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu eru ósáttir við niðurstöðu Ögmundar Jónassonar, dóms- og samgöngumálaráðherra, um að ráða Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmann Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, í starfið. Jóhann hefur starfað sem aðstoð- armaður Jóns, og þar áður Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra, undanfarið eitt og hálft ár. Vegna tengsla sinn við Jóhann lýsti Jón sig vanhæfan og féll það því í hlut Ögmundar að ráða í starfið. „Að vera pólitískt skipaður aðstoðarmaður og vera svo ráðinn í þetta starf finnst mér auðvitað ekkert eðlilegt en það er svo sem ekki mitt að meta hvaða umsækj- andi var hæfastur,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, yfirlögfræðing- ur hjá Fiskistofu, sem var meðal umsækjenda en hann hyggst sækj- ast eftir rökstuðningi fyrir ráðn- ingunni frá ráðuneytinu. Hann telur orka tvímælis að Ögmund- ur hafi verið fenginn til að ráða í starfið þar sem hann sé í sama flokki og Jón. Undir þessi sjón- armið taka fleiri umsækjendur sem furða sig jafnframt á því hve langan tíma ráðningarferlið tók en umsóknarfrestur rann út þann 18. júlí síðastliðinn. Ögmundur Jónasson sagði í samtali við Fréttablaðið á laug- ardag að hann hefði óskað eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á fagleg- um nótum og að Jóhann hefði orðið hlutskarpastur í því mati. Það væri ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hefðu ráðið för, ráðningin hefði verið fagleg. - mþl Umsækjendur um starf skrifstofustjóra óánægðir með ráðningu aðstoðarmanns: Ósætti vegna ráðningar skrifstofustjóra SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ Umsækjendur um starfið eru óánægðir með tafir sem urðu á ráðningarferlinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR FÉLAGSMÁL Gangi áætlun fyrirtæk- isins Sérfræðingarnir eftir munu allt að átján einhverfir einstakl- ingar hljóta þjálfun strax á næsta ári sem gerir þeim kleift að takast á við verkefni á almennum vinnu- markaði. Fyrirmyndin er Specialisterne í Danmörku sem hefur vakið heims- athygli fyrir aðferðir sínar við að meta og þjálfa einstaklinga á ein- hverfurófi og útvega þeim síðan verkefni við hugbúnaðarprófanir og aðra nákvæmnisvinnu í stór- fyrirtækjum á borð við Microsoft, Oracle, Cisco og Lego. Sérfræðingarnir á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem var stofn- uð af Umsjónarfélagi einhverfra og einstaklingum sem hafa áhuga á að bæta atvinnutækifæri þessa hóps, að sögn stjórnarformanns- ins Hjartar Grétarssonar. „Stór hluti verkefnisins er að flytja þekkingu frá Danmörku til Íslands til að þjónusta þessa einstaklinga, ná samskiptum við atvinnulífið og ramma inn verk- efni handa þessum hópi“, segir Hjörtur. Leonardo-menntaáætlun ESB hefur veitt Sérfræðingunum, Þjón- ustumiðstöð Laugardals og Háa- leitis og erlendum samstarfsaðilum styrk sem nægir til að ýta verkefn- inu úr vör. Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í málefnum fatlaðs fólks og leiðir verkefnið. Hjörtur segir að tryggja þurfi rekstur í þrjú til fjögur ár áður en starfið hefst. „Við þurfum um tólf milljónir á ári til að borga fyrir greiningar og þjálfun, en við vonum að annað verði sjálfbært,“ segir Hjörtur sem vill hætta að horfa á einhverfu sem fötlun. SÓLSKINS- DRENGUR OG FORSETI Hér heilsar Þorkell Skúli Þorsteinsson upp á Vigdísi Finnbogadóttur við frumsýningu heimildar- myndarinnar Sólskinsdrengur- inn sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrði. ■ Á Íslandi eru tvö þúsund einstaklingar á einhverfurófinu. Þúsund hafa fengið greiningu; 500 eru líklega eldri en 22 ára. Stór hluti þessara einstaklinga er atvinnulaus, á örorkubótum eða í störfum þar sem hæfi- leikar þeirra nýtast ekki. Erlendis eru aðeins sex prósent einhverfra með atvinnu. Sérfræðingarnir vilja koma sem flestum í markvissa þjálfun og atvinnu við hæfi. Bæta þannig líf viðkomandi, minnka atvinnuleysisbætur, örorku- bætur og fjárhagsaðstoð. ■ Thorkil Sonne, stofnandi Specialisterne, kom í heimsókn til Íslands í janúar 2009 í boði Umsjónarfélags einhverfra að frumkvæði Margrétar Dagmarar Ericsdóttur, framleiðanda heimildarmyndarinnar Sólskinsdreng- urinn, en sagt er frá Specialisterne í myndinni. Hugmyndin að stofnun Sérfræðinganna átti upphaf sitt í heimsókn hans. Sólskinsdrengurinn var kveikjan Nýta eiginleika sem heilbrigt fólk skortir Stefnt er á að hópur einhverfra einstaklinga hljóti sértæka þjálfun og síðar atvinnu hjá fyrirtækinu Sérfræðingarnir. Þjálfunin er að danskri fyrirmynd. Dæmi eru um einstaklinga með snilligáfu sem hafa setið heima árum saman. „Reynum að líta til þessara ein- staklinga út frá styrkleikum þeirra. Þeir sem geta nýtt sér þjálfunina eru þeir sem fólk þekkir sem dellu- karla og geta sérhæft sig umfram aðra; stundum kallaðir sérvitring- ar. Þeir geta í framtíðinni leyst ýmis nákvæmnisverk, í hugbúnað- argeiranum vissulega en einnig hjá fjölmörgum öðrum atvinnugrein- um. Ég þekki til einstaklinga sem hafa greindarvísitölu upp á 160 til 170 en sitja heima verkefnalausir. Þetta er vettvangur fyrir verkefna- lausa snillinga.“ Þeir sem hljóta þjálfun munu fá vinnu hjá Sérfræðingunum, en fyr- irtækið tekur að sér verkefni eins og hvert annað hugbúnaðarhús sem selur sína þjónustu. „Hins vegar eru þeir ekki bundnir af því held- ur nýtist þetta sem stökkpallur út í lífið.“ svavar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.