Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 4. október 2010 11 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Lækkaðu yfirdráttinnAð greiða niður yfirdráttinn með samningi við Íslandsbanka er einhver besti sparnaður sem völ er á því þú lækkar vaxtakostnaðinn svo um munar. Dæmi* Yfirdráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 360.000 kr. Mánaðarlækkun yfirdráttar . . . . . . 15.000 kr. Fjöldi mánaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfir dráttur inn minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar. Lægri vaxtaprósenta . . . . . . . . . . . . 12.188 kr. Lækkandi yfirdráttur. . . . . . . . . . . . 43.125 kr. Sparnaður á tímabili . . . . . . . . . . . 55.313 kr. Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. * Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25%. Þegar þú greiðir niður yfirdráttinn þá lækkum við vextina hjá þér HEILBRIGÐISMÁL Hægt væri að draga úr tilfell- um geðsjúkdóma ef fyrirbyggjandi aðferð- um væri beitt, líkt og gert er annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Þetta segir William R. Beardslee, geðlæknir og prófessor við barna- spítalann í Boston og læknadeild Harvard- háskóla. Beardslee hefur lengi unnið að rannsókn- um á fyrirbyggjandi aðgerðum og aðferðum sem tengjast þunglyndi í fjölskyldum. Rann- sóknirnar hafa sýnt að mögulegt er að koma í veg fyrir þunglyndistímabil hjá ungu fólki í meiriháttar áhættuhópum, sem sýna merki þunglyndis og eiga þunglynda foreldra. Hann segir að frá því að hann hóf störf árið 1974 hafi verið stöðugar framfarir í þekkingu á því hvað þurfi að gera og hvað virki. „Nú þarf að koma þessum aðferðum í umferð sem víðast. Hvernig getum við gert þetta þannig að allar fjölskyldur hafi aðgang að þessu?“ Ein aðferð Beardslees, sem nefnist á íslensku fjölskyldubrúin, er notuð hér á landi fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við þunglyndi. Meðferðaraðilar hitta fjölskyldur sex sinnum og svo í eftirfylgni sex mánuðum síðar. „Við höfum boðið upp á þetta inni á spítal- anum, að mestu leyti inni á geðsviðinu,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á Land- spítalanum. „Við erum pínulítið að færa út kvíarnar núna og höfum verið að þjálfa upp fólk á krabbameinsdeildum og beina sjónum að fólki með alkóhól- og fíkniefnavanda, en að mestu leyti eru þetta foreldrar með geðsjúk- dóma.“ Úrræðin takmarkast þó við það að for- eldrarnir þiggi þjónustu á geðsviði spítal- ans. „Það er fullt af börnum úti í samfélag- inu sem eiga foreldra með vægar eða jafnvel alvarlegar geðraskanir en foreldrarnir þiggja ekki þjónustu. Nú stöndum við frammi fyrir því hvernig við getum menntað fólk innan barnaverndarkerfisins, félagsþjónustunnar, á heilsugæslunni og á landsvísu sem getur hjálpað þessum börnum,“ segir Gunnlaug. Hún segir nauðsynlegt, ekki síst í því ástandi sem ríki á Íslandi, að veita áhættuþáttum eins og fátækt athygli. Undir það tekur Beardslee. „Allir sem vinna í þessu eru mjög meðvitað- ir um að fátækt verður að veita athygli, meiri líkur eru á því að börn sem alast upp í fátækt fái þunglyndi.“ thorunn@frettabladid.is Mögulegt að koma í veg fyrir þunglyndi ungs fólks Með fyrirbyggjandi aðgerðum væri hægt að fækka tilfellum geðsjúkdóma, segir prófessor við læknadeild Harvard. Fjölskyldumeðferð hans er notuð hér á landi. Börn sem alast upp í fátækt þurfa sérstaka athygli. Minnismerki afhjúpað Kvennaband Vestur-Húnvetninga hefur látið útbúa minningar- og upp- lýsingaskilti um Vatnsenda-Rósu við Vatnsenda í Vesturhópi. Var þetta gert í tilefni af 155 ára dánardegi Rósu. HÚNAVATNSSÝSLA EVRÓPUMÁL Tyrkland og Úkraína ættu að fá svipaða stöðu og Nor- egur hefur innan ESB, segir Evr- ópuþingmaðurinn Elmar Brok í samtali við síðuna Euractiv. „Evrópska efnahagssvæðið er ekki lokaðar dyr. Þaðan kom- ust Svíþjóð, Finnland og Austur- ríki inn í ESB, og nú er Ísland að semja úr sömu stöðu um að verða aðildarríki. Því getur [EES] verið séð sem lokaskref, en einnig sem milliskref,“ segir þingmaðurinn. - kóþ Þýskur Evrópuþingmaður: Tyrkland komi í EES-samstarfið BEARDSLEE Það var Geðverndarfélag Íslands sem fékk Dr. Beardslee til landsins, en félagið fagnar sextíu ára afmæli um þessar mundir. Hann hélt fyrirlestur um rannsóknir sínar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lætur af embætti í Noregi Dagfinn Høybråten, leiðtogi kristilegra demókrata í Noregi, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endur- kjöri á landsfundi flokksins næsta vor. Þá ætlar hann einnig að hætta á þingi. Hann hefur verið formaður flokksins síðan árið 2004. NOREGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.