Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 46
30 4. október 2010 MÁNUDAGUR MORGUNMATURINN „Þetta var algjört rugl. Ég var eig- inlega plataður út í þetta,“ segir læknirinn Ragnar Freyr Ingvars- son, í laufléttum dúr. Ragnar býr í Svíþjóð, en í Lundi fer hið árlega Klakamót í fótbolta fram. Mótið er fyrir íslenska fót- boltaáhugamenn á Norðurlöndun- um og í ár tóku 270 manns þátt í rúmlega 20 liðum. Ragnar hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síð- ustu ár þar sem hann fer hreinlega á kostum í eldhúsinu. „Ögmundur Rúnarsson, fyrrver- andi markmaður KR er frændi kon- unnar minnar. Hann sendi mér dul- arfull skilaboð um hvort ég væri til í að gefa þeim góð ráð,“ segir Ragn- ar um upphaf samstarfsins. „Auð- vitað er það sjálfsagt. Svo þegar dagsetningin færðist nær hafði hann meira og meira samband og þegar á hólminn var komið var eng- inn annar til að elda.“ Þannig að yfirkokkurinn var ráð- inn án samráðs við hann sjálfan? „Já, það má segja það. En þetta var rosalega skemmtilegt. Glæsi- legt mót sem þeir skipulögðu, strákarnir í Þungum hníf, sem er fótboltalið hérna í Lundi.“ Ragnar hefur látið sér nægja að elda ofan í fjölskyldu og vini þó þeir sem hafa lesið bloggið hans sjái að þar er enginn venjulegur heimilis kokkur á ferð. Matreiðslan í Lundi var sú lang umfangsmesta sem hann hefur tekið að sér, enda taldi hún 33 langelduð lambalæri, 40 lítra af rjómasveppasósu, 40 bakka af kartöflugratíni og 40 kíló af salati. „Ég fékk skánskt lamb. Við ætl- uðum að reyna að bjarga hingað íslensku lambi en með þessum fyr- irvara var það ekki hægt,“ segir Ragnar. Hann fékk góða aðstoð frá fótboltamönnum og eiginkonum þeirra og stóð vaktina sem yfir- kokkur frá átta um morguninn til hálf níu um kvöldið –- með stuttum hléum enda keppti hann með liði sínu, Tæklandi læknar, á mótinu. Hann hyggst þó ekki söðla um og gerast kokkur. „Ég verð að viðurkenna að ég ber enn meiri virðingu fyrir kokk- um eftir þetta – og ég bar helvíti mikla virðingu fyrir þeim fyrir. Þetta er fólk sem vinnur alvöru- vinnu,“ segir Ragnar. En náði kokkurinn að bragða á lambinu í látunum? „Ég náði að grípa tvo bita. Mér skilst að þetta hafi verið mjög gott. Þetta eru Íslendingar og marg- ir með heimþrá. Það komu nokkr- ir og minntust á ömmur sínar, vel drukknir og vel klökkir.“ Og aðspurður hvort matreiðslu- bók sé á leiðinni segist hann hafa fengið þó nokkrar fyrirspurnir. „Ég leitaði til útgefenda og fékk þau svör að þar sem ég er ekki kokk- ur og ekki frægur þá gengur það ekki. Þannig að ég hélt bara áfram að blogga,“ segir Ragnar hress að lokum. Matarblogg Ragnars má finna á slóðinni: ragnarfreyr.blog.is. RAGNAR FREYR INGVARSSON: ÉG VAR EIGINLEGA PLATAÐUR ÚT Í ÞETTA Læknir eldaði lamb ofan í 270 svanga Íslendinga Trommarinn Arnar Þór Gíslason spilar með fimm hljómsveitum á Iceland Airwavs-hátíðinni, þar á meðal rokkurunum í Ham í fyrsta sinn. „Þetta er stórkostleg upplifun að spila með þessum herra- mönnum,“ segir Arnar Þór. Hann mun lemja húðirnar í fjarveru nafna síns Arnars Geirs Ómarssonar, sem er með gigt og þarf því að hafa hægt um sig. Arnar Geir ætlar að ein- beita sér að spilamennsku með Apparat á hátíðinni en sú sveit er töluvert rólegri en Ham. „Þetta er svo hátt hjá strákunum og það verður að lemja svo fast að gigtin fer alveg með hann, þannig að ég létti undir með honum,“ segir Arnar Þór og er hvergi banginn við verkefnið. „Ég ætla að gera mitt allra besta.“ Hann hefur verið aðdáandi Ham lengi og því er ákveðinn draumur að rætast hjá honum. „Þetta er geðveikt band.“ Fjöldi annarra verkefna eru fram undan hjá Arn- ari á Airwaves því á undan Ham-tónleikunum spil- ar hann með Ensími og þar áður með tengdaföð- ur sínum Rúnari Þórissyni. „Þetta verður magnað kvöld. Það verður nóg að gera.“ Ofan á þessi gigg bætast tónleikar með eiginkonu hans Láru Rún- arsdóttur og Mugison. Arnar er einnig meðlim- ur Dr. Spock en sú sveit verður reyndar ekki með á Airwaves í ár. „Ég hef alltaf spilað með slatta af hljómsveitum á Airwaves. Þetta hefur oft staðið tæpt og ég hef oft þurft að hlaupa á milli staða en það er bara gaman að því.“ - fb Fimmfaldur Arnar á Airwaves ARNAR ÞÓR GÍSLASON Það verður nóg að gera hjá Arnari Þór á Airwaves-hátíðinni. Hann spilar með fimm hljómsveitum á stuttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSTRÍÐUKOKKUR Ragnar er læknir sem hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðustu ár. Íslenska leikkonan Anita Briem mun leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Elevator eða Lyftunni. Myndin segir frá níu einstaklingum sem lokast inni í lyftu og vita að einn þeirra er með sprengju. Myndin er byggð á handriti eftir Marc Rosenberg og skartar meðal annars hinni margverðlaunuð leik- konu Shirley Knight. Þó yngri kyn- slóðin kannist ef til vill ekki við hana þá hefur Knight tvívegis verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, annars vegar fyrir kvikmyndina Top of the Stairs frá árinu 1962 og Sweet Bird of Youth sem var gerð tveimur árum seinna og skartaði Paul New- man í aðalhlutverki. Shirley hefur jafnframt verið sjö sinnum tilnefnd til Emmy-verðlauna, meðal annars fyrir leik sinn í Aðþrengdum eig- inkonum árið 2006. Hún hlaut þau hins vegar fyrir leik í NYPD Blue og Thirtysomething, þáttaraðir sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þá hefur Knight verið tilnefnd í þrí- gang til Golden Globe-verðlaunanna og vann þau árið 1996 fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni Indictment: The McMartin Trial. Greint er frá framleiðslu mynd- arinnar á vefnum Broadway World. Þar má sjá aðra leikara myndarinn- ar sem flestir hafa getið sér gott orð fyrir sviðs- og sjónvarpsleik og jafn- an brugðið fyrir í stórmyndum sem aukaleikarar. Nægir þar að nefna Waleed Zuaiter sem lék meðal annars í Sex and the City 2 og The Men Who Stare at Goats og John Getz en hann má meðal annars finna í kvikmyndinni The Social Network, mynd- inni um Facebook. - fgg Anita Briem í hryðjuverkamynd Í GÓÐUM HÓPI Anita Briem mun leika á móti Shirley Knight í nýrri spennumynd. Knight þessi hefur verið tilnefnd tvívegis til Óskars- verðlauna, sjö sinnum til Emmy-verðlauna og þrívegis til Golden Globe. „Mér finnst best að byrja á því að fá mér glas af vatni og fá mér svo appelsínusafa og ristað brauð með osti.“ Sandra Erlingsdóttir, dansari og gull- smiður. kíló af lamba- kjöti voru elduð ofan í fótboltakappana svöngu og af því fékk Ragnar tvo bita. 100 Sýningar í fullum gangi Sýningardagar Lau. 2/10 kl. 14 Up pselt Sun. 3/10 kl. 14 Up pselt Lau. 9/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 10/10 kl. 14 ör fá sæti Lau. 16/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 17/10 kl. 14 ör fá sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.