Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.10.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 4. október 2010 23 Breska leikkonan Gemma Arterton segir það mikla synd að hafa ekki lengur tíma til að lesa bækur. Hin 24 ára Arterton hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Prince of Persia og Bond-myndinni Quantum of Solace. Þótt hún sé ánægð með að ferillinn sé á hraðri uppleið sér hún eftir því að geta ekki sökkt sér niður í uppáhalds tómstundaiðju sína, eða lestur góðra bóka. „Það er mikil synd vegna þess að núna les ég mikið af sögum en þær eru alltaf í handritaútgáfum. Það er ekki það sama og að lesa góða bók,“ segir Arterton. Hún ætlar að hvíla sig aðeins á kvikmynd- unum eftir mikla törn þar að undanförnu og vill einbeita sér að leikhúsinu í staðinn. Síðar á árinu fer hún með hlutverk í leik- riti eftir Henrik Ibsen í London. Þá vonast hún til að fá smá tíma til að lesa. „Ég er virkilega ánægð með að leika í þessu Ibsen-leikriti. Ég get ekki beðið eftir því að geta tekið þátt í því og lesið bækur í frístundunum,“ segir hún og bætir við: „Uppáhaldsbókin mín þegar ég var lítil var Alkemistinn. Ég las hana fyrst þegar ég var átta ára og hún hafði mikil áhrif á mig.“ GEMMA ARTERTON Leikkonan getur ekki beðið eftir því að sökkva sér niður í góða bók. MUSE Hljómsveitin Muse á besta gítar- riff áratugarins. Besta gítarriff áratugarins er að finna í laginu Plug In Baby með bresku rokksveitinni Muse, samkvæmt nýrri skoðanakönnun tímaritsins Total Guitar. Lagið er á plötunni Origin of Symmetry frá árinu 2001. „Ég held að Muse hafi unnið vegna þess að Matt Bellamy er gítarhetja 21. aldar- innar. Hann er virkilega frum- legur náungi sem getur samið einstök gítarriff. Það skemm- ir ekki fyrir að gítarriffin eru líka grípandi. Muse náði einnig fimmta sætinu í könnuninni með lagið Knigths of Cydonia sem er á plötunni Black Holes and Revel- ations. Í öðru sæti í könnuninni lenti Velvet Revolver og í því þriðja varð Avenged Sevenfold. Muse á toppnum Leikkonan Katie Holmes segir að þriggja ára dóttir sín og Toms Cruise, Suri, gæti hæglega orðið fræg ballerína í framtíðinni. Suri er þegar byrjuð að fara í danstíma og hefur sýnt óvenju mikla hæfi- leika miðað við hversu ung hún er. Holmes er sannfærð um að dóttir sín eigi eftir að verða frábær dans- ari. „Hún elskar ballett og hún er virkilega góð,“ sagði Holmes. Auk þess að stunda balletdans hefur Suri í nógu að snúast því hún hefur einnig farið á námskeið í stepp- dansi og leiklist. Einnig fer hún í spænsku- og frönskukennslu og lærir á fiðlu og píanó. Efnileg ballerína MÆÐGUR Leikkonan ásamt þriggja ára dóttur sinni og Toms Cruise, Suri. Hefur engan tíma til að lesa TOPP TÍU: 1. Plug in Baby - Muse 2. Slither - Velvet Revolver 3. Afterlife - Avenged Sevenfold 4. The Dark Eternal Night - Dream Theater 5. Knights of Cydonia - Muse 6. No One Knows - Queens of the Stone Age 7. Seven Nation Army - The White Stripes 8. Halo - Machine Head 9. Mr Brightside - The Killers 10. Beast And The Harlot - Avenged Sevenfold Dagforeldrar athugið. Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtu- daginn 14. október kl. 20.00 á Laugarborg.Hvetjum alla til að mæta og ræða málin. Stjórnin. Sex vikna átaksnámskeið hefjast 11. október. M&N-training nýtt á Íslandi Konuátak konuátak Karlaátak Krefjandi Skráning og nánari upplýsingar í síma 565-2212/565-2712 mottaka@hress.is Markmiðum náð • Meiri árangur og hámarks brennsla • Vikulegur netpóstur • Vigtun og mælingar sem veita aðhald • Mataræði sem hreinsar, eykur bruna og gefur orku • Fjölbreytt þjálfunarmunstur • Þú kynnist m.a TABATA, Hot Yoga, Les Mills tímum og M&N-Training • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi • Framhaldsnámskeið-hraðferð • Árangur á met tíma • Hámarks brennsla • Vigtun, mælingar og mataræði sem veita strangt aðhald • Vikulegur netpóstur • Mjög fjölbreyttir tímar • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi • Meiri orka, kraftur og styrkur • Hámarks brennsla • Vigtun og mælingar sem veita gott aðhald • Vikulegur netpóstur um bætt mataræði og fræðslupunkta • Mjög fjölbreyttir tímar m.a stöðvaþjálfun, BodyPump, M&N-training • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi Námskeið kl. 6.05, 9.15, 16.30 og 17.30. 3 x í viku. Námskeið kl. 6.05 og 18.30 3 x í viku. Námskeið kl. 18.30 3 x í viku. Verð fyrir átaksnámskeið kr. 21.990.- Korthafar kr. 12.990.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.