Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag 11. október 2010 238. tölublað 10. árgangur STJÓRNSÝSLA Sú ákvörðun slita- stjórnar Sparisjóðabankans (áður Icebank) að hafna kröfum Seðla- bankans í búið vegur þungt í athugun sérstaks starfshóps á því hvort ríkið geti sótt skaðabætur til fyrrverandi seðlabankastjóra vegna fjárhagstjóns sem þeir ollu ríkinu. Seðlabankinn krafði þrotabú Sparisjóðabankans um þá rúm- lega 200 milljarða króna sem Sparisjóðabankinn fékk að láni hjá Seðlabankanum til að lána áfram stóru viðskiptabönkunum þremur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni með þeim rökum að Seðlabankinn hefði vitað að viðskiptabankarn- ir stefndu í þrot, lánveitingarnar hefðu verið málamyndagjörning- ur og að þær hefðu ekki uppfyllt öll skilyrði laga. Seðlabankinn hefur andmælt þessari afstöðu og ef ekki semst um niðurstöðu kemur málið til kasta dómstóla. Starfshópur fjögurra ráðuneyta hefur unnið að athugun á mögu- leikum ríkisins á að reka skaða- bótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda bankahrunsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ýtti ákvörðun slita- stjórnarinnar við athugun á ástar- bréfaviðskiptum Seðlabankans enda fælist í rökstuðningi að þeir er um véluðu hefðu gert alvarleg mistök í starfi. Öndverð niður- staða slitastjórnar hefði, að sama skapi, dregið úr líkum á málsókn. Fari málið fyrir dóm mun niður- staða hans ráða miklu um fram- haldið. Lán Seðlabankans til Kaup- þings, með veði í danska FIH bankanum, var einnig undir smá- sjá starfshópsins. Nýgengin sala á bankanum er Seðlabankanum mjög til hagsbóta og áhrif lán- veitingarinnar á fjárhag ríkisins því ekki lengur til skoðunar. Icesave-reikningar Landsbank- ans hafa líka verið til sérstakrar athugunar. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins er grannt fylgst með heimtum í bú bankans og hvort eignir þess muni standa undir kostnaði vegna Icesave. Ákvörð- un um málsókn verður að líkind- um ekki tekin fyrr en endanlegt uppgjör liggur fyrir. - bþs Skoða skaðabótamál vegna ástarbréfa seðlabankastjóra Nýleg afstaða slitastjórnar Sparisjóðabankans til krafna Seðlabankans í búið ýtir undir athugun á mögu- legri málsókn ríkisins á hendur fyrrverandi Seðlabankastjórum. Afstaðan bendir til alvarlegra mistaka. VEÐUR Mikil veðurblíða var á landinu öllu um helgina og nýút- sprungnir fíflar sáust meðal ann- ars á Suðurlandi. „Þetta er með því allra hlýjasta sem gerist í október,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hæsti hiti á láglendi mældist 17,2 stig í gær á Gemlufallsheiði, milli Önundarfjarðar og Dýra- fjarðar. Á Þingvöllum mældust sautján stig. „Ég held að það sé nokkurn veginn víst að það hafi aldrei verið heitara á Þingvöllum í október.“ Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í október var 23,5 stig á Dalatanga aðfaranótt 1. okt- óber 1973. Teitur skýrir veðurblíðuna með vísan til hagstæðrar stöðu veður- kerfa. „Það er tilviljanakennt hvernig veðurkerfin raða sér. Frávik á einum stað geta valdið útgildum í hina áttina annars stað- ar. Núna er til dæmis skítkalt og snjókoma í Finnlandi.“ Teitur segir að spáð sé mildu veðri fram eftir vikunni. „En eins og spár eru núna lítur út fyrir leið- inda umhleypinga um næstu helgi. Lægðagangur, haustrigningar og jafnvel gæti gránað fyrir norðan. Haustveður eins og við þekkjum það með látum.“ - mmf Heitasti októberdagur sögunnar var á Þingvöllum í gær og blíða á landinu öllu: Veðurkerfin hagstæð Íslendingum GÓÐVIÐRI Í dag verður hæg suð- austlæg eða breytileg átt. Skýjað S- og V-til en annars bjartviðri. Hiti 8-14 stig að deginum til. VEÐUR 4 11 12 10 10 12 Uppgangur í íslenskri hönnun Íslenskri vöruhönnun vex sífellt fiskur um hrygg. allt 2 11. október 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Campana-bræðurnir Verk hönnuðanna heimsþekktu Humberto og Fern- ando Campana eru ávallt kaldhæðin, skapandi og frumleg. Nýlega hönnuðu þeir skondna ljósakrónu sem þeir kalla Esperanca. Hún er úr gleri eins og fígúrurnar sem eru í anda dúkka sem þekktar eru í þorpinu Esperanca. Þegar Halldóra Traustadóttir horfir á sjónvarpið situr hún í ruggustól sem hún fann í ruslagámi. Þ að sem hefur mest til-finningalegt gildi eru l istaverk barnannaog félags Íslands, beðin að velja hlutmeð sérstakt gildi B d Halldó Gæti tilheyrt hátískunni Til leigu í Skútuvogi 1H-G Skrifstofuhúsnæði—189 fm Skrifstofuhúsnæði—164 fm Lagerhúsnæði— 189 fm Um er að ræða gott skrif-stofurými sem er annars vegar 189 fm að stærð og hins vegar 164 fm. Góð lofthæð er í pláss-unum og í miðju rýmum eru þakgluggar sem gefa góða birtu. Mjög gott húsnæði Miklir möguleikar. Lagerhúsnæði með útkeyrsluhurð, alls 189 fm. Leigist saman eða í sitt hvoru lagi. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Járn & glers hf - Skútuvogi 1 h– Barkarvogsmegin. Upplýsingar gefur Kjartan í s: 585-8902 / 894-4711. e-mail : kjartan@jarngler.is Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánariupplý i FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU FASTEIGNIR.IS 11. OKTÓBER 2010 41. TBL. Fasteignamarkaðurinn ehf. hefur til sölu 263,6 fm einbýlishús á tveimur hæðum með inn- byggðum 42,9 fm bílskúr í Erluási í Hafnarfirði. Ásett verð er 69 milljónir en skipti á min i eign á svipuðum slóðum möguleg. Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum og úr henni er innangengt í bílskúr. Hol er flísalagt með föstum skápum á vegg. Gestasalerni er flí alagt með glugga og góðum innréttingum og flísalögðum sturtu-klefa. Hjónaherbergi er parkettlagt og með fataskáp-um. Stofan er stór og flísalögð, með aukinni lofthæð og arni. Fallegt útsýni er úr stofu. Eldhúsið er einnig flísalagt, opið við stofu, með vönduðum innréttingum úr kirsuberjaviði. Flísalagt milli skápa. Stór eyja er í eldhúsi með helluborði, háfi og skápum yfir. Granít er á borðum og fylgja ísskápur og uppþvottavél. Úr eld-húsi er gengið út á stórar svalir til suðurs og vesturs og þaðan á lóð. Á neðri hæð hússins er gengið um flísalagðan stiga með næturlýsingu. Komið er í stórt parketlagt alrými með föstum hillum og útgangi á verönd til vesturs. Þrjú rúmgóð parketlögð barnaherbergi eru á neðri hæð, öll með fataskápum. Gengið út á lóð úr tveimur herbergj-anna. Stórt flísalagt baðherbergi er einnig á neðri hæð með glugga, baðkari og flísalögðum sturtuklefa. Þvottaherbergi er flísalagt og með innréttingum.Bílskúrinn er lagður epoxy á gólfi, mótor er á bíl-skúrshurð, rennandi vatn, rafmagn og hiti. Einnig er geymsla inn af bílskúr. Byggingarár hússins er 2002. Húsið er staðsteypt og múrhúðað að utan. Múrverk hússins þarfnast lagfæringa þ k í óð l Einbýli á útsýnisstað heimili@heimili.is Sími 530 6500 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson lögg. leigumiðlari „Fasteigna kóngurinn“ auglýsir: Þægilega há sölulaun! Hver voru þessi ástarbréf? Þegar alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokuðust í aðdraganda kreppunnar árið 2007 gátu gömlu viðskiptabankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, ekki orðið sér úti um lausafé. Þeir lögðu því skuldabréf og önnur veð inn í nokkur fjármálafyrirtæki, svo sem Sparisjóðabankann, sem flutti þau áfram til Seðlabanka Íslands í skiptum fyrir lausafé líkt og tíðkast í endurhverfum viðskiptum. Féð rann aftur til viðskiptabankanna. Þegar bankarnir féllu sat Seðlabankinn uppi með verðlitlar eignir. Þessi tilfærsla á eignum hefur fengið nafnið ástarbréf. HAUST Á HAFRAVATNI Siglt var seglum þöndum í hlýrri golu á Hafravatni í gær. Úrkomuleysi og óvenju hlýtt veðurfar undanfarna mánuði hefur reyndar dregið nokkuð úr stöðuvötnunum á höfuðborgar- svæðinu og yfirborð þeirra hefur lækkað. Hressilegar haustrigningar bæta líkast til úr því. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Velgengni í Danmörku Fyrirtæki í eigu Íslendinga hlaut viðurkenningu frá viðskiptablaðinu Börsen. tímamót 14 Tvöföld tilhlökkun Sigurður Guðmundsson gefur út jólaplötu og á von á sínu fyrsta barni. fólk 26 Mesti hiti á landinu í gær Biskupsháls 17,4° Gemlufallsheiði 17,2° Þingvellir 17,0° Eyrarbakki 16,8° Svartárkot 16,2° Heimild: Veðurstofa Íslands MENNING Gestir í Háskólabíói á laugardagskvöldið fengu svo sannarlega tónleika fyrir allan tvö þúsund króna aðgangseyr- inn. Yoko Ono, sonurinn Sean Lennon og Plastic Ono bandið þeirra keyrði dagskrána áfram af feiknakrafti allt frá upphafi til enda. Í lokin steig svo bítillinn Ringo Starr á sviðið ásamt Oliviu Harrison, Jóni Gnarr borgar- stjóra og fleirum og saman leiddi hópurinn fjöldasöng á lag- inu Give Peace a Chance eftir John Lennon. Ekki var að sjá af frammistöðu Yoko að hún væri orðin 77 ára. Að sögn var hún síðust til að fara úr eftirpartíinu sem hún hélt í Þjóðleikhúsinu fyrir Sean. Hann á sama afmælis- dag og faðirinn og varð 35 ára á laugardaginn. - gar / sjá síðu 26 Ono-mæðginin slógu í gegn: Kveikt á öllum ljósum hjá Yoko Nýr kafli í söguna Íslenska 21 árs landsliðið mætir Skotum í Edinborg í kvöld. sport 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.