Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 2
2 11. október 2010 MÁNUDAGUR
Birna, vilja læknar ekki lækna
Íslendinga af kreppunni?
„Jú, enda féllum við frá níu prósenta
taxtahækkun í upphafi kreppunnar.“
Birna Jónsdóttir er formaður Læknafélags
Íslands. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra, segir sérgreinlækna
ekki hafa vilja lækka taxta sína og taka
þannig þátt í að koma Íslandi úr skulda-
feninu.
FÓLK Gissur Ólafur Erlingsson, lang-
afi aðalstjörnu óperunnar Rigol-
etto, Ólafs Kjartans Sigurðarsonar,
mætti á generalprufu sýningarinn-
ar á fimmtudaginn. Ólafur Kjartan
sjálfur er nýlega orðinn afi þannig
að Gissur er þar með orðinn langa-
langalangafi en Gissur varð 101 árs
í mars síðastliðnum. Rigoletto var
frumsýnd á laugardaginn var.
„Ég hef séð Ólaf Kjartan syngja
þó nokkrum sinnum, hann skilur
mig aldrei út undan á gestalistan-
um þegar hann syngur hér heima,“
segir Gissur Ólafur. „Mér þótti
þetta alveg stórkostlegt, en að vísu
þykir mér alltaf best það sem ég sá
síðast.“ Gissur Ólafur, sem er fyrr-
verandi umdæmisstjóri Pósts og
síma á Seyðisfirði og starfaði jafn-
framt sem bóka- og skjalaþýðandi,
á í dag nærri 150 afkomendur. Þeir
langfeðgar Ólafur Kjartan og Giss-
ur Ólafur halda góðu sambandi,
senda hvor öðrum tölvupóstskeyti
milli landa sem innihalda gjarnan
limrur. „Jú, ég er líka á Facebook
en er orðinn leiður á henni og því
lítið þar inni,“ bætir Gissur við.
„Langafi vildi fremur koma á
generalprufuna en frumsýninguna
til að þurfa ekki að vera að þvælast
svona síðla kvölds. Hann sat fyrir
miðju á þriðja bekk eins og höfð-
ingi og hafði þá daginn áður verið
á hádegistónleikum í Hafnarborg.
Hann er mikill menningarneytandi
og ótrúlega sprækur, líkamlega
og andlega. þrátt fyrir háan aldur.
Hann gaf mér góða krítík sem var
mér mikils virði,“ segir óperusöngv-
arinn sjálfur, Ólafur Kjartan.
„Auðvitað er hálflygilegt að
barnabarn mitt eigi langalanga-
langafa á lífi, maður klípur sig á
hverjum degi að þetta sé hægt.
Ég er jafnframt svo lánsamur að
geta kallað langafa góðan félaga
um leið en þar sem ég bý erlendis
skiptumst við á tölvupóstum. Lang-
afi hefur leiðrétt tímaskynið hjá
manni, mörgum þykir sem óperur
tilheyri svo löngu liðnum tíma en
þegar hann fæddist voru einung-
is sextíu ár frá því að Verdi samdi
Rigoletto.“
Ættliðirnir sem hafa séð Rigoletto
eru fimm en sjá sjötti og yngsti er
aðeins sjö mánaða og fékk því ekki
að vera með. Frumsýningin gekk að
Ólafs sögn afar vel, við glimrandi
undirtektir. „Maður er hálforðlaus
yfir viðtökunum og Íslendingar er
greinilega ekki orðnir leiðir á óper-
um. Það eru sem betur fer ekki allir
Ásbjörn.“ juliam@frettabladid.is
Fimm ættliðir af sex
hafa séð Rigoletto
Aðalstjarna óperunnar Rigoletto sem frumsýnd var á laugardagskvöld, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, fékk fimm kynslóðir ættingja sinna á sýninguna. Þeirra á
meðal er langafi Ólafs, sem jafnframt er langalangalangafi afabarns Ólafs.
Á 150 AFKOMENDUR Gissur Ólafur Erlingsson, langafi Ólafs Kjartans Sigurðarsonar
barítónsöngvara, við generalprufu á óperunni Rigoletto í Íslensku óperunni.
MYND/AUÐUR
CHILE, AP Fyrstu námumennirnir
af þeim 33 sem hafa verið lokaðir
niðri í námugöngum síðan í ágúst
eiga nú von á því að komast út
undir bert loft á miðvikudaginn.
Um helgina tókst að bora ný
göng niður til þeirra en verið
er að styrkja þau að innan með
málmröri svo þau falli ekki
saman.
Mennirnir verða fluttir upp
á yfirborðið einn í einu í þar til
gerðu hylki og er búist við að á
annan sólarhring taki að koma
þeim öllum út undir bert loft.
Á miðvikudag verða liðnir 69
dagar frá því að mennirnir lokuð-
ust inni. - gb
Námumennirnir í Chile:
Út undir bert
loft í vikunni
GÖNGIN STYRKT Á miðvikudag er talið
að hefja megi björgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UNGVERJALAND, AP Óhjákvæmilegt
er að stífla úrgangslóns við súrál-
verksmiðju í Ungverjalandi bresti
með nýju flóði rauðrar eiturleðju,
að því er haft er eftir Zoltan Illes,
umhverfisráðherra Ungverja-
lands.
Hann segir hagstæð veðurskil-
yrði valda því að sprungurnar,
sem nýlega uppgötvuðust á norður-
vegg lónsins, hafi hætt að víkka
út, en þegar veðurskilyrði breytist
muni þær víkka að nýju.
Verið er að gera við sprungurnar
og reisa nýja varnarveggi utan um
lónið en óvíst er hvort sú vinna
gangi nægilega hratt.
Bresti stífluveggurinn má
búast við nýju flóði rauðrar leðju
sem berast myndi yfir nærliggj-
andi svæði allt að kílómetra til
norðurs.
Nær allir íbúar bæjarins Kolont-
ar, 800 talsins, yfirgáfu heimili sín
um helgina vegna þessarar hættu.
Íbúar bæjarins Devecser, sem er
örlitlu norðar, voru beðnir um að
pakka nauðsynjum niður í tösku og
vera búnir undir að hverfa á braut
með örskömmum fyrirvara. - gb
Sprungur í stíflu úrgangslóns í Ungverjalandi ógna lífríkinu enn frekar:
Nýtt leðjuflóð óhjákvæmilegt
ALLT Á FLOTI Rauða leðjan verður til þegar báxít er unnið svo úr verði súrál, hráefni
sem notað er í álverksmiðjum. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN, AP Átta menn voru
handteknir í gær í New York
fyrir að hafa gengið hrottalega
í skrokk á tveimur unglingspilt-
um og einum fullorðnum manni.
Svo virðist sem andúð á samkyn-
hneigð fórnarlambanna hafi verið
ofbeldishvatinn.
Mennirnir réðust fyrst á annan
piltinn, hinn 3. október, leituðu
síðan uppi hinn piltinn og mis-
þyrmdu honum, en buðu loks þrí-
tugum manni heim þar sem þeir
pyntuðu hann klukkustundum
saman.
Málið hefur vakið óhug í borg-
inni, en undanfarið hafa fjölmarg-
ir samkynhneigðir unglingar stytt
sér aldur í Bandaríkjunum vegna
hótana og ofbeldis sem þeir höfðu
orðið fyrir. - gb
Ofbeldisverk í New York:
Gengu í skrokk
á unglingum
STJÓRNMÁL Fundað verður með full-
trúum stjórnarandstöðunnar vegna
hugmynda um almenna niðurfærslu
skulda heimila landsins í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra, Guðbjartur Hannesson
félagsmálaráðherra og Ögmundur
Jónasson dómsmálaráðherra fund-
uðu ásamt umboðsmanni skuldara
og embættismönnum úr ráðuneyt-
um lausnir á skuldavanda heimil-
anna á laugardag. Niðurstaða þess
fundar var að kanna hvort almenn
niðurfærsla skulda væri raunhæf
leið til lausnar. Hafin er vinna í
fjármálaráðuneytinu um hvaða
áhrif niðurfærslan kunni að hafa
á ríkissjóð.
Hagsmunasamtök heimilanna
hafa talað fyrir almennri niður-
færslu skulda og fagna því að ríkis-
stjórnin kanni hvort hægt sé að
ráðast í þá aðgerð.
Jóhanna Sigurðardóttir og
Ögmundur Jónasson kalla eftir
þjóðarsátt um almenna niðurfærslu
skulda. Fram kom í máli Ögmund-
ar í fréttum Stöðvar tvö í gær að
ekki mætti einblína á kostnað held-
ur þyrfti að skoða afskriftir skulda
út frá fjármálakerfinu í heild.
Áframhaldandi fundir um lausn
skuldavandans eru boðaðir í vik-
unni.
- mmf
Forsætisráðherra kallar eftir þjóðarsátt um almenna niðurfærslu skulda:
Rætt við stjórnarandstöðuna í dag
ÍSRAEL, AP Mitt í viðkvæmum
friðar viðræðum við Palestínu-
menn hefur Ísraelsstjórn sam-
þykkt að gera öllum sem sækja
um ísraelskan ríkisborgararétt
skylt að sverja ríkinu hollustueið
sem „ríki gyðinga“.
Nýju reglurnar voru samþykkt-
ar á ríkisstjórnarfundi í gær,
þrátt fyrir andstöðu ráðherra úr
Verkamannaflokknum og þrátt
fyrir mótmæli bæði mannrétt-
indahópa og arabíska minnihlut-
ans í Ísrael.
- gb
Ísraelsstjórn setur nýjar reglur:
Sverja þarf eið
að ríki gyðinga
Ysta hægrið vinnur á
Frelsisflokkurinn í Austurríki, þekktur
fyrir andstöðu gegn innflytjendum,
vann verulega á í borgarstjórnarkosn-
ingum í Vínarborg í gær. Flokkurinn
fékk rúmlega 27 prósent atkvæða og er
nú næst stærstur flokka borgarinnar.
AUSTURRÍKI
FÓLK Ungir Íslendingar eru líklegri
til að vera í sambúð en gengur og
gerist meðal ríkja Evrópusam-
bandsins (ESB).
Í nýbirtri könnun Eurostat, töl-
fræðiskrifstofu ESB, kemur í ljós
að 54 prósent kvenna og 47 prósent
karla á aldrinum 18-34 ára eru í
sambúð, hvort sem þau eru gift eða
ógift. Það er nokkru hærra hlutfall
en í ríkjum ESB þar sem heild-
arhlutfallið er 48 prósent meðal
kvenna og 36 prósent meðal karla.
Hæst var hlutfallið meðal Finna,
þar sem 63 prósent kvenna og 51
prósent karla eru í sambúð. - þj
Könnun á heimilishögum:
Margir Íslend-
ingar í sambúð
Fjölskylda gaf 2 milljónir
Sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja fékk tveggja milljóna króna
gjöf til tækjakaupa frá fjölskyldu í
Garðinum. Gjöfin var þakklætisvottur
fyrir umhyggju og fagmennsku sem
starfsfólkið veitti fjölskylduföðurnum í
líknandi meðferð.
LÍKNARMÁL
FORSÆTISRÁÐHERRA Hefur boðað
fulltrúa stjórnarandstöðu til fundar um
skuldamálin.
SPURNING DAGSINS