Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 8
 11. október 2010 MÁNUDAGUR Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. Ha? Hvenær? Oh! Ég gleymdi að kaupa miða. Drögum þriðjud aginn 12. okt óber, vertu með! Á morgun kl. 18! Ekkert stress, það er ekki of seint! 3.OOO manns fá vinning! Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 16 26 1 0/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. ráðgjöf við val á næringarvörum vegna vannæringar eða sjúkdóma. Þjónustan er veitt virka daga frá 8 til 17 KÍNA Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórn- valda um helg- ina, eftir að ljóst varð að Liu Xia- obo fengi Nób- elsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndar- innar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fang- elsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitt- er. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileink- aði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórn- völd siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstu- dag, eftir að norska Nóbelsnefnd- in skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-hér- aði, sem er í fimm hundruð kíló- metra fjarlægð norður af höfuð- borginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbels- nefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbels- nefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna. gudsteinn@frettabladid.is Eiginkonan handtekin Eiginkona nýbakaða friðarverðlaunahafans Liu Xiaobo hitti hann um helgina, en var síðan sjálf handtekin í gær. Tugir menntamanna einnig í haldi. RAMMGIRT FANGELSI Innan veggja þessa fangelsis dvelst friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, og hefur afplánað tæp tvö ár af ellefu ára fangelsisdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LIU XIAOBO ÞÝSKALAND, AP Eystrasaltsferjan Lisco Gloria stóð í ljósum logum úti af ströndum Þýskalands um helgina eftir að sprenging varð um borð. Flytja þurfti 236 manns frá borði. Ferjan var á leiðinni frá Kiel í Þýskalandi til Klaipeda í Lit- háen, en gjöreyðilagðist í brun- anum. Ekki var hægt að fara um borð í skipið í gær til að kanna skemmdir vegna hitans eftir eldslogana en reynt verður að fara um borð í dag þegar skipið hefur kólnað eftir nóttina. - gb Farþegaferja stóð í ljósum logum á Eystrasalti: Öllum farþegum bjargað LISCO GLORIA Þykkan reyk lagði frá ferjunni. NORDICPHOTOS/AFP Þótt Liu Xiaobo sé fyrsti friðar- verðlaunahafi Nóbels sem situr í fangelsi þegar tilkynnt er um verðlaunin hafa nokkrir fyrri verð- launahafar ekki getað tekið á móti verðlaunum vegna stofufangelsis eða ferðatakmarkana: 1935 Carl von Ossietzky, var í stofufangelsi í Þýskalandi 1975 Andrei Sakharov, fékk ekki að fara frá Sovétríkjunum 1983 Lech Walesa, fékk ekki að fara frá Póllandi 1991 Aung San Suu Kyi, var í stofufangelsi í Búrma Komust ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.