Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 10
10 11. október 2010 MÁNUDAGUR FJÖLDAVÍGSLA SJÓHERSINS Sjóherinn á Taívan efndi í vikunni til fjölda- vígslu liðsmanna sinna, þegar sextíu yfirmenn í hernum gengu samtímis í hjónaband. NORDICPHOTOS/AFP UPPLÝSINGATÆKNI Fyrstu raun- prófanir heims á notkun inter- netstaðla (VoIP) í samskiptum flugumferðar stjórnar við flug- vélar áttu sér stað hér á landi í nýliðnum mán- uði. „Ég geri ráð fyrir því að eftir nokkur ár verði þessi tækni orðin alls- ráðandi í heim- inum,“ segir Hörður Arilíus- son flug umferðar- stjóri, sem vann að prófunum. Að verkefninu standa Isavia, sem sér um alla flugleiðsögu þjónustu á íslenska flug umferðar svæðinu, og fyrirtækin Frequentis og Northrop Grumman Park Air Systems. VoIP er sú tækni sem notuð er til gagnasendinga yfir internetið. Slík tækni hefur hins vegar ekki verið tekin í gagnið í samskiptum í flugiðnaði þar sem unnið er að því að sýna fram á að hún stand- ist alla staðla um öryggi og gæði í flugi. Prófanirnar sem fram fóru hér á landi eru þær fyrstu í heiminum samkvæmt alþjóð- lega viðurkenndum staðli Euro- ace (Evrópusamtaka um staðla í flugtækjabúnaði). Um borð í flugvélunum er not- ast við hefðbundna talstöðvar- tækni, en nýjungin felst í því að samskiptin eru flutt yfir netið frá móttökustöð í landi og til flug umferðar stjórnarinnar. „Við settum upp platform þar sem við vorum með á einu neti bæði þessi hefðbundnu radíó sem við erum að nota í dag og svo þessa nýju IP- tækni,“ segir Hörður og kveður sex móttökustaði fyrir sending- ar hafa verið prófaða. „Þetta prófuðum við síðan á móti lifandi umferð. Þeir voru svo almenni- legir hjá Icelandair að áhöfn hjá þeim var í stöðugu sambandi við okkur allt frá flugtaki í Keflavík og þar til hún hvarf úr radíódragi nálægt Færeyjum.“ Hörður segir prófanirnar hafa tekist vel og niðurstöðurnar lofi afar góðu varðandi upptöku IP- staðla í samskiptum flugstjórnar og flugvéla. Þannig hafi til dæmis samtöl sem send voru um netið heyrst betur, án allrar bjögunar og truflana. „Það er nú bara eins og þú sért hérna inni í klefanum hjá okkur, sagði til dæmis einn flugstjórinn,“ bætir Hörður við. Helsta kostinn við nýja tækni segir Hörður samt vera minni kostnað, sem ætti að skila sér í lægri fargjöldum á heimsvísu. Netstaðla segir hann í notkun alls staðar í heiminum og því sparist heilmikið við uppsetningu á tækjabúnaði. „IP-netin eru til úti um allt, en við höfum bara ekki mátt fara inn á þau út af því að ekki var fullreynt hvort þau væru nógu örugg. Þessar prófanir sýna fram á að öryggið er nægt.“ olikr@frettabladid.is HÖRÐUR ARILÍUSSON Í FLUGTAKI FRÁ KEFLAVÍK Þota Icelandair hefur sig á loft frá Keflavíkurflugvelli. Vélar félagsins í áætlunarflugi milli landa tóku þátt í að prófa nýja samskiptatækni við flugumferðarstjórn í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA IP-staðlar betri lausn í flugi Með því að taka upp internetstaðla og nota þau fjarskiptanet sem þegar hafa verið byggð upp er hægt að spara gífurlegar fjárhæðir í flugiðnaði. Prófanir á slíkum samskiptum fóru fram hérlendis og lofa góðu. SKAGAFJÖRÐUR Sjö starfsmenn á Héraðsskjalasafni Skagafjarðar missa vinnuna vegna niðurskurð- ar á fjárlögum. Þetta kemur fram á vefnum Nordurlandid.is. Störfin voru upphaflega sköpuð sem mótvægisaðgerð við kvóta- tapi úr byggðalaginu fyrir þrem- ur árum. Í fyrra var starfsemin skorin niður um 25 prósent og nú leggst hún af. - þeb Niðurskurður í skjalavörslu: Sjö missa vinn- una í Skagafirði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.