Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 12
12 11. október 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Evrópusam- bandið Össur Skarp- heðinsson Utanríkisráðherra HALLDÓR Kitlar bragðlaukana Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evr- ópusambandinu, komi ríkulega að undir- búningi hans. Þeir sem best þekkja ein- staka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samn- ingurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum sam- þykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfið- leikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samn- ingur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðar- leysi gagnvart okkur sjálfum og umheim- inum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valda- baráttu í flokkum eru að vinna hagsmun- um Íslands ógagn. Við tryggjum ekki eftir á Allir styðja Xiaobo Ljóðskáldið Liu Xiaobo situr í fangelsi í Kína fyrir að hafa sagt hug sinn á prenti. Hann hlaut í síðustu viku friðar verðlaun Nóbels. Margir hafa orðið til að fagna ákvörðuninni, þeirra á meðal Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ríkisstjórnir Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, Ban Ki-moon, aðalrit- ari Sþ, Evrópusambandið, forsætisráðherra Kanada, Obama Bandaríkjafor- seti, Dalai Lama, Lech Walesa og nýr handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels, Mario Vargas Llosa. Svona mætti eflaust lengi telja. Og síðan Xiaobo hlaut verðlaunin hefur eiginkona hans verið hneppt í stofufangelsi. ...nema Ísland Viðbrögðin héðan frá Íslandi hafa hins vegar verið engin, ef undan er skilin stuðningsyfirlýsing borgarstjór- ans Jóns Gnarr. Ríkisstjórn, forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra þegja. Forseti Íslands, sem manni skilst að sé í alveg sérstöku vinfengi við kínversku þjóðina, hefur líka haft hljótt um sig, jafnvel þótt leitað hafi verið eftir áliti hans. Ef marka má viðbrögð okkar helstu vinaþjóða er málið hins vegar ekki ýkja flókið og kallar ekki á að menn leggist undir feld til að móta viðbrögð sín. Landsdómi fundið heimili? Æðstráðendur í Hæstarétti skoða nú hvernig og hvar landsdómi verður best fyrir komið. Lítið fæst upp gefið um þá athugun en Þjóðmenningar- húsið mun helst nefnt. Sama fólk þarf að taka ákvörðun um hvort og þá hvernig almenningi verður gert kleift að fylgjast með því sem fram fer fyrir dóminum. Verður það í beinni útsend- ingu? Verða sjónvarpsupptök- ur leyfðar? Því þarf að svara. stigur@frettabladid.is K ínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðar- verðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýð- ræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælun- um á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjölda- morði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannrétt- indayfirlýsingu. Kínversk stjórnvöld óttast Liu Xiaobo og friðsamlega bar- áttu hans. Sagan hefur nefnilega sýnt að þeir sem hafa stuðzt við skoðanakúgun til að halda völd- um tapa alltaf á endanum fyrir hugrökku fólki sem er óhrætt að tjá hug sinn. Andófsmenn á borð við Vaclav Havel og friðarverðlaunahafana Nelson Mandela, Lech Walesa og Andrei Sakharov hafa með friðsamlegri baráttu átt sinn stóra þátt í að steypa ríkisstjórnum sem ríktu í krafti ofbeldis. Kínverjar höfðu í hótunum við norsku Nóbelsstofnunina og norsk stjórnvöld áður en verðlaunin voru veitt og gáfu í skyn að það myndi hafa slæm áhrif á samskipti Noregs og Kína ef Liu hlyti þau. Það breytti engu um afstöðu norsku Nóbelsnefndarinnar. Í rökstuðningi hennar er réttilega bent á samhengið milli friðar og mannréttinda. Án mannréttinda verði ekki til það bræðralag þjóðanna, sem Alfred Nobel vildi stuðla að. Kína er vaxandi stórveldi og hefur náð gífurlegum árangri á efnahagssviðinu á undanförnum árum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og velvilja og samstarf ríkjanna hefur orðið æ nánara. Við getum margt lært af Kínverjum og þeir vonandi eitthvað af okkur. Við eigum ekki að láta mannréttindabrot í Kína standa í vegi fyrir viðskiptum eða samskiptum við landið. Sam- skiptin opna hugmyndum leið. Frjálsum viðskiptum eiga að fylgja frjáls skoðanaskipti. Við eigum einmitt að nota okkar góða samband við Kínverja til að koma á framfæri gagnrýni á ástand mannréttindamála í landinu. Það var gott hjá Jóni Gnarr borgarstjóra að andmæla mannréttindabrotum í Kína á fundi með einum af forkólfum Kommúnistaflokksins. Það var gott hjá forsvarsmönnum RIFF- kvikmyndahátíðarinnar að hlusta ekki á kröfur kínverska sendi- ráðsins um að hætt yrði við sýningar á mynd um kúgun og mann- réttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Við eigum að sýna kínverskum stjórnvöldum að þótt við metum samskiptin við Kína mikils stendur okkur ekki á sama um mannréttindabrotin. Vonandi taka íslenzk stjórnvöld undir með þeim sem undanfarna daga hafa krafizt þess að Liu Xiaobo verði látinn laus. Alþingi og ríkisstjórn geta þar lagt sitt af mörkum og líka forseti lýðveldisins, sem er í svo góðu sambandi við Kína og á þar marga vini. Vonandi hlustar enginn af forystumönnum okkar á hótanir Kínverja eða óttast að þeir dragi úr viðskiptum ef Íslendingar segja sína skoðun. Þeir þurfa bara ofurlítið brot af hugrekki Liu Xiaobo til að segja hug sinn. Ísland á að lýsa eindregnum stuðningi við Liu Xiaobo og heimta að hann verði látinn laus. Þeir tapa alltaf Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.