Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 34
 11. október 2010 MÁNUDAGUR22 sport@frettabladid.is RÚRIK GÍSLASON er klár í slaginn og getur spilað með íslenska U-21 liðinu á móti Skotum í kvöld. Rúrik missti af fyrri leiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leiknum með OB. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur því úr öllum sínum mönnum að velja fyrir leikinn í kvöld. Iceland Express karla Stjarnan-Fjölnir 86-69 (46-41) Jovan Zdravevski 19 (11 frák.), Justin Shouse 16, Fannar Freyr Helgason 13, Kjartan Atli Kjartans son 12 - Ben Stywall 18 (11 frák.), Tómas Heiðar Tómasson 17, Ægir Þór Steinarsson 15. Hamar-KR 87-82 (46-41) Andre Dabney 22, Svavar Páll Pálsson 17 (14 frák.), Ellert Arnarson 16, Darri Hilmarsson 15 - Brynjar Þór Björnsson 24, Marcus Walker 18, Hreggviður Magnússon 11. Grindavík-KFÍ 96-87 (54-55) Andre Smith 28,Ryan Pettinella 17 (21 frák.), Guðlaugur Eyjólfsson 12, Ármann Vilbergs son 11, Ómar Örn Sævarsson 10 - Craig Schoen 25 (9 stoðs.), Edin Suljic 21, Carl Josey 13. Iceland Express kvenna Haukar-Grindavík 60-36 (33-21) Íris Sverrisd. 10, Ragna Margrét Brynjarsd. 10, Gunnhildur Gunnarsd. 9 - Charmaine Clark 16. Fjölnir-Hamar 73-81 (36-43) Margareth McCloskey 30, Bergþóra Tómasd. 17, Erla Sif Kristinsd. 12 - Jaleesa Butler 34 (17 frák.), Kristrún Sigurjónsd. 16, Slavica Dimovska 12. Snæfell -Njarðvík 68-77 (37-30) Jamie Braun 25, Inga Muciniece 16 (17 frák.), Björg Guðrún Einarsd. 14 - Dita Liepkalne 26 (15 frák.) , Shayla Fields 16, , Ólöf Helga Pálsd. 12. KR-Keflavík 74-87 (38-47) Hildur Sigurðard.27 (12 frák./7 stoðs.), Margrét Kara Sturlud. 16, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 - Jacquline Adamshick 28( 22 frák./6 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 26, Pálína Gunnlaugsd.15. N1-deild karla Haukar - FH 19-28 (12-13) Mörk Hauka (Skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/5 (8/5), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (14), Freyr Brynjarsson 2 (4), Stefán Rafn Sigurmanns son 2 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Heimir Óli Heimis. 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (36/1, 47%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (10/2, 10%). Mörk FH (Skot): Ólafur Guðmundsson 9 (16), Ásbjörn Friðriksson 6 /2 (10/2), Benedikt Kristinsson 4 (6), Þorkell Magnússon 2 (2), Ari Magnús Þorgeirss. 2 (4), Atli Rúnar Steinþórss. 2(3), Logi Geirss. 2/1 (5/1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (36/5, 47%) N1-deild kvenna HK-Fram 14-41 (4-17) Brynja Magnúsdóttir 5 - Stella Sigurðardóttir 12, Karen Knútsdóttir 9. Stjarnan-FH 31-30 (20-11) Esther Viktoría Ragnarsd. 6, Elísabet Gunnarsd. 5, Jóna Sigríður Halldórsd.5, Jóna Margrét Ragnarsd. 5 - Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 12, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 5. Haukar-Valur 16-32 (6-14) Þórunn Friðriksdóttir 6 - Anna Úrsúla Guð mundsdóttir 12, Ágústa Edda Björnsdóttir 6. Fylkir-ÍR 40-14 ÍBV-Grótta 33-25 ÚRSLIT LEIKJA HANDBOLTI „Ég veit ekki hvort þeir hafi einhvern tímann tapað svona stórt hérna,“ var það fyrsta sem Logi Geirsson sagði eftir 28- 19 sigur FH á Íslands- og bikar- meisturum Hauka á þeirra eigin heimavelli á laugardaginn. FH- ingar fóru illa með erkifjendur sína í þessum fyrsta Hafnarfjarðar- slag tímabilsins, tóku frumkvæðið í upphafi leiks og gerðu síðan út um leikinn með því að skora sjö fyrstu mörk seinni hálfleiks og komast í 20-12. Eftir það var leik- urinn svo gott sem búinn. „Þetta var góð vörn, góð sókn, góð markvarsla og vel stýrt. Var þetta ekki bara frábær handbolta- leikur? Haukar eru búnir að ein- oka þessa öld og hver veit nema við séum næstir,“ sagði Logi kátur. Hann tók sjálfur aðeins fjögur skot utan af velli í leikn- um og einbeitti sér að því að spila félagana uppi. Ólafur Guðmunds- son blómstraði við hlið hans og var besti maður liðsins í leikn- um. „Ég er með nóg af skyttum í kringum mig og er bara að stýra leiknum. Þetta er liðsíþrótt og ég ákvað það fyrir tímabilið að ég myndi fórna mér á miðjuna í vetur þar sem ég er ekki kominn í lands- liðsform í öxlinni. Ég er óðum að bæta mig og ég ætla að vera kominn í landsliðið í janúar,“ sagði Logi. FH-ingarnir fögnuðu sigrinum vel og félagar Loga tolleruðu hann meðal annars beran að ofan. „Við vitum alveg hvað við getum en við vitum líka alveg að Haukarnir eru ekki hættir. Þetta er langhlaup og það má ekki gleyma því. Þetta er bara annar leikurinn í deildinni og við verðum að halda einbeitingu. Þó að við höfum fagnað þessum sigri eins og við værum heims- meistarar í dag þá áttum við það bara skilið. Við spiluðum frábær- an leik með helling af FH-ingum í stúkunni,“ sagði Logi. „Það er alltaf sárt að tapa fyrir FH og sérstaklega þegar við girð- um niður um okkur sjálfir,“ sagði Haukamaðurinn Einar Örn Jóns- son. „Ég tek það ekki af FH-ingum að þeir eru með mjög gott lið og það þarf að nýta sér mistök and- stæðinganna. Við gerðum aragrúa af mistökum og þeir voru nógu góðir til að notfæra sér það að við vorum ekki nálægt okkar besta leik,“ sagði Einar. - óój Logi Geirsson og félagar í FH unnu níu marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum á laugardaginn: Áttum skilið að fagna eins og heimsmeistarar LOGI TOLLERAÐUR Logi Geirsson fór á kostum í fagnaðarlátum FH. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, eru áfram ósigraðir á tímabilinu. Füchse Berlin vann 27-24 sigur á Grosswallstadt í gær og hefur unnið alla sjö leiki tíma- bilsins. Dagur Sigurðsson sýndi snilld sína þegar hann tók leik- hlé rúmum átta mínútum fyrir leikslok. Grosswallstadt var þá komið yfir í fyrsta sinn í leiknum. Dagur öskraði sína menn í gang í leikhléinu og þeir svöruðu með því að skora næstu þrjú mörk og fögnuðu síðan sigri. Rhein-Neckar Löwen vann 15 marka stórsigur á franska liðinu Chambery Savoie, 37-22, í Meistaradeildinni. Guðmundur Guðmundsson tók við liðinu 23. september og síðan þá hefur það unnið alla fimm leiki sína. - óój Guðmundur og Dagur: Áfram ósigraðir Á TOPPNUM Dagur Sigurðsson fagnar sigri í gær. MYND/NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI „Við reynum að byggja á þessum sigri,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar, eftir að liðið vann öruggan sigur á Fjölni í gær. Bæði lið höfðu tapað leikjum sínum í fyrstu umferð. „Við stigum upp í varnar- leiknum í seinni hálfleik og það gaf okkur ódýr stig úr hraða- upphlaupum. Það vantaði meiri grimmd í liðið í fyrri hálfleik en þegar hún kom í seinni skildi á milli,“ sagði Teitur. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR um daginn. Þó að við höfum alls ekki átt skilið að vinna þann leik hefðum við getað stolið honum. Það er góðs viti að menn eru bullandi brjálaðir að koma út úr DHL-höllinni með ósigur á bakinu gegn liðinu sem spáð er titlinum. Við eigum rosalega erfið an leik næst í Keflavík þar sem Stjarnan tapar venjulega mjög illa. Nú er bara að gera okkur klára í þann leik.“ - egm Teitur Örlygsson: Stigum upp í varnarleiknum TEITUR ÖRLYGSSON Talar sína menn til í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Hamarsmenn áttu ótrúlegan endasprett í 87-82 sigri á meistaraefnunum í KR í Hvera- gerði í gær. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 76-82 fyrir KR en Hamar skoraði ellefu síð- ustu stigin í leiknum og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í vetur. Ellert Arnarson og Darri Hilm- arsson voru í aðalhlutverkum í hjá Hamri en þeir komu báðir frá KR fyrir tímabilið. Þeir skoruðu 31 stig saman og þá kom Ellert Hamri í 85-82 með einni mikil- vægustu körfu leiksins. - óój Hamar vann KR í gær: Skoraði ellefu síðustu stigin FÓTBOLTI Í dag fer fram síðari leikurinn í rimmu U-21 landsliða Íslands og Skotlands um hvort liðið komist í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku næsta sumar. Ísland vann fyrri leikinn heima, 2-1, en mætir Skotum á erfiðum útivelli í dag. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari var í gærkvöldi að leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir leikinn mikilvæga í dag. Liðið æfði á Easter Road í Edin- borg, heimavelli skoska úrvals- deildarliðsins Hibernian, þar sem leikurinn fer fram í dag. „Það er allt eins og það á að vera,“ sagði hann spurð- ur um undirbúninginn. „Það eru allir klárir og það ríkir mikil til- hlökkun í hópnum.“ Það á einnig við um Rúrik Gísla- son, sem missti af fyrri leiknum vegna meiðsla. Í s l a n d v a r langtum sterkari aðilinn í leiknum á fimmtudaginn og segir Eyjólfur að engar stórar áherslu- breytingar verði í leik liðsins í kvöld. „Við munum spila sama kerfi en vera aðeins yfirvegaðri í okkar leik. Við vorum svolítið grimmir fram á við síðast og það skildi eftir opin svæði sem þeir höfðu tækifæri til að nýta sér og sækja hratt á okkur. Við þurfum að passa betur upp á að það gerist ekki,“ sagði hann. „En við ætlum að sjálfsögðu að sækja af krafti. Við verðum fljótir að finna væng- mennina og koma okkur þannig upp kantana eins og við höfum verið að gera.“ En leikurinn í dag snýst ekki aðeins um knattspyrnulega getu heldur andlegan styrk. Enda er mikið undir í leiknum – sæti í úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki. Búist er við að fimmtán þúsund manns verði á Easter Road í kvöld. Stuðningsmenn Skota eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra og það verður sjálfsagt engin undantekning á því í kvöld. „Sjálfum sem leik- manni fannst manni ekkert skemmtilegra en að spila þannig leiki. Þannig eiga menn að fara inn í slík verkefni – með gleði og njóta þess að spila fyrir framan áhorfendur sem mikið heyrist í. Strákarnir eiga að nota það sem jákvæða uppbyggingu fyrir sjálfa sig.“ Eyjólfur er vel meðvitaður um mikilvægi leiks- ins þegar talið berst að því. „Við getum sagt að við séum að skrifa nýjan kafla í sögu knattspyrnunn- ar á Íslandi. Ég hef trú á þessu liði. Þetta er lið framtíðarinnar og leik- urinn í dag er mikilvægur áfangi í því að strákarnir hafi trú á því að þeir geti orðið eitt af bestu lands- liðum Evrópu í þessum árgangi. Að þeir geri sér grein fyrir því að við förum ekki inn í alla leiki sem litla liðið – heldur líka með þor og jákvætt hugarfar. Á þessum atrið- um höfum við byggt okkar lið alla undankeppnina. Við höfum verið afar jákvæðir og óhræddir við að horfa fram á veginn,“ segir Eyj- ólfur. Hann segir einnig leikinn einn- ig skipa stóran sess á sínum þjálf- araferli. „Jú, hann er sá mikilvæg- asti á mínum ferli enda enginn vafi á því að það væri afar stór stund fyrir Ísland að komast á loka- keppni stórmóts. Ég er afar stoltur af þessum strákum. Þeir hafa inn- byrt mikið af sjálfstrausti og ég hef fundið að okkar kerfi er sífellt að verða öflugra. Við erum alltaf að verða sterkari og sterkari. Þetta er einfaldlega farið að virka.“ Skrifa nýjan kafla í söguna Eyjólfur Sverrisson segir leik íslenska U-21 landsliðsins gegn Skotum ytra í dag vera þann mikilvægasta á sínum þjálfaraferli. Sæti á EM er undir í kvöld. UNNU FYRRI LEIKINN 2-1 Strákarnir fagna hér sigri í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiríkur Stefán Ásgeirsson Skrifar frá Edinborg eirikur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.