Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 14
 11. október 2010 MÁNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Fyrirtækið Trækompagniet í Dan- mörku fékk á dögunum viðurkenningu frá danska viðskiptablaðinu Börsen fyrir góðan rekstur og mikinn vöxt síð- ustu árin. Íslensk hjón, Frosti Þórðar- son og Helga Hjördís Sigurðardóttir, eiga og reka fyrirtækið, sem sérhæfir sig í sérhönnuðum lúxusplankagólfum. Börsen heiðrar árlega þau fyrirtæki sem hafa þótt skara fram úr í danska viðskiptalífinu. „Við hjónin fluttum til Danmerkur fyrir tíu árum en stofnuðum fyrirtæk- ið fyrir um sjö árum og það má segja að ég hafi byrjað einn í kjallaranum heima,“ segir Frosti, forstjóri Træ- kompagniet. „Helga hefur séð um allt sem snýr að fjármálum fyrirtækisins auk þess að koma að hönnun gólfefn- anna. Í dag rekum við tvær verslanir í Danmörku, í Árósum og Kaupmanna- höfn. Auk þess er verslun rekin í Nor- egi og til stendur að opna verslanir í Stokkhólmi og Osló. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt en við höfum reynt að sýna fyrirhyggju og skynsemi í rekstrinum, sérstaklega á þessum tímum.“ Trækompagniet er orðið vel þekkt á meðal arkitekta og sérstaklega þeim sem sérhæfa sig í hönnun á lúxus- húsum fyrir vel stæða einstaklinga. „Við höfum frá upphafi farið okkar eigin leiðir í hönnun og markaðsetn- ingu á lúxusgólfum og verið leiðandi í nýsköpun og hönnun. Meðal þess sem fyrirtækið býður upp á eru heimsins breiðustu og lengstu eikarplankar, sér- staklega gerðir til að þola gólfhita en þeir eru mjög mjög einstakir og fást allt upp í fimmtán metra langir.“ Frosti segir viðurkenninguna hafa komið skemmtilega á óvart, þau hafi ekki hugsað til þessarar viðurkenn- ingar sérstaklega en þekkt til henn- ar. „Þetta eru erfiðir tímar hér í Dan- mörku eins og annars staðar og fá fyrirtæki hafa fengið þessa viður- kenningu í ár þannig að við erum mjög ánægð með hana. Næstu skref eru svo að opna búð í Stokkhólmi og Osló en við erum nú þegar komin á sænskan og norskan markað.“ juliam@frettabladid.is ÍSLENDINGAR Í DANMÖRKU: FENGU VIÐURKENNINGU DANSKS VIÐSKIPTABLAÐS Lúxusgólfefni vekur athygli BYRJAÐI Í KJALLARANUM Frosti Þórðarson, forstjóri Trækompagniet, byrjaði með fyrirtækið í kjallaranum heima hjá sér. MYND/ÚR EINKASAFNI Merkisatburðir 1910 Theodore Roosevelt er fyrstur forseta Bandaríkj- anna til að ferðast í flug- vél. 1958 Gervihnettinum Pioneer 1 er skotið á loft en hann fellur aftur til jarðar og brennur í gufuhvolf- inu. 1977 Opinberir starfsmenn í BSRB fara í verkfall í fyrsta sinn. Tveimur vikum síðar takast samningar. 1991 Íslendingar vinna heims- meistaratitil í bridds og hampa hinni frægu Bermúdaskál. 40 Á þessum degi árið 1985 var ný sund- laug við Grensásdeild Borgarspítalans formlega tekin í notkun. Reiknað var með að þá myndu um níutíu sjúklingar nota laugina daglega en laugin, sem enn er í notkun, er 17x10 metrar að stærð. Viðstaddir vígslu sundlaugarinnar voru meðal annars þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Matthías Bjarnason, þáver- andi borgarstjóri, Davíð Oddsson, og fyrrverandi yfirlæknir stofnunarinnar, Ásgeir B. Ellertsson, sem sagði við tilefn- ið að margir hefðu lagt sitt af mörkum til að sundlaugin hefði getað orðið að veruleika. Nefndi hann þar meðal annars til hlutaveltur sem börn í hverfinu hefðu haldið til styrktar byggingunni. Laugarinnar hafði verið beðið lengi en hún var á fjárlögum árið 1978 og liðu því átta ár þar til hún var tekin í notkun. Aðstaðan þótti öll til fyrirmyndar, með búningsherbergjum og böðum. ÞETTA GERÐIST: 11. OKTÓBER 1975 Ný sundlaug við Grensásdeild BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON tónlistarmaður er fertugur. „Ég veit ekki hvort rétt er að tala um konseptið „að vera frægur“ á Íslandi. Þetta var eftir- sóknarvert þegar ég var unglingur en í dag sé ég enga kosti við það.“ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Pétursdóttir frá Hjalteyri, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. september. Jarðarför verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 12. október kl. 13.00. Pétur J. Eiríksson Erla Sveinsdóttir Sigrún Ástríður Eiríksdóttir Þórólfur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir Brúnalandi 20, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. október kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Sverrir Helgason Óskar Sverrisson Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir Sigríður Ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn Jón Gunnarsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúp- móðir, amma, langamma og langalang- amma, Sigþrúður G. Blöndal (Sissa) lést þriðjudaginn 5. október á heimili sínu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. október kl. 13.00. Ellert Halldórsson Sigríður Blöndal Sverrir Kristinsson Guðrún B. Blöndal Ágúst Friðgeirsson Kristinn V. Blöndal Marlene Chavarria Fritz Ragnhildur Ellertsdóttir Hrafnhildur Ellertsdóttir Alexander Ólafsson Fanney Ellertsdóttir Kristinn Guðjónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, Margrét Sigríður Einarsdóttir Fannborg 7, Kópavogi, andaðist á Líknardeild Landspítalans sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 13. október kl. 13.00. Haukur Ármannsson Þórey Aðalsteinsdóttir Valgarð Ármannsson Guðbjörn Ármannsson Stefanía Ástvaldsdóttir og barnabörn MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ragnhildur Bragadóttir Neshaga 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Neskirkju miðviku- daginn 13. október kl. 11.00. Helga Ingvarsdóttir Baldur Ingvarsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir Elvar, Kolbeinn Sturla, Starkaður Snorri og Styrmir Snær Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús K. Geirsson rafvirki, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. október. Bryndís Magnúsdóttir Geir Magnússon Áslaug S. Svavarsdóttir Unnur Magnúsdóttir Daníel Helgason Guðlaugur Hilmarsson barnabörn og barnabarnabarn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.