Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 4
4 11. október 2010 MÁNUDAGUR
FRÉTTASKÝRING
Breytir synjun slitastjórnar Spari-
sjóðabankans á kröfu Seðlabankans
einhverju um endanlegt tap Seðla-
bankans?
Þó að ríkissjóður og Seðlabankinn
hafi gert yfir 200 milljarða kröfu
í bú Sparisjóðabankans (áður Ice-
bank) var aldrei reiknað með að
sú fjárhæð fengist greidd. Ástæð-
an er einföld; eignir búsins eru
aðeins nokkrir tugir milljarða.
Það er hins vegar venja í málum
sem þessu að menn krefjist þess
sem þeir telja sig eiga.
Slitastjórn Sparisjóðabankans
hafnaði kröfunum. Ekki er þó þar
með sagt að niðurstaðan verði sú
að Seðlabankinn fái ekki neitt.
„Það kemur til álita að hann
[Seðlabankinn] yfirtaki kröfu
okkar á þá [gömlu viðskiptabank-
ana],“ sagði Andri Árnason, for-
maður slitastjórnarinnar, í sam-
tali við Fréttablaðið í september.
Sigli samningaviðræður þar um
í strand verður það dómstóla að
skera úr um.
Krafa Seðlabankans á Spari-
sjóðabankann er vegna lána sem
Sparisjóðabankinn fékk hjá Seðla-
bankanum og lánaði áfram til við-
skiptabankanna þriggja. Að veði
voru skuldabréf, gefin út af bönk-
unum. Við fall þeirra hrundi verð-
mæti bréfanna.
Ósennilegt er að hver einasta
króna sem Seðlabankinn lán-
aði með þessum hætti sé honum
eða ríkissjóði endanlega glötuð.
Þó að ekki takist samningar við
slitastjórnina um yfirtöku krafna
í bú viðskiptabankanna og þó að
Aldrei reiknað með að
200 milljarðar fengjust
Krafa Seðlabankans í bú Sparisjóðabankans er ekki með öllu glötuð þó að slita-
stjórn hafi hafnað henni. Seðlabankinn gæti eignast kröfur Sparisjóðabankans
á bú gömlu bankanna. Ár eru í að endanlegt tap Seðlabankans liggi fyrir.
Fjallað er um „ástarbréfaviðskiptin“ í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Í skýrslutöku var Davíð Oddsson,
fyrrverandi Seðlabankastjóri, spurður hvort ekki hefði
komið til greina að taka önnur og traustari veð fyrir
lánunum til bankanna en óvarin skuldabréf þeirra.
„Davíð svaraði: „Mínar skýringar eru þessar: Það var
auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í
bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi
ástarbréf – eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn
– væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin
froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við
segjum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Spari-
sjóðabankinn – við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist
af því að við teljum að hann mundi fara á hausinn þá færi hann á hausinn,
ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta.“
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
Davíð Oddsson um veðin sem SÍ tók
dómstólar dæmi slitastjórninni í
vil á Seðlabankinn enn veðin. Þó
að virði þeirra hafi hrunið eru
þau ekki með öllu verðlaus.
Endanlegt tap Seðlabankans af
lánveitingum til viðskiptabank-
anna í gegnum smærri banka er
enn óljóst. Talið er að það muni
liggja á bilinu tvö til þrjú hundr-
uð milljarðar. Heimtur úr búum
bankanna ráða mestu um hver
niðurstaðan verður en ár og dagar
eru í að það liggi fyrir.
bjorn@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
17°
14°
12°
17°
19°
11°
11°
25°
17°
25°
21°
31°
10°
17°
24°
8°Á MORGUN
5-10 m/s V-til, annars
hægari.
MIÐVIKUDAGUR
Veður breytist lítið.
9
12
10
5
12
12
10
12
11
11
8
8
6
6
4
2
1
2
1
2
2
4
10
9
10
13
11 10
11
11
9
12
HÆGLÆTIS VEÐUR
víðast hvar á land-
inu í dag og næstu
daga. Þykknar
smám saman upp
vestan til á landinu
á morgun en ann-
ars staðar verður
þurrt að mestu.
Hitinn verður áfram
prýðilegur um allt
land.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
DÓMSMÁL Fyrrverandi aðaleigend-
ur og stjórnendur Glitnis, sem slita-
stjórn bankans hefur stefnt fyrir
dóm í New York, segja málaferlin
ekki eiga heima þar ytra.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að Brynjar Níelsson hæstaréttar-
lögmaður hafi lagt fyrir dómstól-
inn ytra yfirlýsingu um að íslensk-
ir dómstólar ráði vel við málaferli
af þessu tagi. Málaferli sem fjalli
um íslenska hagsmuni eigi að fara
fram á Íslandi. Ein af meginrök-
semdum slitastjórnarinnar fyrir
málarekstrinum í New York lúti að
því að íslenskir dómstólar ráði ekki
við málaferli af
þessu tagi.
„Glitnir held-
ur því fram að
tengsl umræddra
einstaklinga við
New York megi
rekja til skulda-
bréfaútgáfu sem
Glitnir stóð að í
september árið
2007. Þessu til
stuðnings vísar Glitnir til vafa-
samrar yfirlýsingar Alexanders
Guðmundssonar, fyrrverandi fjár-
málastjóra bankans. Slitastjórnin
veitti Alexander friðhelgi í tengsl-
um við ákveðna þætti málsins gegn
því að hann veitti henni aðstoð,“
segir í tilkynningunni.
Þá segir enn fremur að skulda-
bréfaútgáfan hafi hvorki verið
skipulögð né leidd af hinum
stefndu. Hún hafi verið hluti af
reglulegri fjármögnun bankans og
verið skipulögð og stjórnað af Alex-
ander og undirmönnum hans á fjár-
málasviði. „Ef slitastjórn Glitnis
trúir því í raun að umræddir ein-
staklingar hafi valdið Glitni tjóni
þá er Ísland rétti vettvangurinn til
að fá úr því skorið.“ - gar
Fyrrverandi aðaleigendur og stjórnendur Glitnis vilja málaferlin heim frá New York:
Yfirlýsing fjármálastjóra sögð vafasöm
BRYNJAR NÍELSSON
SEÐLABANKINN Talið er
að tap hans verði á bil-
inu tvö til þrjú hundruð
milljarðar króna.
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
íslenska ríkið til að greiða karl-
manni fimm hundruð þúsund krón-
ur í skaðabætur vegna þess að
hann var látinn sæta gæsluvarð-
haldi í um það bil fjóra sólarhringa.
Maðurinn var handtekinn að
kvöldi 29. janúar 2004 vegna rann-
sóknar á tilraun til íkveikju. Í
framhaldi var hann úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 4. febrúar sama
ár. Með bréfi ríkissaksóknara 8.
nóvember 2007 var honum tilkynnt
að málið á hendur honum hefði
verið fellt niður.
Héraðsdómur hafði áður sýknað
íslenska ríkið af kröfum mannsins.
- jss
Hæstiréttur snýr héraðsdómi:
Fær bætur fyrir
varðhaldsvist
VIÐSKIPTI Rúna Magnúsdóttir, eig-
andi Connected-Women.com og
meðstofnandi BRANDit, komst á
lista sem birtur var á heimasíðu
viðskiptatíma-
ritsins Forbes
yfir tuttugu
konur í alþjóða-
viðskiptalífinu
sem Forbes
telur vert að
fylgja eftir á
samfélagsvefn-
um Twitter.
Connected-
Women.com
er alþjóðleg samfélagssíða fyrir
konur og BRANDit er fjögurra
daga alþjóðleg þjálfunarstofa fyrir
athafnakonur sem vakið hefur
athygli víða um heim. BRAND-
it verður næst haldin í Reykjavík
14.-17. október og í Rotterdam í
nóvember. Þá hefur félag kvenna
í atvinnurekstri í Bretlandi óskað
eftir því að setja upp BRANDit í
London á næsta ári. - jma
Forbes velur 20 konur á lista:
Vert að fylgjast
með Rúnu
RÚNA
MAGNÚSDÓTTIR
AKUREYRI Töluverður fjöldi fólks
var saman kominn á Akureyri
um helgina og var eitthvað um
pústra í miðbænum enda „stuð á
mannskapnum“ að sögn lögregl-
unnar á staðnum.
Þrír karlar fengu að dúsa í
fangaklefa aðfaranótt laugar-
dagsins eftir að hafa viðhaft ógn-
andi tilburði á öldurhúsi í bænum
og einn karl til viðbótar fékk að
gista í fangaklefa kvöldið eftir.
Sama morgun var ökumaður
tekinn vegna gruns um ölvunar-
akstur. - jma
Ólæti á Akureyri:
Fjórir teknir
fyrir slagsmál
HRAFNSEYRI Framkvæmdir eru
hafnar við gerð nýrrar heim-
reiðar að Hrafnseyri við Arnar-
fjörð. Heimreiðin er liður í fyrir-
huguðum hátíðarhöldum vegna
200 ára afmælis Jóns Sigurðs-
sonar á næsta ári.
Gagnrýnendur þessarar fram-
kvæmdar hafa bent á að gróður
og ræktað land á staðnum stór-
spillist við gerð nýju heimreiðar-
innar. Aðalkennileitið á staðnum
verði nýi vegurinn. Þá neitaði
bóndinn á Auðkúlu Vegagerðinni
um efnistöku í landi sínu vegna
framkvæmdarinnar. - þeb
Gerð nýrrar heimreiðar hafin:
Framkvæmdir
á Hrafnseyri
HRAFNSEYRI Undirbúningur afmælis-
hátíðar er kominn á fullt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BANDARÍKIN, AP Á næsta ári munu
tvíburarnir Scott og Mark Kelly
væntanlega hittast í geimnum.
Þeir eru báðir geimfarar. Scott
er nú þegar nýkominn út í geim-
inn og mun næstu fimm mánuði,
eða ríflega það, hringsóla í kring-
um jörðina í alþjóðlegu geimstöð-
inni.
Í mars fer Mark í kjölfar bróð-
ur síns og munu þeir hittast í
geimstöðinni ef áætlanir banda-
rísku geimferðastofnunarinnar
NASA standast.
„Þetta var ekki skipulagt,“
segir Mark, „en við vonuðumst
báðir til þess að þetta myndi fara
svona.“ - gb
Óvenjulegur atburður:
Tvíburar hittast
í geimferðalagi
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 08.10.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,6473
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,22 111,76
176,35 177,21
154,32 155,18
20,693 20,815
19,051 19,163
16,577 16,675
1,3490 1,3568
174,25 175,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR