Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 2
2 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR LANDSDÓMUR Ekki verður annað séð en að meðferð Alþingis í landsdóms- málinu sé í samræmi við þingsköp Alþingis, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, í bréfi til verjanda Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta segir jafnframt að landsdóm- ur hafi sjálfur vald til að úrskurða um athugasemdir sem gerðar hafi verið um málsmeðferðina. Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, hafði óskað eftir því að Alþingi kannaði hvort þingmál- ið þar sem ákveðið var að ákæra Geir fyrir dóminum hefði í raun fallið niður. Hann telur svo vera, meðal annars vegna þess að kosn- ing saksóknara í málinu fór ekki fram samhliða kosningu um ákær- ur á Alþingi. Raunar var þing rofið og sett aftur áður en saksóknari var kosinn. - bj Guðmundur, hefur gripið um sig sæðisæði? „Já, þetta fellur í frjóan jarðveg.“ Hlutfall fæddra barna hér eftir tækni- frjóvganir er 3,4 prósent og er það með því hæsta sem gerist í Evrópu. Guðmund- ur Arason er yfirlæknir Art Medica, sem tekur á móti um þúsund konum í frjósemismeðferð. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánu- dag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mán- aða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maður- inn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í málinu, sem situr í gæsluvarðhaldi í Venesúela. Þá er hann einnig talinn tengjast starfsmanni Ríkisskattstjóra sem setið hefur í gæsluvarð- haldi vegna málsins, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í gær og á mánudag var fimm manns, tveimur konum og þrem- ur karlmönnum, sleppt úr gæslu- varðhaldi. Í síðustu viku hafði einum manni einnig verið sleppt. Hópurinn var handtekinn í síð- asta mánuði. Við húsleit fann lögreglan um ellefu kíló af hassi og fimm hundruð þúsund krón- ur í peningum heima hjá tveim þeirra, manni og konu, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sexmenningunum er sleppt nú þar sem þáttur þeirra í málinu er talinn liggja ljós fyrir. Fólkið hefur allt stöðu grunaðra í fjársvikunum. Sterkir þræðir eru taldir liggja til mannsins sem sætir gæsluvarðhaldi í Venesúela og bíður þess að verða framseldur hingað til lands. Hann er talinn hafa tekið við þeim 270 milljón- um króna sem sviknar voru út í formi virðisaukaskatts. Jafn- framt berast böndin að honum hvað varðar eignarhald á fíkni- efnum og fjármunum sem fund- ust við húsleitina. Hann var því eftirlýstur hjá Interpol, sem leiddi til þess að hann var hand- tekinn þar sem hann var á leið til Frankfurt. Maðurinn sem situr enn inni vegna rannsóknar lögreglu var, ásamt þremur mönnum öðrum, dæmdur í Héraðsdómi Aust- urlands fyrir ræktun á sex- tán kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum á Berufjarðar- strönd. Jafnframt voru menn- irnir dæmdir fyrir að hafa sett upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur. Lögreglan stöðvaði athæfið í maí á síðasta ári. Maðurinn sem skal sæta gæslu- varðhaldi fram á föstudag hafði umráð yfir bænum þar sem kannabisverksmiðjan hafði verið sett niður. Taldi dómurinn sannað að hann hefði fjármagnað kanna- bisverksmiðjuna á Austfjörðum á sínum tíma og haft veg og vanda af skipulagningu hennar. jss@frettabladid.is Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri sem dæmdur var í gæsluvarðhald á mánudag vegna umfangsmikils skattsvikamáls var fyrr á árinu dæmdur í fangelsi fyrir kanna- bisræktun. Tvær konur og þrír karlmenn sem voru í gæslu hafa verið látin laus. KANNABISVERKSMIÐJA Í verksmiðjunni sem fjórmenningarnir voru dæmdir fyrir að setja upp hefði verið hægt að rækta 600 plöntur í senn. Myndin er úr annarri samsvarandi verksmiðju. ILLA FARINN STRÆTISVAGN Rúmlega fjörutíu fórust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚKRAÍNA, AP Alls fórust 42 þegar strætisvagni var ekið í veg fyrir járnbrautarlest í Úkraínu í gær. Meðal hinna látnu eru tvö börn. Ellefu manns að auki eru alvar- lega slasaðir. Strætisvagninn er gerónýtur. Svo virðist sem strætisvagna- stjórinn hafi ekki virt hljóðmerki um að lestin væri að koma. Allir hinir látnu og slösuðu voru um borð í strætisvagninum. Viktor Janúkovits forseti lýsti því yfir að þjóðarsorg yrði í dag í Úkraínu. - gb Lestarslys í Úkraínu: Lest ekið þvert á strætisvagn JAFNRÉTTISMÁL Brottflutningur ungra kvenna er helsta einkenni fámennra samfélaga á Íslandi. Skýrist það að hluta vegna bágra starfsmöguleika þeirra og tóm- stundaiðju. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. „Konum er ætlað að sinna fjöl- skyldunni og samfélaginu í dreif- býlum frekar heldur en körlum,“ segir Þóroddur. Samgöngubætur bæti félagslega stöðu kvenna og styrki samfélagið. - sv / sjá síðu 12 Rannsókn um stöðu kvenna: Dreifbýli ýtir undir misrétti Alþingi kaus í gær Sigríði Friðjónsdóttur vararíkissaksóknara til að gegna starfi saksóknara fyrir landsdómi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, var kjörinn saksóknari til vara. Þingmennirnir Atli Gíslason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Höskuldur Þór- hallsson, Margrét Tryggvadóttir og Birgir Ármannsson voru kjörin í þingnefnd Alþingis sem vera á saksóknaranum til aðstoðar og hafa eftirlit með málinu. Saksóknarar í landsdómsmáli kosnir ALÞINGI Ekkert fékkst upp gefið um hvort Ögmundur Jónasson, ráðherra sveitarstjórnar- og sam- göngumála, styður fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess að Ögmundur væri yfirlýstur andstæðingur þess að álver rísi í Helguvík. Hann benti á að álverið væri ein af forsend- unum fyrir því að hagvöxtur yrði jafn hár á næsta ári og gert væri ráð fyrir í for- sendum fjár- laga. Því spurði hann Ögmund hvor t h a n n styddi fjárlaga- frumvarpið. Ögmundur fór tvisvar í pontu til að svara fyr- irspurninni, en gaf þó ekkert upp um það hvort hann styddi fjár- lagafrumvarpið. Hann sagði menn hafa farið fram úr sér í tengslum við framkvæmdir í Helguvík. Ekki væri búið að tryggja næga orku til að knýja álverið. „Að sjálfsögðu vil ég stuðla að hagvexti og það er forsenda sem við gefum okkur í fjárlagafrum- varpinu að stuðla að hagvexti. En við viljum gera það með fyr- irhyggju að sjálfsögðu. Áður en maður reisir álver eða tekur ákvörðun um meiri háttar fjárfest- ingar af þessu tagi þarf að hafa verið búið um alla hnúta. Það hefur ekki verið gert,“ sagði Ögmundur. - bj Ögmundur Jónasson spurður um stuðning við fjárlagafrumvarp stjórnvalda: Svaraði engu um stuðninginn Forseti Alþingis telur meðferð landsdómsmálsins í samræmi við þingsköp: Landsdóms að úrskurða um álitamál ÖGMUNDUR JÓNASSON SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR HELGI MAGNÚS GUNNARSSON EFNAHAGSMÁL Atvinnuleysi í sept- ember mældist 7,1 prósent, og hefur minnkað örlítið frá því í ágúst þegar það mældist 7,3 pró- sent, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Heldur hefur dregið úr atvinnuleysi undanfarna mán- uði, en það er hefðbundin þróun á þessum árstíma. Ætla má að atvinnuleysi standi í stað eða aukist örlítið næstu mánuði, sam- kvæmt spá ASÍ. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum, 11,3 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu mældist atvinnuleysi nú átta prósent. - bj Heldur dregur úr atvinnuleysi: 7% landsmanna nú án atvinnu LÖGREGLUMÁL Íbúar við Glerár- hverfi á Akureyri urðu varir við skothvelli á þriðja tímanum í fyrrinótt. Lögregluþjónar fóru sjálfir á svæðið þar sem þeir heyrðu sjálfir tvo hvelli og köll- uðu til liðsauka frá sérsveit rík- islögreglustjóra. Leitað var án árangurs fram á morgun. Um morguninn var svo tilkynnt um innbrot í nærliggjandi húsi þar sem meðal annars var stolið tveimur haglabyssum og skotfær- um, sem talið er tengjast fyrra atvikinu. Þeir sem geta veitt lög- reglu upplýsingar um þetta mál eru beðnir að hafa samband. - þj Skothvellir á Akureyri: Talið tengjast byssuþjófnaði Helmingurinn vill úr ESB Fjörutíu og sjö prósent Breta myndu greiða atkvæði með tillögu um úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vef Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). Andstaða við aðild er sögð mest hjá eldri kjósendum. BRETLAND UMFERÐ Ekið var á hæðarslá Hnífsdalsmegin við nýju Bol- ungarvíkurgöngin einhvern tíma milli mánudagskvölds og hádegis á þriðjudag. Sláin skemmdist nokkuð en sá sem ók á hana hefur ekki haft fyrir því að tilkynna atvikið til lögreglu eða Vegagerðarinnar, en samkvæmt lögum ber að tilkynna slíkt, að því er segir á vef lögegl- unnar á Vestfjörðum. Göngin voru vígð við hátíðlega athöfn fyrir um hálfum mánuði. - þj Slys við Bolungarvíkurgöng: Ók á slá og stakk svo af SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.