Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 12
12 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Staða kvenna í dreifbýlis- kjörnum landsins er oft á tíðum mun lakari heldur en karla þegar litið er til atvinnumöguleika og tóm- stunda. Samgöngubætur eins og Héðinsfjarðargöng bæta þeirra stöðu. Þórodd- ur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, hefur rannsakað stöðu kvenna í dreifbýli á síðustu árum. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, stýrir verkefninu Sam- göngur og byggðaþróun: Félags- leg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mann- líf á norðanverðum Tröllaskaga. Verkefnið hefur það að markmiði að leggja heildstætt mat á breyt- ingar á samfélagi, menningu og lífsháttum á svæðinu til þess að auka skilning á áhrifum stórfram- kvæmda í vegagerð almennt. Með tilkomu Héðinsfjarðar- ganga tvöfaldast stærð samfélags- ins á norðanverðum Tröllaskaga og tengsl við þéttbýli Akureyrar verða auðveldari. Þóroddur segir líklegt að þetta verði til þess að breyta félagslegri stöðu kvenna og styrkja byggðina til framtíðar. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir því að verkefnið verði eitt af tuttugu til- raunaverkefnum sem nýtt verði til að byggja upp þekkingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð í ráðu- neytum og opinberum stofnunum. Staða dreifbýliskvenna „Rannsóknir hafa sýnt að staða kvenna í strjálbýli er að mörgu leyti lakari en þeirra sem búa í þétt- býli,“ segir Þóroddur. „Atvinnu- möguleikar og launakjör eru oft takmarkaðri og ýmsir þættir í þétt- um, fámennum samfélögum virð- ast í sumum tilvikum vinna gegn jafnrétti kynjanna.“ Brottflutn- ingur ungra kvenna er eitt helsta einkenni fámennra samfélaga á Íslandi og Vesturlöndum almennt og kynjahalli er eitt sterkasta ein- kenni þess að samfélag sé í alvar- legum vanda. „Þegar fram líða stundir fylgja yngri karlar í kjölfarið, börnum fækkar og meðalaldur í plássunum hækkar. Að hluta til skýrist brott- flutningur ungra kvenna af því að starfsmöguleikar þéttbýlisins eru mun meiri en starfsmöguleikar í dreifbýlinu, sem eru oft einhæf- ir og bundnir við láglaunastörf,“ segir Þóroddur. Á Íslandi endur- speglast þetta í því að óútskýrð- ur launamunur kvenna á lands- byggðinni er þrjátíu prósent, en á höfuðborgarsvæðinu er hann tíu prósent. Þóroddur bendir á að atvinnu- markaðurinn í dreifbýlum landsins sé oft á tíðum mjög kynbundinn. „Eftirsóknarverð störf í dreifbýli eru gjarnan hefðbundin, líkamlega erfið, hættuleg og oft vel borguð, eins og til dæmis fiskveiðar,“ segir hann. „Þau kvennastörf sem eru í boði eru hins vegar oft einhæf og illa borguð, eins og fiskvinnsla, afgreiðsla, ræstingar og umönn- un. Að því leytinu til má segja að hefðbundin kynjaskipting á vinnu- markaði dragi þróttinn úr smærri samfélögum og aukið svigrúm kvenna til fjölbreyttari starfa geti dregið úr flótta þeirra úr dreifbýli í þéttbýli.“ Þriðja vaktin Þóroddur bendir einnig á að sam- hjálp og stuðningur í fámennum samfélögum á Íslandi byggist að verulegu leyti á ólaunaðri vinnu kvenna við umönnunarstörf við börn, aldraða og sjúka sem sinnt sé af launuðu fagfólki í þéttbýlinu. „Víða kemur það í hlut kvenna að sjá um samfélagið, sjá um fólkið, starfa í kvenfélaginu. Tómstund- ir á borð við veiði, að rótast til á jeppum eða snjósleðum eða brasa með alls konar tæki eru oft nefnd- ar sem dæmigerð karlahobbý í dreifbýli,“ segir Þóroddur. „En því hefur einnig verið haldið fram að tómstundir kvenna í dreifbýli snúist frekar um þjónustu við samfélagið.“ Félagsfræðingar tala um að þegar karlar og konur séu í fullri vinnu eigi konur gjarnan „seinni vaktina“ eftir þegar vinnu lýkur. Þær komi þá heim, sjái um heim- ilið og börnin. „Það má segja að í dreifbýli sé ein vakt í viðbót – Þriðja vaktin,“ segir Þóroddur. „Að lokinni vinnu og heimilisstörf- um þegar komið er að því að vinna ólaunaða vinnu fyrir nærsam- félagið. Þannig má segja að það sé ekki alveg rétt að konur flytji úr dreifbýli í þéttbýli vegna þess að það séu fleiri þjónustustörf þar. Heldur fá þær greitt fyrir þjón- ustustörf í vinnutímanum og geta síðan átt sinn frítíma sjálfar.“ Undir smásjánni Til viðbótar við einhæft atvinnu- líf og kröfur um ólaunaða vinnu í tómstundum hefur eftirlit samfélagsins með ungum konum verið nefnt sem einn þeirra þátta sem grafi undan búsetu þeirra í dreifbýli. „Í viðtölum við börn og unglinga í dreifbýli kemur skýrt fram að þau telja mikið frelsi fylgja því að alast þar upp. En þegar komið er fram á unglingsárin virðist þetta hins vegar snúast við, sérstaklega hjá stelpunum. Þær kvarta marg- ar undan því að frelsi eða jafnvel bara svigrúm þeirra sé takmark- að. Allir viti allt um alla, kjafta- sögur grasseri og ein mistök geti fylgt fólki alla tíð,“ segir Þórodd- ur. „Flutningur í þéttbýlið geti því verið leið til þess að fá andrými, átta sig á því hver maður sé og hver maður vilji vera.“ Hvað er til ráða? Fólki hefur þó fjölgað í flestum landshlutum á undanförnum ára- tugum og aldrei hafa jafnmargir búið utan suðvesturhorns landsins en einmitt nú um stundir. Þóroddur segir að hins vegar einkenni mikil og ör þéttbýlisvæðing byggðaþró- un á Íslandi og sveitir og þéttbýl- iskjarnar með færri en 300 íbúa eigi mjög undir högg að sækja. Samgöngubætur á borð við jarðgöng, eins og Héðinsfjarðar- göngin, sem tryggi greiðar sam- göngur á stóru svæði, séu meðal annars til þess fallnar að bæta stöðu kvenna og styrkja þannig búsetu í dreifbýli. Hins vegar sé aukið jafnrétti karla og kvenna í sjálfu sér einnig mikilvægur þátt- ur í því að snúa byggðaþróun við og jafnréttisstefna sé að vissu marki forsenda árangursríkrar byggða- stefnu. Konur taka þrjár vaktir í dreifbýlinu GÖNGIN BORUÐ Göngin tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð og telur Þóroddur að þau muni bæta stöðu samfélagsins til framtíðar. ÓLAFSFJÖRÐUR Íbúafjöldi í Ólafsfirði var 852 um áramótin, 439 karlar og 413 konur. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN ÞÓRODDUR BJARNASON Þóroddur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og hefur rannsakað stöðu kvenna í dreifbýlum landsins. FRÉTTASKÝRING: Er staða kvenna í strjálbýli verri en í þéttbýli? Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is 960.000.000 100.000.000 +860.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 960 MILLJÓNIR Fyrsti vinningur stefnir í 100 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 860 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 13. OKTÓBER 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42Fí t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.