Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 4
4 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður á hlutdeild í flestum framhalds- uppboðum heimila, og hefur gert kröfu í ríflega 39 prósent af þeim eignum sem auglýstar hafa verið á framhaldsuppboði það sem af er ári, samkvæmt samantekt miðlunarfyrirtækisins Creditinfo. Hlutfallið hefur hækkað verulega frá síðasta ári. Á árinu 2009 átti Íbúðalánasjóður kröfu í tæplega 28 prósent þeirra eigna sem auglýstar voru á framhaldsuppboði. Aukningin er einnig umtalsverð hjá öðrum kröfuhöfum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Rétt er að benda á að tryggingarfélög gera yfirleitt kröfu vegna bruna- bótatryggingar og opinberir aðilar vegna fasteignagjalda, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Framhaldsuppboð er síðasta uppboðið í nauðungaruppboðs- ferlinu, og endar með því að eign- in sem boðin er upp er seld hæst- bjóðanda. Upplýsingar Creditinfo byggja á auglýsingum um uppboð, en í sumum tilvikum tekst að semja um skuldirnar áður en uppboðið fer fram. - bj FRAKKLAND, AP Á meira en 200 stöðum í Frakklandi, í öllum helstu borgum og bæjum lands- ins, flykktist fólk út á götur og torg í gær til að mótmæla aðhalds- aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Mótmælin beindust aðallega gegn hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár og reyndu mótmælend- ur að lama allt mannlíf í land- inu eftir bestu getu. Víða lögðust lestar- og flugsamgöngur niður, skólastarf lá víða niðri og pósthús voru lokuð. Starfsmenn olíuhreinsistöðva lögðu niður vinnu, sem vakti ótta um að skortur yrði á eldsneyti innan skamms. Þá þurftu nokkur hundruð ferðamenn frá að hverfa er þeir hugðust fara upp í Eiffel- turninn. Hann verður þó væntan- lega opnaður á ný á morgun. Öldungadeild franska þjóð- þingsins hefur samþykkt að hækka lágmarks eftirlaunaald- ur úr 60 árum í 62, en til þess að fá óskertan lífeyri þarf fólk að bíða til 67 ára aldurs samkvæmt nýju reglunum í stað 65 ára ald- urs áður. Nicolas Sarkozy forseti og hægrimenn á þingi segjast ekki eiga annarra kosta völ en skera mjög niður í ríkisrekstrinum vegna þess hve fjárlagahalli er mikill og hagvöxturinn tregur. Hækkun eftirlaunaaldurs er aðeins hluti þeirra aðhaldsað- gerða sem gripið verður til, en þingið er enn að ræða útfærslu þeirra.Sarkozy bendir á að jafnvel eftir breytingarnar verði Frakk- land enn með lægri eftirlaunaald- ur en víðast hvar þekkist. Óánægjan í samfélaginu er engu að síður mikil. „Ég held að stjórnin verði að hlusta á boðskap fólksins á götun- um og starfsfólks allra fyrirtækja landsins,“ segir Didier Musato, 53 ára málmverkamaður. Margir þeirra sem engu að síður þurftu að komast til vinnu í gær, þegar almenningssamgöng- ur lágu að mestu niðri, gripu til þess ráðs að fara á hjóli, línu- skautum eða jafnvel hjólabrett- um. Einn þeirra, Fuad Fazlic, 38 ára klæðskeri í París, sagðist hafa fullan skilning á mótmælaaðgerð- unum. Hann hefði hins vegar lært sína lexíu strax árið 1995, þegar almenningssamgöngur í borginni féllu niður vegna verkfalls. „Ég hef hjólað til vinnu allar götur síðan þá,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Aðhaldsaðgerðir í Evrópu Aðildarríki ESB Frakkland: Verkalýðsfélög efna til átt- unda verkfallsins síðan í mars og mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár. Hlutfall ríkisskulda af VÞF: 86,2% Skv. reglum ESB mega ríkisskuldir mest vera 60% af VÞF Írland: Stjórnin hyggst verja allt að 50 milljörðum punda til að bjarga bönkunum. Ríkisskuldir/VÞF: 57,7% Bretland: George Osborne fjármála- ráðherra mun 20. október kynna áform um að draga úr ríkisútgjöldum um 83 milljarða punda. Ríkisskuldir/VÞF: 53,2% Portúgal: Tvö stærstu verkalýðsfélögin efna til verkfalls 24. nóvember. Stjórnin hefur samþykkt 5% niðurskurð launagreiðslna og hækkun virðisaukaskatts um tvö prósent í 23%. Ríkisskuldir/VÞF: 76,9% Spánn: Í september var allsherjarverkfall á Spáni í fyrsta sinn frá 2002. Atvinnuleysi er komið í 20%. Ríkisskuldir/VÞF: 53,2% Þýskaland: Ríkisstjórn Angelu Merkel hyggst bæta stöðu ríkissjóðs um 80 milljarða evra með niðurskurði og skattahækkunum. Ríkisskuldir/VÞF: 72,1% Ítalía: Allsherjarverkfall boðað 16. októ- ber til að mótmæla niðurskurði ríkisútgjalda um 25 milljarða evra. Ríkisskuldir/VÞF: 115,2% Grikkland: Hlýtur 110 milljarða evra frá AGS og ESB, og þarf að draga mjög úr ríkisútgjöldum til að lækka skuldirnar, sem eru þær mestu á evrusvæðinu. Ríkisskuldir/VÞF: 127% 1 2 3 4 5 6 7 8 1 2 3 4 5 6 7 8 Heimild: Eurostat © GRAPHIC NEWS Landið logaði í mótmælum Milljónir Frakka héldu í gær út á götur og torg víðs vegar um landið til að mótmæla hækkun eftirlauna- aldurs. Þjóðlífið lamaðist á meðan. Öldungadeild þjóðþingsins hefur samþykkt hækkun eftirlaunaaldurs. MÓTMÆLI Í MARSEILLE Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum um allt Frakkland í gær. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Héraðsdómur Reykjavík- ur féllst í gær á beiðni bráðabirgða- stjórnar fjármögnunarfyrirtækis- ins Avant um nauðasamninga. Magnús Gunnarsson, forstjóri Avant, sagði í samtali við Vísi í gær fyrirtækið starfa með óbreyttum hætti. Í tillögu að nauðasamningum felst að Nýi Landsbankinn taki félagið yfir og að helstu lánar- drottnar fái 5,6 prósent upp í kröfur sínar. Gert er ráð fyrir að nauðasamn- ingaferlið taki þrjá mánuði, að því er fram kemur í tilkynningu. - jab Avant leitar nauðasamninga: Bankinn taki félagið yfir DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir rán, þjófnað og fleiri brot. Manninum er gefið að sök að hafa í júlí í fyrra farið inn í hús í Reykjavík, barið þar konu og hótað henni lífláti til þess að ná af henni verðmætum. Hann hafði skart- gripi á brott með sér. Þá er maðurinn ákærður fyrir þjófnað. Hann braust í félagi við fleiri inn í íbúð í Reykjavík. Þaðan var stolið tveimur MacBook far- tölvum, sjónvarpsflakkara, Dell- tölvu og skartgripaskríni, samtals að verðmæti rúmlega 700 þúsund krónur. Á öðrum stað tók hann þátt í að stela þremur reiðhjólum, auk þess sem hann braut umferðarlög. - jss Ákærður fyrir rán og þjófnað: Barði konu og rændi skarti Eyþór fiskistofustjóri Sjávarútvegsráðherra hefur skipað Eyþór Björnsson, forstöðumann fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, fiskistofustjóra til fimm ára. STJÓRNSÝSLA Íbúðalánasjóður á mun oftar kröfu í heimili sem seld eru á nauðungaruppboði í ár en á síðasta ári: Gerir kröfur í 39 prósentum uppboða VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 19° 13° 13° 15° 18° 12° 12° 24° 14° 25° 18° 30° 10° 15° 24° 9° Á MORGUN 5-10 m/s, hvassast V-til. FÖSTUDAGUR 8-13 m/s SV-til, annars hægari. 9 9 10 10 10 9 11 11 12 8 6 6 6 7 5 5 6 3 5 3 7 3 8 8 9 7 10 11 7 8 8 9 VÆTUSAMT VESTAN TIL Það verður heldur blautt um vestan- vert landið næstu daga og dálítið hvasst, nokkuð dæmigert haust- veður en hitinn verður hins vegar áfram með ágæt- um. Austan til verður veður að mestu þurrt og vindur hægur. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður * Aðeins er um að ræða svokölluð lokauppboð, þar sem fasteign er seld hæst- bjóðanda. Heimild: Creditinfo Íb úð alá na sjó ðu r Kröfuhafar í auglýstum nauðungaruppboðum* 40 30 20 10 % Ar io n Ísl an ds ba nk i La nd sb an ki Sp ar isj óð ir Ga m lir ba nk ar Líf ey ris sjó ði r Tr yg gin ga rfé lö g Sv ei ta rfé lö g O pi nb er ir að ila r 2009 2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 12.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,76 112,3 177,16 178,02 154,37 155,23 20,698 20,82 18,955 19,067 16,7 16,798 1,3621 1,3701 174,92 175,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Framboðum til stjórnlagaþings skal skilað til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12 á hádegi næstkomandi mánudag, 18. október. Nánari upplýsingar á kosning.is og landskjor.is. Kosið verður 27. nóvember. Stjórnlagaþing kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.