Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 34
 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is Laugardalsv., áhorf.: 9.766 Ísland Portúgal TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 3–15 (2–8) Varin skot Gunnleifur 4 – Eduardo 1 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 15–20 Rangstöður 3–4 0-1 Cristiano Ronaldo (3.) 1-1 Heiðar Helguson (17.) 1-2 Raul Meireles (27.) 1-3 Helder Postiga (72.) 1-3 Thomas Einwaller (6) GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Val. Hann kemur til félagsins frá Haukum en hann var einn öflugasti leikmaður þeirra síðasta sumar. Guðjón er fyrsti leikmaðurinn sem Kristján Guðmundsson fær til félagsins. Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Portúgal Gunnleifur Gunnleifsson 5 Varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega einu sinni í seinni hálfleik skömmu áður en hann fékk á sig þriðja markið. Gunnleifur verður þó líklega dæmdur af þessu þriðja marki sem hann gaf Portúgal í seinni hálfleik. Indriði Sigurðsson 6 Skynsamur í öllum sínum leik og lenti sjaldnast í vandræðum með væng- manninn hægra megin. Kristján Örn Sigurðsson 7 Vann flestar ef ekki allar tæklingar á lofti og legi og fór fyrir íslensku vörninni. Ragnar Sigurðsson 6 Stóð sig ágætlega, gerði fá mistök og hélt Hugo Almeida nánast niðri þann tíma sem portúgalski sóknarmaðurinn var inn á. Grétar Rafn Steinsson 5 Stóð sig ágætlega varnarlega en var mjög mistækur í sendingum og skilaði litlu fram á völlinn. Ólafur Ingi Skúlason 6 Fastur fyrir og gaf ekkert eftir í tæklingum. Var ekki að reyna of mikið og skilaði sínu vel. Helgi Valur Daníelsson 5 Hélt vel svæðinu á miðjunni en var ekki áberandi og lítið í boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen 5 Duglegri en oft áður og leysti nokkrum sinnum skemmtilega úr hlutunum. Hann náði samt lítið að ógna á síðasta þriðjungnum. Birkir Már Sævarsson 6 Gaf tóninn í byrjun og pressaði varnarmenn Portúgals vel allan leikinn. Hann hefði mátt gera meira á síðasta þriðjungnum. Theodór Elmar Bjarnason 5 Var grimmur í byrjun og lét finna fyrir sér. Hann vann vel varnarlega en ógnaði ekki nógu mikið fram á við. Heiðar Helguson 7 Átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hann fór illa með Pepe en gekk ekki eins vel með Ricardo Carvalho í seinni hálfleiknum. Varamenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir Theodór Elmar á 68. mínútu. 5 Veigar Páll Gunnarsson fyrir Birki Má á 85. mínútu - Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrir Indriða á 85. mínútu - Undankeppni EM 2012: A-RIÐILL: Aserbaídsjan-Tyrkland 1-0 Kasakstan-Þýskaland 0-3 0-1 Miroslav Klose (48.), 0-2 Mario Gomez (76.), 0-3 Lukas Podolski (85.). Belgía-Austurríki 4-4 B-RIÐILL: Armenía-Andorra 4-0 Makedónía-Rússland 0-1 Slóvakía-Írland 1-1 C-RIÐILL: Færeyjar-Norður-Írland 1-1 Eistland-Slóvenía 0-1 Ítalía-Serbía frestað D-RIÐILL: Hvíta-Rússland-Albanía 2-0 Frakkland-Lúxemborg 2-0 1-0 Karim Benzema (23.), 2-0 Yoann Gourcuff (76.). E-RIÐILL: Finnland-Ungverjaland 1-2 Holland-Svíþjóð 4-1 1-0 Klaas-Jan Huntelaar (4.), 2-0 Ibrahim Afellay (37.), 3-0 Klaas-Jan Huntelaar (55.), 4-0 Ibrahim Afellay (58.), 4-1 Andreas Granquist (69.). San Marínó-Moldavía 0-2 F-RIÐILL: Lettland-Georgía 1-1 Grikkland-Ísrael 2-1 G-RIÐILL: Sviss-Wales 4-1 England-Svartfjallaland 0-0 H-RIÐILL: Ísland-Portúgal 1-3 Danmörk-Kýpur 2-0 1-0 Morten Koubo (48.), 2-0 Kasper Lorentzen (81.). I-RIÐILL: Liechtenstein-Tékkland 0-2 Skotland-Spánn 2-3 0-1 David Villa (44.), 0-2 Andrés Iniesta (55.), 1-2 Steven Naismith (58.), 2-2 Gerard Pique, sjm (66.), 2-3 Fernando Llorente (80.) ÚRSLIT FÓTBOLTI „Auðvitað er ég spældur að vera með núll stig eftir þessa þrjá leiki og ekki sú staða sem ég óskaði mér,“ sagði Ólafur Jóhann- esson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-3 tap gegn Portúgal. Hann var nokkuð ánægður með frammi- stöðu sinna manna þó að lukkuna hafi vantað að þessu sinni. „Við fáum mjög snemma á okkur mark og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leikinn að gefa ekki aukaspyrnur á þessum stöðum. Það eru 70 prósenta líkur á að Ron- aldo skori úr aukaspyrnu af þessu færi. Ég er ánægður með það að við skyldum koma til baka og jafna leikinn. Það var lítið hægt að gera við öðru marki Portúgala,“ segir Ólafur sem hefði viljað sjá meiri ákefð hjá sínum mönnum í síðari hálfleik. „Það er alltaf von þegar stað- an var 1-2 fyrir Portúgala en mér fannst ekki sami krafturinn í lið- inu. Portúgalar eru með bestu þjóðum í heimi þegar þeir eru með boltann en ekki jafn góðir þegar sótt er að þeim.“ Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu í gær eftir fjarveru og var Ólafur ánægður með hans frammi- stöðu eins og allra leikmanna liðs- ins. „Mér fannst allir þeir leik- menn sem tóku þátt í leiknum standa sig vel og hann þar á meðal. Þeir lögðu sig fram og börðust af krafti.“ Gunnleifur Gunnleifsson átti fínan leik eins og venjulega en gerði slæm mistök í þriðja marki Portúgala. „Ég tek þriðja markið alfarið á mig og þetta var einbeitingarleysi hjá mér,“ sagði Gunnleifur. Hann gat lítið gert við fyrstu tveimur mörkum Portúgala en gerði fáséð mistök í þriðja mark- inu. Hans fyrstu stóru mistök síðan hann byrjaði að standa á milli stanganna hjá íslenska liðinu en hann hefur oftar en ekki bjargað Íslandi með frábærri markvörslu í gegnum tíðina. „Portúgalar komu okkur ekk- ert á óvart, mér fannst við verjast nokkuð vel og börðumst af krafti. Við hefðum eflaust getað tekið betur á þeim og reynt að koma í veg fyrir að þeir fengju þessar hættulegu aukaspyrnur. Það þýðir hins vegar lítið annað en að horfa fram á veginn,“ sagði Gunnleif- ur sem varði tvívegis mjög vel í marki Íslands í gær. - jjk Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Portúgal í gær: Auðvitað spældur að hafa engin stig HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA? Ólafur og Pétur Pétursson reyna að finna leiðir úr vandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íslenska landsliðið situr áfram eitt á botni H-riðilsins eftir tap á móti einu besta liði heims í gær. Íslenska liðið sýndi styrk með því að vinna sig inn í leikinn eftir að hafa fengið á sig mark í upphafi leiks en þegar upp var staðið var sigur Portúgala sannfærandi og þeir þurftu enga stjörnuframmi- stöðu í Laugardalnum til þess að tryggja sér öruggan 3-1 sigur. Íslenska liðið barðist vel í leikn- um og leikskipulagið gekk vel upp varnarlega því Portúgalar óðu ekkert í færum í leiknum. Íslenska liðið treysti hins vegar algjörlega á föstu leikatriðin til að skapa eitt- hvað í sókninni og það efast fáir um það að þar hefðu strákarnir úr 21 árs liðinu hjálpað liðinu mest. Portúgalar fengu sannkallaða draumabyrjun í leiknum. Eftir þrjár mínútur gaf Theodór Elmar Bjarnason ódýra aukaspyrnu á 30 metra færi og allir á vellin- um vissu hvað myndi gerast næst. Cristiano Ronaldo steig fram og skoraði á klassískan Ronaldo-hátt með hnitmiðuðu þrumuskoti, rétt yfir vegginn og í bláhornið. Leik- urinn var varla byrjaður og Ísland var komið undir. Íslenska liðið var í áhorfenda- hlutverkinu á upphafsmínútun- um og einhverjir voru örugg- lega farnir að óttast afhroð eftir þessa slæmu byrjun. Strákunum tókst hins vegar að rífa sig upp eftir þetta áfall og vinna sig inn í leikinn á ný. Heiðar Helguson lét finna fyrir sér og þá sérstaklega í fyrri hálf- leik þegar hann fór oft illa með Pepe, miðvörð Real Madrid. Heið- ar vann öll skallaeinvígi og eitt þeirra skilaði marki. Heiðar jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Indriða Sigurðssyni. Portúgalar reyndu að bjarga á marklínu en annar aðstoð- ardómarinn taldi að boltinn hefði farið yfir línuna. Portúgalar voru farnir að pirra sig yfir stöðunni og lítið að gerast í leik liðsins þegar boltinn barst til Raul Meireles fyrir utan teig á 27. mínútu. Liverpool-maðurinn lét vaða og smellhitti boltann upp í bláhornið. Fyrri hálfleikurinn tók greini- lega mikið á og seinni hálfleikur- inn varð íslensku strákunum erfið- ur. Portúgalar héldu sáttir sínu og íslenska liðið skapaði nánast ekk- ert fram á völlinn. Íslenska liðið átti þó alltaf von um jöfnunarmark í stöðunni 2-1 en sú von dó endanlega á 72. mín- útu þegar Gunnleifur Gunnleifs- son gerði slæm mistök í markinu. Skömmu áður hafði hann varið frábærlega frá Helder Postiga en þarna missti hann frá sér fyrirgjöf Cristiano Ronaldo og umræddur Helder Postiga var á réttum stað og ýtti boltanum yfir marklínuna. Ólafur Jóhannesson hafði bætt í sóknina stuttu áður en Portú- galar skoruðu þriðja markið en eftir markið var engin orka eftir í íslenska liðinu til að vinna sig aftur inn í leikinn og Portúgalar sigldu skútunni í höfn. Portúgalska landsliðið byrjar því vel undir stjórn nýs þjálfara, Paulo Bento. Liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina 3-1 og er í ágætum málum í riðlinum. Íslenska liðið er hins vegar stigalaust á botninum og byrjun- in á þessari undankeppni hefur vissulega ollið öllum knattspyrnu- unnendum hér á landi miklum vonbrigðum. ooj@frettabladid.is Portúgalar kláruðu skylduverkefnið Íslenska landsliðið er enn stigalaust eftir þrjá fyrstu leiki sína í undankeppni EM eftir 1-3 tap á móti stjörnuprýddu portúgölsku liði á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Portúgalar skoruðu tvö frábær mörk í fyrri hálfleik og fengu síðan eitt gefins í þeim seinni sem endanlega gerði út um vonir Íslands um stig. BESTUR HJÁ ÍSLANDI Heiðar fagnar marki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVEKKELSI Gunnleifur Gunnleifsson var ekki ánægður með sig í þriðja markinu er hann gerði mistök. Í baksýn fagna Ronaldo og Postiga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.