Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 14
14 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Nú er mikið fjallað um komandi stjórn-lagaþing og væntanlega yfirferð á stjórnarskrá Íslands. Í því ljósi hefur mér verið hugsað til orðsins borgari sem á ensku er orðið „citizen“. Lagt er mikið upp úr því að vera borgari í lýðræðisríkjum í hinum vestræna heimi. Fjallað er um rétt- indi borgaranna gagnvart stjórnvöldum og réttindin varin í stjórnarskrá viðkomandi landa. Við þekkjum ákallið í amerískum bíómyndum að einhver segist vera „US cit- izen“ eða bandarískur borgari og eigi þar af leiðandi sjálfkrafa rétt á ýmsum rétt- indum og úrræðum í þeim aðstæðum sem viðkomandi er staddur í. Allir virðast upp- lýstir um að þeir eigi einhver réttindi gagn- vart afskiptum stjórnvalda af þeirra lífi. Engar spurningar eða þras, viðkomandi hefur réttindi hvort sem það er gagnvart löggæslumönnum, lánardrottnum eða full- trúum stjórnvalda. Enginn á að geta gengið á grunnrétt borgaranna við það eitt að eiga viðskipti sín á milli, sé það gert á sann- gjarnan hátt og tekið sé tillit til aðstöðum- unar hverju sinni. Nú hefur átt sér stað forsendubrestur á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Allir finna fyrir því á einhvern hátt. Vöruverð hefur rokið upp, eignir hafa hrapað í verði, lán hafa stökkbreyst, skattar hækkað og opin- ber gjöld verið hækkuð. Það er staðfest að kaupmáttur hefur rýrnað að meðaltali um 15% á einu ári. Það er vegið að grunnrétti þínum sem borgara, t.d. með því að sumir fá að halda sínum kröfum til fullnustu á meðan aðrir þurfa að sjá á eftir eigum sínum. Þetta er ekki sanngjarnt ástand þar sem forsendubrestur hefur átt sér stað. En svo rann upp fyrir mér ljós. Að vera borg- ari á Íslandi þýðir að vera sá sem borgar. Þú, kæri lesandi, ert borgari og skalt borga. Borgaraleg réttindi (rétturinn til að fá borgað) liggja öll hjá fjármagnseigend- um. Við þurfum kannski ekki stjórnlaga- þing eftir allt saman, heldur betri skilning hjá stjórnvöldum á orðinu borgari. Að vera borgari Efnahagur Íslands Guðlaugur G. Sverrisson borgari og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Lagt er mikið upp úr því að vera borgari í lýðræðis- ríkjum í hinum vestræna heimi. Hamingjuóskir forsetans Íslenska landsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum um og yfir tvítugu, er komið á stórmót eftir tvo frækilega sigra á frændum okkar í Skotlandi. Það er glæsilegur árangur, sem sann- aðist best á því að forseti lýðveldisins hljóp til og sendi liðinu hamingjuóskir að bragði. Enn láta árnaðaróskir til nýs friðarverðlaunahafa Nóbels þó á sér standa. Sá heitir Liu Xiaobo og situr sem kunnugt er í kínversku tukthúsi fyrir pólitísk skrif. Forsetinn hefur látið nægja, í bréfi til íslenskra fjölmiðla, að ítreka gamlar yfirlýsingar um að mann- réttindi skuli virt í hvívetna. Tíminn er eins og jarðvarminn En þótt Xiaobo sé þegn ríkis sem Ólafur þekkir eins og handarbakið á sér gæti skáldið vissulega gert meira til að vekja athygli forsetans. Hann á að vísu óhægt um vik með að vinna sér sæti í íslensku íþróttalandsliði, en hann hefur hins vegar, að því er best er vitað, ekki heldur skrifað eitt einasta ljóð um ágæti endurnýjan- legra orkugjafa. Rétti maðurinn í djobbið Jón Bjarnason verður seint sakaður um að hygla pólitískum samherjum sínum. Jón hefur ráðið tvo menn til starfa í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið svo eftir hafi verið tekið: Guðjón Arnar Kristjánsson og Bjarna Harðarson. Athygli vekur að báðir eru fyrrverandi þingmenn annarra flokka en ráðherrans. Ráðning Bjarna í starf upplýsingafulltrúa var tilkynnt í gær. Varla hefur það skaðað að hann er nýorðinn varabæjarfulltrúi Vinstri grænna í Árborg. Bjarni var valinn úr stórum hópi umsækjenda og engin ástæða er til að efast um hæfni bóksalans í starfið. Hann hefur sýnt að hann er fullfær um að senda fjölmiðlum tölvupóst. stigur@frettabladid.Í slenska þjóðin hefur eignast nýtt uppáhald. Ungmennalands- liðið okkar í karlaknattspyrnu hefur skipað sér á bekk með kvennalandsliðinu. Það leikur, ásamt sjö öðrum liðum, í loka- keppni Evrópumótsins í Danmörku á næsta ári. Meðal þátttakenda verða heimamenn, Englendingar, Spán- verjar og Tékkar en margar merkar knattspyrnuþjóðir sitja eftir heima. Hvorki Svíar né Norðmenn komast áfram. Þjóðverjar verða ekki með. Heldur ekki Portúgalar, Hollendingar, Ítalir, Rússar eða Frakkar. En Ísland er með. Litla, fámenna Ísland. „Þetta var bara fáránlegt. Ég vissi að hann færi beint upp í Sam- úel – ég hitti hann svo vel,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Frétta- blaðið um síðara mark sitt í leikn- um gegn Skotum í fyrrakvöld. Samúel þýðir samskeytin. Markið var sannkallaður þrumufleygur, alveg eins og fyrra mark Gylfa í leiknum og alveg eins og mörkin tvö í fyrri leiknum gegn Skotum á Laugardalsvellinum. Íslenska landslið- ið er allt í einu orðið þekkt fyrir þrumufleyga. En ekki bara þá. Það er léttleikandi, leikmenn þess geta sólað sig í gegnum varnir andstæðinganna eða leikið þær grátt með samspili. Allt er þetta nýtt fyrir okkur sem fylgjumst með. Ný kynslóð knattspyrnumanna leikur allt öðru vísi fótbolta en þær eldri. Í fyrsta sinn í íslenskri knattspyrnusögu er leikið í samræmi við máltækið góða; sókn er besta vörnin. Í fyrsta sinn er líka gengið til leiks með sigurþrá í brjósti. Aldrei áður höfum við heyrt leikmenn segja fyrir leik að þeir ætli að vinna hann og séð á þeim að þeir meina það. Oftast hefur viðkvæðið verið að vera með. Íslenska A-landslið- ið hefur viljað mæta stórþjóðum í forkeppnum stórmóta til að fá tækifæri til að leika gegn bestu fótboltamönnum heims. Forysta knattspyrnusambandsins hefur vonast eftir því sama til að fá sem flesta á völlinn til að berja útlendu snillingana augum. Ljóst er að þetta hugarfar heyrir sögunni til þegar leikmenn ung- mennaliðsins fylla hvert sæti A-liðsins. Nýir tímar eru að renna upp. Þessir miklu hæfileikar ungu fótboltamannanna okkar fengust ekki með lýsinu einu saman. Að baki býr þrotlaus þjálfun frá unga aldri sem var möguleg vegna fótboltahúsanna. Gervigraskynslóð- in er vaxin úr grasi. Ekkert bendir til annars en að þetta sé það sem koma skal. Þessar gjörbreyttu aðstæður til æfinga gera það að verkum að full innistæða er fyrir kröfum um árangur, líkt og gerðar hafa verið til íslenskra handboltalandsliða. Ef að líkum lætur mun ríkja fótboltaæði á Íslandi þegar loka- keppnin fer fram næsta sumar. Gylfi, Rúrik, Kolbeinn, Almar, Jóhann og allir hinir strákarnir verða fjölskylduvinir á hverju heim- ili og þjóðin mun senda þeim hlýja strauma yfir hafið. Sama verður uppi á teningnum þegar handboltalandsliðið leikur á heimsmeistara- mótinu í janúar. Þjóðin sameinast í stuðningnum. Slíkar stundir eru mikilvægar. Við gerumst sérfræðingar í leikkerfum og hættum á meðan að velta okkur upp úr stjórnmálunum og ástandinu. Og tölum um samskeyti sem Samúel, eins og ekkert sé eðlilegra. Íslenska karlaknattspyrnulandsliðið undir 21 árs aldri er komið á stórmót í fyrsta sinn. Samúel SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Stundaskrá 14.10 kl. 13:00 - 16:00 Starfsþróunarsamtöl 20.10 kl. 13:00 - 16:00 Hæfnistjórnun og stjórnun með hugbúnaði 28.10 kl. 13:00 - 17:00 Verkefnastjórnun skv. ISO 9001 og PRINCE2 03.11 kl. 13:00 - 16:00 Gerð og skipulag handbóka 11.11 kl. 13:00 - 17:00 Gerð verklagsreglna I 16.11 kl. 13:00 - 17:00 Skjalastjórnun skv. ISO 15489 GÆÐASTJÓRNUNARSKÓLINN Skólinn býður upp á námskeið í gæða-, skjala-, verkefna- og mannauðsstjórnun. Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð, auka skilvirkni í stjórnun og byggja á þverfaglegri aðferðafræði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.