Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 38
30 13. október 2010 MIÐVIKUDAGURMORGUNMATURINN „Sennilega er viss skynsemi fólg- in í því að tappa af mér áður en það fennir mikið yfir fortíðina,“ segir Jakob Frímann Magnús- son, tónlistarmaður og miðborg- arstjóri, aðspurður en frést hefur að rithöfundurinn Þórunn E. Valdi- marsdóttir hafi undanfarið rakið garnirnar úr Jakobi og fest á blað minningar hans frá litríkri ævi. Jakob tekur þó skýrt fram að fund- ir hans með Þórunni fari fram án skuldbindinga um útgáfu. „Hvort og hvenær þessar minn- ingar verða gefnar út er algjör- lega látið liggja milli hluta, en Þórunn er hörkufínn rithöfund- ur sem hefur skrifað margar af bestu ævisögum Íslendinga,“ segir hann. „Óskum hennar um samtöl var því erfitt að svara öðruvísi en játandi.“ Ljóst er að eftirspurn eftir sögum Jakobs úr barnæsku, tón- listarbransanum, stjórnmálum og fleiru er fyrir hendi, til dæmis meðal poppfræðinga eins og Dr. Gunna, sem nýverið lét í ljós ein- dreginn áhuga á að lesa slíka bók. „Mér hefur ætíð fundist það harðfullorðinna að senda frá sér æviminningar, en ég upplifi mig sem ungan mann sem er í raun nýbyrjaður. Mögulega helst það í hendur við það að ég á þriggja ára gamalt barn og mér yngri konu, en kannski heldur tónlistin mönnum síkeikum,“ segir Jakob og viður- kennir að efniviðurinn sé að líkind- um nægur í góða bók. „Mér líður stundum eins og ég hafi lifað mörg líf í nokkrum löndum. Þetta hefur oft verið skrautlegt og yfirleitt skemmtilegt.“ - kg Tappað af Jakobi Frímanni LITRÍK ÆVI Jakob Frímann segist verða að vera sannfærður um að tímabært sé að senda frá sér ævisögu áður en til útgáfu komi. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar maður sendir frá sér ævi- minningar.“ „Það er æðislegt að búa á Íslandi – aðeins stærra en Færeyjar og aðeins meira að gerast,“ segir Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach and Foes. Pætur er einnig söngvari fær- eysku hljómsveitarinnar Boys in a Band, sem er í pásu þessa dag- ana. Hann kemur í fyrsta skipti fram með nýju hljómsveitinni sinni á Iceland Airwaves, en hann flutti til landsins í fyrra þegar hann byrjaði með hinni íslensku Ósk Gunnarsdóttur. „Ég flutti hingað í september í fyrra þegar allir kláru Íslendingarnir fluttu af landi brott, þá kom heimski Færeyingurinn til Íslands,“ segir Pætur og hlær. Ósk hefur einnig verið viðloð- andi tónlistarbransann. Hún vinn- ur fyrir Iceland Airwaves í ár og starfaði við kynningarmál fyrir ýmsar tónleikahátíðir í Bretlandi í sumar. „Það er gott að vera með svona kærustu þegar maður er í hljómsveit,“ grínast Pætur. „Hún getur séð um vinnuna fyrir mig.“ Pætur starfar á dagvistarheim- ili, eins og svo margir íslensk- ir tónlistarmenn. Hann starfaði á leikskóla í Færeyjum áður en Boys in a Band vann alþjóðlegu hljómsveitina Global Battle of the Bands, en í kjölfarið tóku við tíma- frek tónleikaferðalög. „Krakkarn- ir eru svolítið fyndnir,“ segir hann. „Ég byrjaði strax að prófa að tala íslensku og hélt að ég væri mjög góður í því. Svo einn daginn segir eitt barnanna við mig: „Pætur, þú talar svolítið hommalega.“ Ég kom sem sagt til Íslands og tala greini- lega hommaíslensku. Ég er búinn að búa í Færeyjum allt mitt líf og búinn að byggja upp macho-orð- spor – allir í Færeyjum vita að ég er macho. Svo kem ég til Íslands og er hommi! Þetta var fyndið.“ Pætur og félagar í Zach and Foes koma þrisvar sinnum fram á næstu dögum: í Sjoppunni á morg- un, á Amsterdam á föstudagskvöld og loks í Norræna húsinu á laug- ardag. „Þetta verður fyrsta giggið okkar og það er svolítið langt síðan ég spilaði síðast,“ segir Pætur og viðurkennir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að stíga á svið. „Hljómsveitin er kannski meira íslensk en færeysk. Þetta eru ég og þrír Íslendingar. Þetta er rokk og ról en aðeins út í þjóðlagatón- list. Ég er búinn að hlusta á Johnny Cash og Elvis allt mitt líf.“ atlifannar@frettabladid.is PÆTUR ZACHARIASSON: KOM ÞEGAR KLÁRU ÍSLENDINGARNIR FÓRU Elti kærustuna til Íslands Fatahönnuðurinn Mundi og ljósmyndarinn Jói Kjartans hanna saman sérstaka stuttermaboli fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina. Bolirnir eru fáanlegir í fjórum mismunandi útgáfum og eru myndirnar sem prýða bolina allar teknar af Jóa. „Bolirnir eru svart/hvít- ir og skemmtilegir að því leyti að þegar þú klæðist þeim þá er eins og þú sért manneskj- an á myndinni, höfuðið á þér kemur upp úr hálsmáli manneskjunnar á myndinni,“ útskýr- ir Jói. Myndirnar sem prýða bolina voru allar teknar á Airwaves í fyrra og er ein af gítar- leikara, önnur af saxófónleikara, þriðja af ljósmyndara og sú fjórða af trommara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jói kemur að hönnun Airwaves-bolanna því myndir eftir hann prýddu einnig bolina í fyrra. „Það var mynd af Munda á einum bol í fyrra þannig að það er svolítið skemmtileg til- viljun.“ Jói hefur verið duglegur við að mynda skemmtanaglaða borgarbúa undanfarin ár og hyggst halda uppteknum hætti yfir hátíðina. „Það væri ekki leiðinlegt að geta tekið nokkrar mynd- ir af fólki sem klæðist þessum bolum – kannski það verði hægt að nota þá mynd á boli næsta árs.“ - sm Mundi og Jói hanna Airwaves-bolina í ár HANNA BOLI Jóhannes Kjartansson og Mundi hanna saman Airwaves- boli þessa árs. FLOTTIR BOLIR Airwaves-bolirnir eru fáanlegir í fjórum mismunandi útgáfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Morgunmaturinn er uppáhalds- máltíðin mín. Ég fæ mér yfirleitt berjasmoothie, brauð með osti og kaffi.“ Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. hljómsveitir koma fram á Iceland Air- waves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í dag. 252 October 13 -17 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. TÓNLISTARPAR Pætur spilar tónlistina en Ósk sér um kynningarmálin. Hann flutti til Íslands eftir að þau byrjuðu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.