Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 8
8 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Óvissa ríkir um eignarhald og fjármögnun vatnsátöppunarverk- smiðju Iceland Glacier Products á Rifi á Snæfellsnesi. Verksmiðju- húsið er fokhelt og var dyragötum og gluggum lokað fyrir rétt rúmum mánuði. Iceland Glacier Products tap- aði rúmum 118,7 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum árs- reikningi félagsins. Þetta var þriðja starfsár fyrirtækisins, sem hol- lenski tannlæknirinn Otto Spork stofnaði hér á landi. Þrátt fyrir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Rifi í um þrjú ár er verksmiðjan ekki nálægt því að geta hafið framleiðslu á flöskuvatni. Þá hafa tæki til átöpp- unar ekki verið keypt svo vitað sé. Spork rak vogunarsjóðinn Sex- tant Strategic Opportunities í Kan- ada um nokkurra ára skeið. Það rak nokkra undirsjóði, sem skráðir eru á Cayman-eyjum. Sjóðirnir fjár- mögnuðu byggingu átöppunarverk- smiðjunnar á Rifi með lánveiting- um. Þeir breyttu skuldum í hlutafé á síðasta ári. Við það eignuðust þeir sextíu prósenta hlut í Iceland Glac- ier Products. Riambel, fjárfest- ingarfélag Sporks sem skráð er í Lúxemborg, á 23,7 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hver á tæp þrett- án prósent en hluturinn er skráð- ur á félagið Hermitage. Félög tengd Spork eru jafnframt helstu kröfu- hafar. Kanadíska verðbréfaeftirlitið hóf að rannsaka fjármögnunar- fyrirtæki Sporks fyrir um tveim- ur árum. Samkvæmt málsgögnum lögðu í kringum 250 einstaklingar og aðrir fjárfestar um áttatíu millj- ónir dala, jafnvirði tæpra níu millj- arða króna, til fyrirtækis Sporks í von um væna ávöxtun. Spork mun hafa tekið sér margar milljónir dala í þóknunarkostnað, stýrt sjóð- unum sem um hans eigið sparifé væri að ræða og hunsað tilkynn- ingarskyldu til eftirlitsaðila. Kanadíska verðbréfaeftirlitið kyrrsetti sjóði Sporks á Cayman- eyjum og í Kanada fyrir tæpum tveimur árum. Skiptastjóri í Kanada vinnur nú að slitum þeirra og leitar eftir því að selja eignir úr þeim, þar á meðal átöppunarverksmiðjuna, og greiða út til sjóðsfélaga. Óvíst er hvað þeir fá mikið til baka. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við og komið hafa að uppbyggingu verksmiðjunnar segja flestar áætl- anir hafa gengið eftir og Spork, sem hafi sýnt verkinu mikinn áhuga, ávallt hafa staðið við sitt. jonab@frettabladid.is Óvíst um fjármögn- un vatnsfyrirtækis Sextíu prósenta hlutur í Iceland Glacier Products sem byggir átöppunarverk- smiðju á Rifi á Snæfellsnesi heyrir undir skiptastjóra. Forstjórinn er til rann- sóknar vegna fjársvika í Kanada. Þá er lausafé fyrirtækisins talið uppurið. Ágúst 2007 – Iceland Glacier Products semur við Snæfellsbæ um byggingu átöppunarverksmiðju á Rifi. Gerir samning við Snæfellsbæ um nýtingu vatns til 95 ára. Desember 2008 – Verðbréfaeftirlit Kanada sakar Otto Spork um að skálda 730 prósenta gengishækkun bréfa í fjármögnunarfyrirtækinu Sextant Capital Management frá í febrúar 2006. Fjárfestingin á bak við þessa góðu ávöxtun er tveir sjóðir, Iceland Glacier Products og Iceland Global Water 2 Partners, sem báðir eru skráðir í Lúxemborg. Saman mynda þeir 92 prósent eigna Sextant Capital Management. Sjóðirnir eru sagðir eiga réttindi á vatni úr jöklum á Íslandi. Sjóðirnir eru frystir. Otto Spork missir völd yfir þeim. Júlí 2009 – Hæstiréttur í Ontario í Kanada úrskurðar að Sextant Capi- tal Management og sjóðir á vegum þess skuli teknir til gjaldþrotaskipta. Nóvember 2009 – Iceland Glacier Products áformar að flytja vatn til ýmissa landa á tankskipum. Framkvæmdir hefjast að nýju við framkvæmdir á Rifi eftir tafir í nokkra mánuði. Apríl 2010 – Verðbréfaeftirlit Kan- ada kærir Otto Spork, dóttur hans Natalie og mág hans Dino Ekon- omidis ásamt fjórða manni vegna stórfelldra fjársvika á árunum 2007 til 2008. Spork er skráður til heimilis í Mosfellsbæ. Maí 2010 – Framkvæmdir hefjast á ný við byggingu átöppunarverk- smiðjunnar. September 2010 – Verksmiðjuhúsið á Rifi fokhelt. Lokað fyrir dyragöt og glugga fyrir veturinn. Óvíst um framhaldið. Saga átöppunarverksmiðjunnar á Rifi VERKSMIÐJAN Framkvæmdir við vatnsverksmiðju Iceland Glacier Products stóðu yfir í sumar og reis þá límtrésgrind hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hvaða íslenski læknir er á ferðalagi um Gasa? 2. Hver skoraði bæði mörk u-21 liðsins gegn Skotum í fyrradag? 3. Hvað heitir félag Guðbjargar Matthíasdóttur sem keypti Lýsi? 1. Sveinn Rúnar Hauksson. 2. Gylfi Þór Sigurðsson. 3. Ívar. ATVINNUMÁL Íslendingar eru á meðal þeirra tíu ríkja sem leggja mest til af erlendu vinnuafli í Nor- egi. Pólverjar leggja mest til, þar á eftir Svíar, síðan Þjóðverjar og Litháar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum Eures, sem er samstarf um vinnumiðlun á milli ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fram kemur í könnuninni að þrjátíu prósent einkarekinna fyrirtækja í Noregi nýti sér erlent vinnuafl og fjörutíu prósent ríkis- fyrirtækja og -stofnana. - jab Margir Íslendingar í Noregi: Stór hluti af er- lendu vinnuafli Foreldraþing SAMFOK - Allir í sama liði Fimmtudaginn 14. október n.k. kl. 20 stendur SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, fyrir foreldraþingi í Laugalækjarskóla. Þingið er opið öllum skólaforeldrum og öðru áhugafólki um foreldrasamstarf. Aðgangur er ókeypis. Aðalfyrirlesari er Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á Menntasviði Reykjavíkur, sem nýlega gaf út bókina Skóli og skólaforeldrar. Í bókinni segir Nanna frá því hvers vegna foreldrasamstarf er jafn mikilvægt og raunin er, hvernig samstarfið ætti að vera og ræðir um hlutverk kennara, foreldra og nemenda í samstarfinu. Dagskrá: 1. Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK, setur þingið. 2. Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs Reykjavíkur, flytur ávarp. 3. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, segir frá starfsemi samtakanna. 4. Einar Ólafsson, foreldri, talar um reynslu sína af foreldrasamstarfi út frá sjónarhorni pabbans 5. Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri, ræðir almennt um foreldrasamstarf og kynnir nýútkomna bók sína, Skóli og skólaforeldrar. 6. Umræður og fyrirspurnir ENDINGAR- GÓÐ ÞÝSK GÆÐAVARATILBOÐ Á PARKETI Í OKTÓBER! Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 568 1888 · F a x 568 1866 · www .pog . i s ENDINGAR- GÓÐ ÞÝSK GÆÐAVARA Komdu í heimsókn í Ármúla 32 eða hafðu samband í síma 568 1888. Við hjálpum þér að finna réa gólfefnið. ERUM MEÐ FRÁBÆR TILBOÐ Á VIÐARPARKETI OG ÞYKKU 8 MM PLASTPARKETI. Á meðan birgðir endast. Þriggja stafa eikarparket og hágæða undirlag. Verð 3.950 kr. m2 A ug lý si ng as ím i LÖGREGLUMÁL Hvítasunnukirkjan hefur krafið fyrrverandi fram- kvæmdastjóra bóta, en sá hefur játað að hafa dregið sér rúmar 25 milljónir króna á sex ára tímabili. Í frétt á Vísi.is kom fram að upphæð undanskotanna nemi um þriðjungi af öllum sóknargjöld- um síðustu sex ára, en þar sagði framkvæmdastjórinn fyrrverandi einnig að óvíst væri að hann gæti endurgreitt upphæðina. Hann tjáði sig ekki um til hvers hann notaði milljónirnar. Í tilkynningu frá Hvítasunnu- kirkjunni segir að málið hafi komið upp vegna ábendinga um misræmi í bókhaldi, en fjárdrátturinn sé mikið áfall fyrir kirkjuna, starfs- menn hennar og safnaðarmeðlimi. Framkvæmdastjóranum var þegar vikið úr starfi, en í yfirlýs- ingunni segir að líklega hafi árs- reikningar á umræddu tímabili verið byggðir á misvísandi gögn- um gagngert í því skyni að fela fjárdráttinn. Þannig hafi réttum fjárhagsupplýsingum skipulega verið haldið frá endurskoðanda, sem hafi unnið ársreikninga sam- kvæmt bestu vitund. Stjórn Hvítasunnukirkjunnar harmar málið og biður alla safn- aðarmeðlimi afsökunar á að þetta hafi gerst. - þj Hvítasunnukirkjan krefur fyrrum framkvæmdastjóra bóta eftir fjárdrátt: Segir ekki til hvers þýfið var notað FÓRNARLÖMB FJÁRDRÁTTAR Hús Hvíta- sunnusafnaðarins Fíladelfíu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.