Fréttablaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 18
13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR2
Auglýsingasími
Fyrri hluti:
Miðvikudaginn 13. okt kl: 19.30-21.30
Bættu samstarfið við eigin huga.
Hefur þér mistekist að breyta slæmum ávana,
oftar en einu sinni.
Svaraðu 3 spurningum áður en þú leggur af stað í breytingar.
Óttinn sigraður.
2 Lykilatriði til að falla ekki í
“
gamla farið”.
Skemmtilegar sögur sem minnka mótstöðu undirvitundar
gegn breytingum.
Seinni hluti:
Fimmtudaginn 21. okt kl: 19.30-21.30
Nýr fyrirlestur með Matta Ósvald
Sögur hugans
Við sem stöndum að baki
klúbbnum þekkjum þetta af eigin
raun þar sem við eigum allir svona
hjól og vildum með klúbbnum hefja
þau til vegs og virðingar,“ útskýr-
ir Guðmundur, en ekki er lengra
síðan en fjögur ár að áhugi hans á
þessari gerð mótorhjóla kviknaði í
heimsókn til Indlands.
„Þetta var alveg einstök lífs-
reynsla. Við Þóra Guðmundsdóttir,
sem höfum staðið fyrir jógaferð-
um fyrir Íslendinga til Indlands,
urðum okkur úti um svona hjól til
að ferðast um frá Cophin í Kerala-
héraðinu í suðri upp eftir til Góa.
Ég hafði áður farið nokkrum sinn-
um til Indlands en þarna á mótor-
hjólinu upplifði ég enn sterkar á
hraðri yfirferð töfra landsins, það
fjölbreytilega litróf mannslífs og
dýra sem þar búa og fallega nátt-
úru,“ segir Guðmundur sem lagði
af stað með litla sem enga reynslu
af mótorhjólum en varð sér úti um
Royal Enfield mótorhjól í lok ferðar
og flutti til Íslands.
Mótorhjól Guðmundar er með
500 kúbika vél, sparneytið og
afar meðfærilegt að sögn eigand-
ans sem þykir þó einna mest vert
um útlitið en það er nákvæm eftir-
mynd hjóla frá seinni heimsstyrj-
öldinnni. „Indverjarnir tóku við
framleiðslu þessara hjóla af hendi
Breta árið 1968 og þótti engin sér-
stök ástæða til að betrumbæta
hana, þeim þótti hún einfaldlega
svo vel heppnuð. Hjólin er því
hægt að fá í lítillega uppfærðum
útgáfum eða í sinni upprunalegu
mynd,“ sem Guðmundur telur vera
eina ástæðuna fyrir vinsældum
hjólanna.
Skömmu eftir heimkomu kynnt-
ist Guðmundur fleiri áhugamönn-
um um Royal Enfield mótorhjól sem
varð til þess að klúbburinn varð
síðan stofnaður fyrir skemmstu.
Áhuginn er að hans sögn eitt helsta
skilyrðið fyrir inngöngu. „Við
tökum vel á móti áhugasömum og
svo er auðvitað gott stefni viðkom-
andi á að kaupa sér svona hjól.“
Sem stendur eru félagar níu tals-
ins, allt saman menn á besta aldri
sem hittast reglulega til að ræða
hugðarefnið og skella sér á rúnt-
inn. „Konurnar hafa hins vegar af
einhverjum ástæðum haldið sig
í skefjum og ég auglýsi bara hér
með eftir þeim.“
Ýmislegt er á döfinni hjá
klúbbnum, meðal annars fyrirhug-
uð ferð til Indlands að sögn Guð-
mundar. „Við stefnum á að fara
saman út eftir svona þrjú til fjögur
ár og þá ætla ég að nota tækifær-
ið og sýna félögunum hversu hent-
ugt er að ferðast um á svona hjólum
og lenda í spennandi ævintýrum á
framandi slóðum.“ roald@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Vefsíðan www.faninn.is fór í loftið á dögunum. Henni er meðal ann-
ars ætlað að minna á tólf lögskipaða fánadaga Íslands en þá daga er
fánanum flaggað á öllum opinberum byggingum auk þess sem almenn-
ingur er hvattur til að gera slíkt hið sama. Síðan er upphitun fyrir bókina
Þjóðfáni Íslands eftir Hörð Lárusson sem kemur út í mars á næsta ári.
Á Indlandi er ekki óalgengt að fjölskyld-
ur ferðist saman um á einu mótorhjóli.
Guðmundur segir
mótorhjól vinsælli
fararskjóta en bíla
á Indlandi.
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Ferðafélag Íslands
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Ferðafélag Íslands
Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands á þessum
vetri verður haldið í sal félagsins í Mörkinni 6
miðvikudaginn 13. október og hefst kl. 20.00.
Myndakvöldið ber yfirskriftina:
Sumar á fjöllum
og verða sýndar myndir úr ferðum Ferðafélags Íslands á liðnu sumri.
Dagskráin verður sem hér segir:
Litast um í Lónsöræfum
-- Hjalti Björnsson sýnir myndir úr gönguferðum um Lónsöræfi.
Votlendi og víðerni
– Þóra Ellen Þórhallsdóttir sýnir myndir úr Þjórsárverum.
Kaffihlé
Frá Hattveri til Hornstranda
- Páll Ásgeir Ásgeirsson sýnir my dir af Fjallabaki,
úr Djúpárdal, Hornströndum og víðar.
Kaffi og meðlæti er innifalið í aðgangseyri að vanda.
Vandaðir skór fyrir veturinn!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10-18.
Laug. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Teg: 48096
Litir: svart og brúnt
Stærðir: 40 - 47
Verð: 19.885.-