Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.10.2010, Qupperneq 6
6 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Á GRÆNLANDI Kaupstefna í Nuuk 15.–19. nóvember nk. www.islandsstofa.is Flugfélag Íslands flýgur nú til Nuuk á Grænlandi allan ársins hring. Það gefur Íslendingum tækifæri til að efla samskipti, verslun og viðskipti við þessa góðu granna okkar í vestri. Grænlendingar hafa áhuga á að fá til sín ferska matvöru með flugi frá Íslandi, útivistarfatnað, varahluti, blóm o.fl. Flugfélag Íslands og Íslandsstofa hyggjast efna til kaupstefnu í Nuuk dagana 15.–19. nóvember, þar sem fyrirtækjum býðst tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu. Kynningin mun fara fram í menningarhúsinu í Nuuk, Katuaq. Kostnaður vegna þátttöku er 120.000 kr. fyrir manninn. (Innifalið er flug með sköttum, gisting á Hótel Hans Egede í þrjár nætur og kynningaraðstaða). Það er von okkar að með þátttöku nái þitt fyrirtæki forskoti á þessum markaði sem nú opnast með reglulegu frakt- og farþegaflugi til Nuuk. Áhugasamir um þátttöku vinsamlega hafi samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is, Aðalstein H. Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa, sími 511 4000 eða Vigfús Vigfússon, vigfusv@flugfelag.is, sími 570 3406. PA R PA R PA R PA R PA RR A R IP A RR PA R PA R PA RRR PA R A R PA R PA R PA RRR IP A R PA RR PA R P PA R IP A R A R PA RRR PAPA R AAAAPAAPAAPAAAAAPPAPAPAPPPPPPPPIPPP P IIPPIP P I P IIII P III PPPPP \T B W AA W A \T B W AAAAA \T B W AA \T B W AAA \T B W A W AAAAA \T B W A W AAA \T B W A \T B W AA W A W AAAAA \T B W A \T B W A \T B W A W A \T B W A \T B W A \T B W \T B W \T B W A \T B WWWW \T B WWW B WWW \T B W TB WW B W \T B W \T B WWW \T B WW B W TB W B W B W B W \T BBBBBTBTBBBBT\T\\\ S Í S Í S Í • SSS • S • ••••••••••••••••••••••• 1111 111• 1 • 11 • • • A • A • A • A •• AA AAAAAA 222222 27 0222 27 02 27 022 27 02 27 0270 2 27 0270 02 70 02 70 02 70 02 7027 0 02 707707 020022020202200 www.crymogea.is „Íslendingar ættu að vera í dýragörðum við hliðina á öpunum og ljónunum“ TÆKNI Kostnaður við Ljósnetsvæð- ingu Símans er tæpur milljarður króna. Ljósleiðarinn á að leysa af hólmi breiðbandið, fimmtán ára gamla tækni sem átti þó að vara til framtíðar. Kostn- aður Símans við breiðbandið var einnig tæpur milljarður, að sögn Margrétar Stefánsdóttur, forstöðumanns samskiptasviðs Símans. Margrét segir ástæðurnar fyrir breytingunum þær að breiðband- ið sé barn síns tíma og Síminn sjái ekki hag sinn í því að halda því við. „Breiðbandið er ekki framtíðin. Það var byggt upp fyrir fimmtán árum og það sem menn sáu fyrir sér þá,“ segir Margrét. Í fréttatilkynn- ingu frá Símanum dagsettri 2. maí 2002 segir: „Í framtíðinni verður breiðbandið eitt helsta gagnaflutn- ingskerfi fyrir sjónvarp, útvarp, tölvur og síma, bæði myndasíma og talsíma. Kostir breiðbandsins í flutningi á sjónvarpsefni eru m.a. mikil flutningsgeta, frábær mynd- gæði og öryggi í sendingum. Með breiðbandinu gefst í framtíðinni kostur á gagnvirku sjónvarpi, þátta- sölusjónvarpi, heimabíói eftir pönt- unum svo eitthvað sé nefnt.“ Margrét segir breiðbandið hafa verið fína fjárfestingu á sínum tíma. „Menn gátu ekki horft mikið lengra inn í framtíðina. Það var verið að taka mið af þeim endabúnaði sem í þá daga var breiðbandið og er nú ljósleiðarinn.“ Tengja á ljósleiðara inn á 40 þús- und heimili á árunum 2010 og 2011 og hluti breiðbandsins sem lagt var inn á 35 þúsund heimili fyrir um fimmtán árum víkur. Ástæðan fyrir því að nauðsyn- legt er að loka á útsendingar Sím- ans um breiðband þegar ljósleiðara hefur komið fyrir er sú að götuskáp- ar sem hýsa búnaðinn leyfa ekki að ljósnetsbúnaður sé settur samhliða núverandi breiðbandsbúnaði. Breið- bandið var lagt samhliða lagningu Orkuveitunnar á öðrum lögnum og koparlagningu Símans. Kostnaði varð því að skipta á milli fyrirtækj- anna tveggja annars vegar og breið- bandsins og koparsins hins vegar. sunna@frettabladid.is Breiðband Símans er barn síns tíma Ljósleiðaravæðing Símans kostar um 800 milljónir, svipað og breiðbandið fyrir fimmtán árum. Breiðbandið er sjónvarp framtíðarinnar, sagði Síminn árið 2002. Breiðbandið er ekki framtíðin, segir upplýsingafulltrúi Símans í dag. MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Alþingi hefði átt að bjóða út framkvæmd í kringum þing Norðurlandaráðs sem haldið verður hér á landi í nóvember, að mati Ríkisendurskoðunar. Í ábend- ingu stofnunarinnar er Alþingi hvatt til að endurskoða verklag sitt við verðfyrirspurnir og útboð. Alþingi sér um framkvæmd Norðurlandaráðsþingsins í nóv- ember, og óskaði eftir tilboðum í tækniþjónustu á þinginu frá tveim- ur fyrirtækjum í lok síðasta árs. Það fyrirtæki sem bauð betur fékk verkefnið, en tilboðið hljóðaði upp á 19,8 milljónir króna. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er skylt að bjóða út kaup á þjónustu ef verðmætið fer yfir 12,4 milljón- ir króna. Skrifstofa Alþingis telur að ekki hafi þurft að bjóða verkið út þar sem Norðurlandaráð greiði meiri- hluta kostnaðar við þing ráðsins. Þessu er Ríkisendurskoðun ósammála. Í ábendingu stofnunar- innar segir að bæði íslenska ríkið og Norðurlandaráð þurfi að hlíta sömu reglum um opinber innkaup. Auk þess sé skrifstofa Alþingis greiðandi reikninga vegna þjón- ustunnar. - bj Ríkisendurskoðun vill að Alþingi endurskoði verklag við Norðurlandaráðsþing: Alþingi trassar útboðsskyldu EFNAHAGSMÁL Alls voru um 11.700 landsmenn atvinnulausir á þriðja ársfjórðungi 2010, sem eru um 6,4 prósent vinnufærra manna, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi milli annars og þriðja ársfjórðungs hefur dregist saman, en það mældist 8,7 pró- sent á öðrum ársfjórðungi. Þekkt er að árstíðabundnar sveiflur eru í atvinnumálum. Þegar þriðji ársfjórðungur 2010 er borinn saman bið sama tímabil í fyrra hefur atvinnuleysið auk- ist milli ára. Það var 6,0 prósent í fyrra en er 6,4 prósent nú. Atvinnuleysið mælist 6,1 pró- sent hjá körlum en 6,8 prósent hjá konum. Atvinnuleysið var hlutfallslega mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára, um 11,1 prósent. Hjá fólki á aldrinum 24 til 54 ára var atvinnuleysið 6,0 prósent en 3,8 prósent hjá 55 ára og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu voru átta prósent fólks á vinnumark- aðinum atvinnulaus, saman borið við 3,6 prósent þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. - bj Atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi 2010 mælist meira en á sama tímabili í fyrra: 11.700 landsmenn án atvinnu 10 8 6 4 2 0% Atvinnuleysi eftir ársfjórðungum 2004 til 2010 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Heimild: Hagstofa Íslands ALÞINGI Bjóða hefði átt út þjónustu vegna þinghalds Norðurlandaráðs að mati Ríkisendurskoðunar. Guðmundur Arnlaugsson, íbúi við Ægisíðu, er ósáttur við lokun Símans á breiðbandinu. Hann þarf að borga að lágmarki rúmar 4.000 krónur fyrir aðgang að RÚV, sem hann fékk áður ókeypis í gegnum breiðbandið. Húsnæðið er í skugga örbylgjuútsendinga, og því ekki hægt að nota loftnet. „Okkur finnst frekar blóðugt að þurfa að borga mörg þúsund krónur fyrir aðgang að RÚV,“ segir Guðmundur. „Við vissum að það stæði til að loka breiðbandinu og komumst að því að það væri hægt að nota venjulegt loftnet í staðinn. En það var tekið niður fyrir nokkrum árum, að uppástungu Símans. Og örbylgjuloftnetið getum við ekki notað.“ Margrét segir framkvæmdirnar geta haft í för með sér rask fyrir íbúa en flestir hafi tekið þeim vel. Með ljósleiðaranum sé möguleiki á fleiri mynd- lyklum og hraðari nettengingu og fyrir þá fáu landsmenn sem ekki vilji nota netið sé mögulegt að nota loftnet sem nái útsendingum RÚV. „Viðskiptavin- irnir hafa alltaf val um það hvar þeir stunda viðskipti,“ segir Margrét. Tækniframfarir ekki alltaf skemmtilegar LJÓSLEIÐARI LAGÐUR Tengja á ljósleiðara inn á 40 þúsund heimili á þessu ári og því næsta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÆKNI Nýr vefur sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að tala dönsku verður tekinn formlega í notkun í dag. Á vefnum er hægt að nota svokallað máltæki til þess að slá inn orðtök á dönsku og sjá merkingu þeirra, og eða samsvar- andi orðatiltæki á íslensku. Með máltækinu er jafnframt hægt að finna algeng föst orðtök í dönsku, útskýringu á merkingu þeirra og dæmi um framburð, ásamt upplýsingum um notkun. Vefurinn er öllum opinn og er að finna á slóðinni frasar.net. - þj Nýr vefur í loftið: Hjálpar fólki við dönskunám Hefur þú farið í bíó á þessu ári og séð íslenska kvikmynd? Já 23,7% Nei 76,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Vilt þú að sett verði upp vík- ingaþorp í Engey? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.