Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 15

Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 – Lifið heil Danatekt www.lyfja.is DANATEKT línan er krem, húðmjólk og hársápa fyrir alla fjölskylduna. Kremin næra þurra og viðkvæma húð og hlífa henni. Hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Svansmerkið tryggir heilnæmi og gæði. Án parabena ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á alþjóðamálum, mannúðarstarfi og þróunarsamvinnu og vilja auka skilning sinn og þekkingu á þeim efnum. Kennt: Mán. 8., 15. og 22. nóv. kl. 16:30 - 20:00, lau. 27. nóv. kl. 10:00-15:00 og sun. 28. nóv. kl. 10:00-14:30. Skráningarfrestur til 1. nóvember Sjá nánari upplýsingar á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 ÞRÓUNARSAMVINNA OG HJÁLPARSTARF Á VETTVANGI - Í ÁTT AÐ BETRI HEIMI Í samstarfi við Friðargæsluna, Rauða krossinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 44 0 89 Verðdæmi: Frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Parquemar smáhýsum með 2 svefnherbergjum, 16. mars í viku. Frá kr. 109.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna á Parquemar í studio, 16. mars í viku. Frá kr. 99.900 Aukaferðir í vetur Fjölbreytt gisting í boði! Heimsferðir bjóða nú sex aukaflug til Kanarí í febrúar og mars, vegna mikillar eftirspurnar. Bjóðum beint morgunflug með Icelandair. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sæti í frábæra ferð í vetur. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu frábærra fararstjóra okkar á Kanarí allan tímann. 1. febrúar – UPPSELT 1. febrúar – Viðbótarsæti 8. febrúar – Aukaflug 22. febrúar – UPPSELT 22. febrúar – Aukaflug 1. mars – UPPSELT 2. mars – Aukaflug 16. mars – Aukaflug 23. mars – Aukaflug Beint morgunflug með Icelandair Tryggðu þér sæti strax ! AF NETINU Hvað svo? Fyrir nokkrum vikum mótmæltu 8000 þúsund manns vanda heimilanna í landinu og um leið voru ráðamenn rukkaðir um svör, ráðherrar kölluðu stjórnarandstöðu á neyðarfund, verkalýðshreyfing var rukkuð um svör, jafnvel stjórnendur lífeyrissjóðanna osfv. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þeim brýna vanda sem margir eru í vegna húsnæðislána – en engum fréttamanni hefur dottið í hug (sem ég hef séð a.m.k.) að spyrja ráðamenn, samtök atvinnurekenda, verkalýðshreyfinguna hvernig þeir ætli að leiðrétta þennan ósanngjarna launamun kynjanna eftir mótmælin í gær? Hvað ætla stærstu atvinnurekendur að gera í því? Krafan um breytingar kom skýrt fram í gær – og það frá hálfri þjóðinni! blog.eyjan.is/bryndisisfold Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Stjórnvöld hafa nýverið kynnt áform um breytingar á gjald- þrotalögum fyrir einstaklinga. Áformin kveða á um að kröfur fyrnist að tveimur árum liðnum. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt sem stjórnvöld hefðu átt að stíga strax haustið 2008. En betra seint en aldrei. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir að ganga ekki nægilega langt. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottinn sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni“ af því að slíta aftur fyrningu, svo og ef telja má að fullnusta geti fengist í kröf- una á nýjum fyrningartíma. Þing- menn Hreyfingarinnar telja þessi ákvæði allt of rúm. Þau benda réttilega á að kröfuhafi hafi alltaf sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningunni. Ég er sammála þingmönnum Hreyfingarinnar um að þessi ákvæði séu óskynsamleg. Ef þessi ákvæði verða að lögum mun það koma í hlut íslenskra lögfræðinga og dómara að túlka vilja löggjaf- ans varðandi þessi atriði. Hættan er að íhaldssamir lögfræðingar og dómarar túlki vilja löggjafans þröngt og því gagnist þessi nýju lög fáum. Til þess að taka fyrir þessa hættu væri skynsamlegt að ríkis- stjórnin stigi skrefið til fulls og skrifi skýr lög hvað þetta varðar. Vitaskuld koma ýmis útfærsluat- riði til álita. Þannig mættu lögin kveða á um að hluti krafna fyrn- ist ekki (t.d. skuldir sem nema meðalárstekjum viðkomandi yfir nokkurra ára tímabil á undan eða eitthvað í þeim dúr). En það ætti að vera kristaltært í lögunum að aðili sem gengur í gegnum gjald- þrot losni við nægilega mikið af skuldum sínum til þess að hann geti „byrjað upp á nýtt“. Það er einkennilegt að vinstri- stjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sem meira að segja hægrisinnuðustu ríkisstjórn- ir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut. Íhaldssemi finnst víðar á Íslandi en í Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er það rétt sem íhalds- mennirnir segja að fyrning krafna við gjaldþrot mun hækka vexti lána þar sem áhætta lánveitenda eykst. Það eru tvær hliðar á öllum peningum. En fyrning krafna hefur einnig kosti. Við núverandi aðstæður er mikilvægasti kost- urinn að hún heggur á það að fólk í vonlausri stöðu missi móðinn þegar bankinn vill ekki semja um niðurfærslu skulda. (Bankar eiga erfitt með að semja um slíkt við suma þar sem þá vilja allir hinir fá það sama.) Við venjulegar aðstæður leiðir fyrning krafna til þess að áhættu- sækni þeirra sem skulda eykst. Íhaldsmenn líta slíkt neikvæðum augum þar sem þeim finnst ótækt að stjórnvöld ýti undir óráðsíu. En áhættusæknir frumkvöðlar eru oft þeir sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Með fyrningu krafna við gjaldþrot væru stjórn- völd því að ýta undir frumkvöðla- starfsemi. Ákvæði um að unnt sé að rifta fyrningu krafna síðar grefur veru- lega undan kostum fyrningarinn- ar. Hvati þeirra sem nýta sér þenn- an kost til þess að standa sig vel í framtíðinni veikist þar sem vel- gengni í framtíð gæti kallað á upp- risu gamalla skulda frá dauðum. Fyrir um 110 árum settu Banda- ríkin lög um fyrningu krafna við gjaldþrot einstaklinga. Það var gert í kjölfar fjármálakreppu og umræðan í Bandaríkjunum á þeim tíma var mjög svipuð umræðunni á Íslandi nú. Íhaldsmenn voru á móti þar sem þeir töldu óskynsam- legt að höggva skarð í eignarrétt lánveitenda. Um 50 árum fyrr átti sér stað svipuð umræða í Banda- ríkjunum um hvort rétt væri að leyfa stofnun fyrirtækja með tak- markaðri ábyrgð hluthafa. Íhalds- menn voru á móti því með svipuð- um rökum. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessar lagabreytingar hafa reynst vel. Bandaríkin hafa verið leiðandi í efnahagsmálum þrátt fyrir þessi frávik frá hreinræktaðri einka- réttarfrjálshyggju og raunar ekki síst vegna þess að lagaumhverfið þar ýtir undir það að ungt fram- sækið fólk taki áhættu til þess að skapa eitthvað nýtt. Vonandi hafa stjórnvöld á Íslandi kjark til þess að taka þetta sama skref hér á Íslandi nú 110 árum síðar. Ég spái því að það muni reyn- ast vel og eftir 30 ár muni þeir sem nú eru á móti þessum breytingum líta hjákátlega út. Svona svipað og þeir sem voru á móti litasjónvarpi á sínum tíma. Sammála Hreyfingunni Efnahagsmál Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia-háskóla Það er einkennilegt að vinstristjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóð- félaginu sem meira að segja hægri- sinnuðustu ríkisstjórnir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.