Fréttablaðið - 27.10.2010, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010
Pressukaffi er fljótlegt að laga
og hægt að fá kaffibaunirnar sér-
malaðar fyrir pressukönnur.
Gott er að loka kaffipokanum
með þéttri klemmu, til að kaffið
haldi bragðgæðum og geyma
hann í kæli. Fyrir þá sem eru
fyrir sterkara er gott að grípa til
espressokönnunnar og auðvelt að
hita mjólk í potti og þeyta hana
þykka og mjúka með litlum hand-
þeytara í latté og cappuccino.
Mörgum finnst þó gamli uppáhell-
ingurinn alltaf bestur og sjálfsagt
að hella upp á með gamla laginu
gegnum trekt, beint ofan í hita-
könnuna eða brúsann. - rat
Hellt upp á tíu dropa
Rjúkandi gott kaffi gleður margan enda venjan að bjóða gestum upp á tíu dropa.
Mæliskeið með klemmu
Byggt og búið, 1.582 krónur.
Hitabrúsi Duka
Kringlunni, 7.900
krónur.
Espresso-
kanna
Te og
kaffi, 5.935
krónur.
Pressu-
kanna 3
bollar Te og
kaffi, 4.325
krónur.
Handgerður brjóstsykur með
íslenska fánanum.
Te og kaffi, 490
krónur.
Gestum er gjarnan
boðið upp á rjúkandi
kaffibolla.
MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Samanbrjótanleg kaffitrekt
Búsáhöld, 2.495 krónur.
Mjólkur-
þeytari
Búsáhöld,
495
krónur.
Hvernig best er að geyma kaffi-
baunirnar eða malaða kaffið
eftir að pokinn hefur verið opn-
aður er spurning sem brennur
oft á kaffidrykkjufólki.
Geymsla á kaffi, möluðu eða
baunum, er af kaffisérfræðing-
um sögð skipta miklu máli
eftir að pokinn hefur
verið opnaður. Þar
er mikilvægt að
koma í veg fyrir
samband kaff-
is við eftirtalin
fyrirbæri; raka,
loft, hita og ljós.
Einfaldasta leið-
in til að halda kaffinu
fersku er yfirleitt að kaupa frek-
ar minni poka en stærri af kaffi.
Krukka með loftþéttu loki, helst
úr keramík, þykir ágætis staður
til að hella kaffinu í eftir að pok-
inn hefur verið opnaður. Þá þarf að
passa að krukkan standi ekki þar
sem sól nær til. Sumir mæla með
því að stinga kaffinu í frystikistu
meðan aðrir segja að kaffið verði
aldrei jafngott eftir
að það frýs.
- jma
Kaffi í keramík
Ekki eru allir
á eitt sáttir
hvort best sé
að geyma kaffi-
baunir í frysti.
Froðukaffi, betur þekkt sem capp-
uccino, er ítalskur kaffidrykkur
með freyddri mjólk, borinn fram í
180-200 ml bolla og samanstend-
ur af 1/3 kaffi, 1/3 heitri mjólk og
1/3 mjólkurfroðu. Sagt er að jafn-
vægið verði að vera fullkomið
milli þessara þátta svo drykkurinn
heppnist sem best.
Cappuccino hefur náð vinsæld-
um um allan heim og er víðast
hvar drukkinn á hvaða tíma dags,
nema reyndar á Ítalíu þar sem
enginn snertir það eftir hádegis-
bil. Menn fylgja yfirleitt fyrrgreindri
reglu um gerð cappuccino en
sumir virða hana þó að vettugi.
Sá siður hefur til dæmis verið tek-
inn upp í Bandaríkjunum og eins
sums staðar í Evrópu að afgreiða
cappuccino með einu, tveimur
eða þremur skotum af kaffi. Klass-
íska útgáfan er jafnan borin fram
hérlendis.
Heimild: wikipedia.org
Galdurinn á
bak við góðan
cappuccino
ÁKVEÐNAR REGLUR ERU YFIRLEITT
HAFÐAR AÐ LEIÐARLJÓSI VIÐ GERÐ
CAPPUCCINO. SUMS STAÐAR ERU
ÞÆR ÞÓ FULLKOMLEGA VIRTAR AÐ
VETTUGI.
Kaffisérfræðingar hafa sínar
meiningar um hvernig eigi
að geyma kaffi til að það
bragðist sem best.
Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem
fólk í hverskonar verslun, þjónustu og
iðnaði nýtir sér til að taka stutta
hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar.
Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími
verið skráður í kjarasamninga.
Kaffitíminn er í dag nánast heilög
stund, líka utan vinnutíma.
Angan af
kaffi kemur
bragðlauk-
unum af stað
og ilmurinn
segir til um
ríkt bragðið
af BKI kaffi.
Helltu upp
á gott BKI
kaffi.
BKI Classic
Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins
með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú
hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu
tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI
kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins
og taktu svo daginn með trompi.
Það er kominn tími fyrir BKI kaffi.
Taktu þér kaffitíma núna
Fangaðu
kaffitímann
með BKI kaffi
Það er kaffitími núna
Kauptu BKI
fyrir kaffitímann
Sérvaldar baunir frá
þekktustu kaffisvæðum
heimsins tryggja hið
mjúka bragð, lokkandi
ilminn og fersklegt
eftirbragðið.
BKI Extra
Snöggristað við háan hita.
Þannig næst fram ríkara
kaffibragð við fyrsta sopa
en léttur og mjúkur keimur
fylgir á eftir. Kíktu á bki.is
Kauptu gott kaff
i í dag
á góðu verði
Einnig til 250 gr á
ennþá betra ver
ði
á meðan birgðir
endast