Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 36
20 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
BAKÞANKAR
Sifjar Sig-
mars dóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
40 ár hjá
kallinum!
Sáttur við
lífið til
þessa?
Jáá, svona
að mestu.
Það hefur
flestallt
gengið upp.
Fyrir utan auðvitað draum-
inn um að verða atvinnu-
maður í Englandi! En þú?
Ég átti mér
alltaf nokkra
drauma.
En... Sá allra
stærsti
rættist
aldrei...
Draumurinn
um að búa í
kastala með
30 ljóskum?
Já! En svona
er lífið, það
er ekki alltaf
sanngjarnt!
Pabbi, segjum sem svo
að þú og mamma séuð
í Kringlunni...
Ókei...
Allt í einu kemur hópur
af vinum þínum til
ykkar!
Já...
Hvað gerirðu?
Lætur eins og þú
þekkir hana ekki.
Hleypur...
Kynnir hana fyrir
vinum mínum.
Ég nenni þessu
ekki ef þú ætlar
ekki að taka
þessu alvarlega!
LAUST
Ég vil að þú
hagir þér eins og
maður á meðan
Sigga er hjá
okkur. Skilið?
Nei.
Ég á við að
þú átt að vera
góður, taka tillit
og vera kurteis.
Ókei, ég
get það.
Ég trúi
honum.
Það sem hann þarf
að gera er að vera alveg
eins og venjulega,
nema alveg öfugt.
Er til eitthvað
sem kallast
mannleg
höfuð læsing?
LÁRÉTT
2. kk nafn, 6. tveir eins, 8. fiskur, 9.
bein, 11. 999, 12. grátur, 14. upp-
skafningsháttur, 16. klafi, 17. traust,
18. flinkur, 20. utan, 21. þjappaði.
LÓÐRÉTT
1. erindi, 3. leita að, 4. planta, 5.
angan, 7. helber, 10. tálknblað, 13.
garðshorn, 15. klasi, 16. margsinnis,
19. kyrrð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. uggi, 6. ee, 8. áll, 9. rif, 11.
im, 12. snökt, 14. snobb, 16. ok, 17.
trú, 18. fær, 20. án, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. gá, 4. glitbrá, 5.
ilm, 7. einskær, 10. fön, 13. kot, 15.
búnt, 16. oft, 19. ró.
Þetta er okkar...
þeir sögðu
einmitt að það
væri í kallfæri frá
ströndinni.
Eða var það
kastfæri?
Hvað skal gera við forsetann?
Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans sáust kaupa frosna pitsu og ofn-
franskar í verslun á dögunum. Breskir
dálkahöfundar, æstir í fréttir af öðru en
niður skurði í ríkisútgjöldum sem einokað
hafa umræðuna síðan öxin féll fyrir viku,
drógu þá ályktun að kaupin gætu ekki þýtt
annað en að konunglegt brúðkaup væri á
næsta leiti. Svo óáhugavert virtist sam-
bandið orðið að eina rökrétta framhaldið
var hjónaband. Af sömu rökfestu veltir
slúðurpressan nú fyrir sér dagsetningu og
fyrirkomulagi hátíðahaldanna, sem hún
segir akkúrat þá upplyftingu sem breskur
almenningur þurfi á að halda í því árferði
sem nú ríkir. Í fyrsta sinn sá ég tilgang
með konungsfjölskyldunni – annan en
þann að sjá breska póstinum fyrir vanga-
myndum á frímerki.
FURÐU lítið hefur mér fundist fara
fyrir umræðu um þjóðhöfðingja
okkar Íslendinga í slagorðakennd-
um orðaflaumi tengdum yfirvof-
andi stjórnlagaþingi. Tískuorð
á borð við sjálfbærni, kær-
leika, gegnsæi, samvinnu og
heiðarleika sem sprottin eru
úr umhverfi efnahagshrunsins
hafa skyggt á umræðuna um
megintilgang stjórnarskrárinn-
ar; að ákvarða sjálfa stjórn-
skipun landsins. Hvernig skal
samspili framkvæmdar-, löggjafar- og
dómsvalds hagað? Hvernig skal velja full-
trúa í embættin? Og síðast en ekki síst:
Hvað skal gera við forsetann?
ENN hef ég ekki fundið þann frambjóð-
anda til stjórnlagaþings sem sett hefur
fram ígrundaðar hugmyndir um þennan
hlekk stjórnskipunarkeðjunnar sem í dag
hefur hvað óljósasta hlutverkinu að gegna.
Hvað á forseti Íslands að vera? Áhrifa-
laust konungsígildi? Æðsti maður ríkis-
stjórnar eins og í forsetaræði Bandaríkj-
anna? Eða á ef til vill að leggja embættið
niður?
PERSÓNULEGA aðhyllist ég síðasta kost-
inn. Ég vil breyta Bessastöðum í safn og
selja þjóðsagnakenndan vínkjallara húss-
ins hæstbjóðendum í verslunum ÁTVR. Sé
hins vegar ekki vilji fyrir því er ég með
hugmynd að fjórðu leiðinni. Hvernig væri
að laga embættið að stöðunni sem það var
upphaflega mótað eftir og gera það að
embætti konungs? Þingbundin konungs-
stjórn eins og í Bretlandi myndi tryggja
hinum almenna borgara upplyftingu í
gráma hversdagsins í formi konunglegra
brúðkaupa, skandala og slúðurs. Það er
tími til kominn að Séð og heyrt fái fleira
til umfjöllunar en þriðja flokks frægt fólk
sem annaðhvort fann ástina, týndi henni
eða brenndist á sálinni þegar hún sprakk.
Þú færð Fréttablaðið
á kostnaðarverði á 90 stöðum
um land allt. Nánari upplýsingar
á visir.is/dreifing
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki