Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 12
 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott k ff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast hans samþykki nema betur verði farið ofan í saumana á forsendum Árbótarmálsins. Ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytisins áframsendi bréfið á Braga Guðbrandsson og óskaði viðbragða. Bréf Steingríms í heild sinni má lesa hér til hliðar, sem og samantekt á viðbrögðum Braga. Greiðsluskyldan aldrei könnuð Það var síðan í mars sem boð komu úr félagsmálaráðuneytinu um að það hygðist ganga til samninga um einhvers konar uppgjör við Árbótarhjónin og var forstjórinn Bragi Guðbrandsson beðinn um að óska formlega eftir því að ráðu- neytið tæki við málinu, enda mála- flokkurinn að forminu til á forræði Barnaverndarstofu. Við því varð Bragi, en lét jafn- framt í ljós það mat sitt að Árbótar- hjónin ættu ekki lagalegan rétt á neinum greiðslum umfram sex mánaða uppsagnarfrestinn, enda hefði í öllu verið rétt staðið að upp- sögn þjónustusamningsins. Í júní í ár var Braga tilkynnt að til stæði að bjóða Árbótar hjónum samning upp á þrjátíu milljóna króna viðbótargreiðslu. Bragi mót- mælti bréflega, sagðist ekki telja það „samræmast góðri og vand- aðri stjórnsýslu að gengið sé frá málinu án þess að leitað sé sjónar- miða ríkis lögmanns um greiðslu- skyldu ríkis sjóðs vegna uppsagnar samningsins“. Barnaverndarstofa hefur meðal annars vísað til sambærilegs máls vegna meðferðarheimilisins Torfastaða. Þar var Ríkislögmaður fenginn til að meta bótaskylduna og niðurstaða hans var sú að úr því að þjónustusamningnum hefði verið sagt upp með lögmætum hætti bæri ríkinu að hafna öllum kröfum um bætur. Ráðherrar semja í óþökk Braga Hinn 11. júní barst Braga Guð- brandssyni tölvuskeyti úr félags- málaráðuneytinu þar sem segir: „Árni Páll og Steingrímur hafa náð samkomu- lagi um ákveðna útfærslu sam- komulags við Á rbót . Með - fylgjandi texti er saminn á grundvelli þess. Aðstoðar maður SJS er að skoða textann, hef ekki fengið viðbrögð frá honum enn.“ Þessu svaraði Bragi með því að spyrja hvort ekki væri eðlilegast að ráðuneytin tvö gengju frá sam- komulaginu án aðkomu Barna- verndarstofu, enda ætti hún enga aðild að því. „Engum ætti að koma á óvart að ég er ósáttur við þessa nið- urstöðu enda engin gögn séð sem geti réttlætt þetta háar greiðslur til hjónanna þótt þau séu alls góðs makleg.“ Barnaverndarstofa muni hins vegar hlíta því að verða aðili að samkomulaginu ef ráðherra óski þess. Hann fékk svar um að það væri nauðsynlegt. Í minnisblaði Braga frá því í júlí segir af fundi með ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Þar kemur fram að Bragi hafi á fundinum stað- fest að hann myndi tryggja undir skrift Barnaverndarstofu á samkomulagið. „Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna,“ segir í minnisblaði Braga. Átti að klárast á síðustu stundu Til stóð að ganga frá samkomulag- inu 2. september síðastliðinn, áður en Guðbjartur Hannesson tók við félagsmálaráðuneytinu af Árna Páli Árnasyni sama dag. Bragi Guðbrandsson sendi ráðu- neytinu tölvupóst samdægurs þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki skrifa undir þann dag. „Tel ég það óviðeigandi að skrifa undir samkomulag sem felur í sér miklar fjárskuldbindingar úr ríkis- sjóði aðeins fáeinum klukkustund- um áður en nýr ráðherra tekur við embætti. Telja verður rétt og skylt að gefa hinum nýja ráðherra kost á að kynna sér málið rækilega áður en frá því er gengið enda kemur það í hans hlut að fylgja málinu eftir við afgreiðslu fjárlaga gagn- vart Alþingi og axla endanlega ábyrgð á málinu að öðru leyti,“ skrifar Bragi. „Leitt að heyra þetta,“ er svarið frá skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Málið var í kjölfarið tekið þar til skoðunar. Búið að greiða tólf milljónir Samkomulagið var loks undirritað 13. október síðastliðinn af Braga Guðbrandssyni, Guðbjarti Hannes- syni, Steingrími J. Sigfússyni og hjónunum í Árbót. Það kveður á um að hjónin fái þrjátíu milljónir greiddar í bætur vegna uppsagnarinnar, tólf milljón- ir á þessu ári, sem Barnaverndar- stofa hefur þegar greitt úr sínum sjóðum, og átján milljónir á næsta ári sem gert er ráð fyrir á fjárauka- lögum næsta árs. Til saman burðar var Barnaverndarstofu gert að skera niður um fimmtíu milljónir á þessu ári. ÁRNI PÁLL ÁRNASON Framhald á síðu 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.