Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 36
20 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR20 menning@frettabladid.is Sýning á verkum hönnuðarins Chuck Mack var opnuð í sýningar- sal Kraums í Aðalstræti fyrir helgi. Á sýningunni er aðaláhersla lögð á búkkaborð fyrir verslanir verslanir og sýningarsali. Borðin er líka hægt að panta í öðrum stærðum og henta fyrir skrif- borð, matarborð, sófaborð og svo framvegis. Hugmyndin að búkkaborðun- um var upphaflega lögð fram á hönnunarmarsinum í Reykjavík á þessu ári og vakti nokkra athygli. Síðan þá hefur Chuck þróað búkk- ana enn frekar, en þeir eru smíð- aðir af honum og Leifi Ebenezer- syni, húsgagnaarkitekt og smið á smíðaverkstæðinu Arbor. Chuck Mack er bandarískur en hefur búið á Íslandi um hríð. Hann hlaut meðal annars alþjóð- legu hönnunarverðlaunin Red Dot árið 2008 fyrir borðið Table 29 og var tilnefndur fyrir það borð til menningarverðlauna DV í flokki hönnunar sama. Þá er hann hönn- uður gíraffastólsins. Sýningin í Kraumi stendur til 27. nóvember. Kraumandi búkkaborð til sýnis P.o. Box 126 ::: 121 Reykjavík ::: Sími 546 1984 ::: info@1984.is ::: www.1984.is Hýsing og lén - allt á einum stað fyrir eitt lágt verð. 628 kr./mán.* *Miðað við 3 ára hýsingarsamning – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 21 65 1 1/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Þjónustan er veitt virka daga frá kl. 8 til 17. Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. ráðgjöf við val og notkun á vörum fyrir sykursjúka. Láttu okkur mæla blóðsykurinn. Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Bækur ★★★ Þóra biskups og raunir ís- lenskra embættismanna Sigrún Pálsdóttir JPV útgáfa Þóra Pétursdóttir Thoroddsen, bisk- upsdóttir og jarðfræðingsfrú, var undirritaðri með öllu ókunn fyrr en fréttir fóru að berast af bók Sig- rúnar Pálsdóttur sagnfræðings um hana. Bókin vakti forvitni og virtist kjörið tækifæri til að gægjast inn í daglegt líf reykvískrar borgara- stéttar á seinni hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Það var því töluverð eftirvænting í gangi þegar lesturinn hófst. Þóra bókarinnar er yngri dótt- ir biskupshjónanna Péturs Péturs- sonar og Sigríðar Bogadóttur, forréttindafrauka og dekurbarn, augasteinn föður síns og flestra hugljúfi. Líf hennar á yngri árum einkennist af gestamóttökum, ferðalögum, hugsunum um föt og stráka, bréfaskriftum og bréf- legu trúnó við vinkonurnar. Hún er kynnt til sögunnar sem nokk- urs konar „it girl“ Reykjavíkur þess tíma og tilfærð orð erlendra merkisgesta því til stuðnings. Greind hennar og glettni er tíund- uð og margítrekað að hún komi fyrir sjónir sem evrópsk stúlka af góðum ættum, ekki lágkúrulegur Íslendingur. Grundvöllur bókarinnar er sendibréf. Flest eru þau frá Þóru Séð og heyrt anno 1874 Á RÖKKURMIÐUM Sýnilegt myrkur: frásögn um vitfirringu heitir nýjasta Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags. Í henni fjallar bandaríski rithöfundurinn William Styron um glímu sína við þunglyndi. Uggi Jónsson þýðir en Einar Már Guðmunds- son ritar inngang. Kammerkórinn Schola cant- orum heldur aðventutónleika í Dómkirkjunni í Köln 3. desem- ber næstkomandi. Dómkirkjan í Köln er meðal stærstu dómkirkja í heimi og kvað þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskur kór heldur þar tónleika. Áður en kórinn heldur utan gefst íslenskum tónlistarunn- endum tækifæri til að hlýða á hann flytja sömu efnisskrá í Hallgrímskirkju, á fyrsta sunnu- degi í aðventu eftir viku. Yfir- skrift tónleikanna er „Aðventan og María“ og samanstendur af úrvali aðventumótetta frá endur- reisnartímanum og íslenskri kór- tónlist aðventunnar. Átta söngvarar úr Schola cant- orum taka þátt í tónleikunum í Kölnardómkirkju og Hallgríms- kirkju, þau Kirsten Erna Blön- dal og Margrét Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnar- dóttir og Sólveig Samúelsdóttir alt, Guðmundur Vignir Karlsson og Örn Arnarson tenór og Bene- dikt Ingólfsson og Hafsteinn Þór- ólfsson bassi. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson, sem hefur stýrt kórnum frá stofnun árið 1996. Schola cantorum hefur gefið út tvo hljómdiska á ferlinum. Árið 2006 var hann útnefndur tónlistar- hópur Reykjavíkur og ári síðar var hann tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs. Schola cantorum í Kölnardómkirkju SCHOLA CANTORUM Er fyrsti íslenski kórinn til að halda tónleika í Kölnardómkirkju, einni stærstu dómkirkju heims. BÚKKABORÐ Á sýningunni í Kraumi heldur Chuck Mack áfram að vinna með búkka sem vöktu athygli á Hönnunarmarsinum á þessu ári. Á myndinni til hægri er Mack ásamt Leifi Ebenezersyni, samstarfsmanni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sjálfri en einnig er vitnað í bréf fjölda annarra og skrif um Ísland í erlendum bókum. Flestar tilvitn- anir í bréfin eru á léttum nótum, snúast um stáss og tilstand, skot og slúður og eru bráðskemmtilegar aflestrar. Þó fer ekki hjá því að lesandinn sakni þess að kynnast fleiri hliðum á þessari konu. Hvar er þessi annálaða greind hennar og samræðulist? Hefur hún ekki önnur áhugamál en tildur, tísku, skemmtanir og stráka? Seinni hluti bókarinnar kynnir sem betur fer til sögu öllu ábyrgðar- fyllri Þóru. Hún er ein af stofn- endum Thorvaldsensfélagsins, giftist góðum manni, Þorvaldi Thoroddsen jarðfræðingi, eignast barn og fer að búa, fær ódrep- andi áhuga á íslenskri handmennt og gerist ötull talsmaður hennar erlendis. Áfram heldur hún þó að lifa í vellystingum, ferðast á milli stórborga og hressingarhæla, kynnast andans fólki og safna upplýsingum um íslenska hand- mennt í gegnum aldirnar. Hún er hlynnt kvenfélögum, að því er virðist helst til að útbreiða boðskap um hannyrðir, en sér ekki nokkra ástæðu til að stofna kvenréttinda- félög. Lystisemdalífið er þó ekki án þyrna. Sorgin er handan við hornið og tilveran gránar. Bókin er bráðskemmtileg af lestrar. Sigrún er skemmtilegur stílisti með gott auga fyrir skondnum hliðum söguefnisins, en virðist ganga út frá því að lesand- inn þekki sögu þessa tímabils út í hörgul og rétt tæpir á stór málum tímans eins og Skúlamálinu og landshöfðingjahneykslinu í fram- hjáhlaupi. Þannig kynnist lesandinn rétt yfirborðinu á lífi reykvískrar borgarastéttar og er í raun ósköp litlu nær um það hvaða kona Þóra Pétursdóttir var að lestri loknum. Hvarflar að manni að svona myndu ævisögur samtímafólks okkar líta út eftir hundrað ár ef sagnfræðing- ar styddust einungis við fásagnir Séð og heyrt af lífi þess. Það yrðu þó án efa stórskemmtilegar ævi- sögur á sama hátt og sagan af Þóru biskups er. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Stórskemmtileg og vel stíluð saga en dálítið ágripskennd og sjónarhornið þröngt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.