Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 18
„Ég mun opna jólasýningu í menn- ingarhúsinu Hofi þann fyrsta í aðventu en þá helgina hefst jóla- dagskrá í Hofi,“ útskýrir Hugrún Ívarsdóttir, eigandi Laufabrauðs- setursins á Akureyri. Á sýningunni verða meðal annars skúlptúrverk af laufa- brauði unnin í plexigler og dúkar, servíettur og löberar á borð sem Hugrún hefur unnið undanfarin ár. „Ég verð einnig með nýja vöru, dúk með laufabrauðsmunstri sem er 150 sentimetrar á breidd og fæst í metratali. Þá er hægt að sérsníða hann á borð eftir stærð.“ Hugrún er útstillingahönnuður að mennt. Meðan hún bjó um tíma í Noregi fyrir nokkrum árum vann hún fyrir heimilisiðnaðarfélag þar og fékk áhuga á að hanna nytja- hluti með skírskotun í þjóðleg- an arf. „Þegar ég kom heim valdi ég laufabrauðið til að vinna með en það þekkist ekki annars stað- ar í heiminum að skreyta brauð á þennan hátt. Ég er Akureyringur og ólst upp við að laufabrauð væri skorið heima hjá mér en í gömlum heimildum er laufabrauðið sagt jólabrauð á Norðurlandi. Ég opn- aði svo Laufabrauðssetrið fyrir rúmu ári.“ Í nýrri vörulínu hefur Hug- rún fært sig úr laufabrauð- inu en hún lætur framleiða værðarvoðir úr ull sem hún kallar Blóm lífsins. „Þær eru unnar upp úr gömlum söðuláklæðum sem konur sveipuðu um sig þegar þær ferðuðust ríðandi um landið.“ Nánar má forvitnast um vörur Hugrúnar á vefsíðunni, www.merkilegt.is. heida@frettabladid.is Laufabrauð á líndúkum Hugrún Ívarsdóttir rekur Laufabrauðssetrið við Strandgötuna á Akureyri en hún hefur í nokkur ár unnið dúka, servíettur og svuntur með laufabrauðsmunstri. Á aðventunni heldur hún sýningu í Hofi. Hugrún Ívarsdóttir vinnur með þjóðlegar hefðir og sækir innblástur meðal annars í laufabrauð. Dúkur sem fæst í metratali er nýjung frá Hugrúnu. Á sýningunni í Hofi verða meðal annars dúkar, servíettur og svuntur með laufa- brauðsmunstri. Spörfuglaklemmur, sem fást á sölusíðunni www.designforuse.com, eru dæmi um hvernig má fegra hversdagslega hluti. Klemmurnar eru svo sætar að líklega tíma fæstir þeim á þvottasnúrurnar, enda má allt eins nota þær til að hengja upp póstkort, barnamyndir eða annað smálegt á litlar vírsnúrur sem festar eru á vegg. VETRARDAGAR 20% AFSLÁTTUR AF SPARIFATNAÐI Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Púðar í úrvali Verð frá 2.900 kr Íslenskir sófar Yfir 90 mismunandi gerðir. Mál og áklæði að eigin vali. 327. 900 kr Lyon horns ófi 2H 2 Verð frá Auglýsingasími Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.