Kylfingur - 01.05.2001, Síða 7
nýtt klúbbhús við völlinn, í Tyrklandi
voru síðari níu holumar á Kemer vellin-
um gerðar árið 1996 þannig að það er
Ijóst að John Nolan kann best við sig þeg-
ar eitthvað er að gerast í kringum hann.
John segir gaman að hitta „gamla“
kunningja á ný. „Það er fullt af fólki sem
kernur til mín núna sem ég þekki frá fyrri
tíð. Eg segi nú til gamans að ég sé svo
mikill bisnessmaður að ég hafi komið fyr-
ir nokkmm ámm til að kenna þeim
og nú sé ég kominn til að leiðrétta vit-
leysuna sem ég kenndi fólkinu þá. En
það er mjög gaman að hitta allt þetta
fólk á ný. Um daginn var ég að kenna
manni á besta aldri, sem ég kannaðist
aðeins við frá því í gamla daga.
Strákurinn hans var í næsta bás að slá
og pabbinn segir við guttann:
„Heyrðu þú þekkir ekki Nolan, er
það?“ Strákurinn horfir á pabba sinn
og hélt nú það. „Hann kenndi mér
þegar ég var sex ára!“
Kom í heimsókn í sumar
Það var eiginlega hálfgerð tilviljun
að ég kom aftur hingað. Samningur
minn í Tyrklandi var mnninn út og
María dóttir mín hafði samband og
stakk upp á því að ég kæmi í heim-
sókn og það varð úr enda hafði ég
ekki komið til Islands síðan 1994.
Þegar ég kom sagði hún mér að margir
klúbbar hefðu frétt að ég væri að koma og
að það væri búið að bóka mig hingað og
þangað um landið. Ég taldi að það yrði í
lagi að kenna einn og einn dag, en þá
sagði hún mér að það væri meira en einn
og einn dagur. Nema hvað, við ákváðum
að slá til og Julie, konan mín kom með
mér og við ferðuðumst víða um land og
skoðuðum það og ég hitti marga gamla
kunningja. Við fómm til Sauðárkróks,
Vestmannaeyja og víðar og þetta var
mjög skemmtilegt.
Ég vissi að Joe var að hætta hjá GR og
Guðmundur S. vinur minn spurði hvort
ég hefði ekki áhuga á að koma aftur. Ég
var svo sem alveg til í það enda líkaði mér
vel hér þegar ég var héma og það varð úr
að ég sótti um starfið eins og margir aðr-
ir. Síðan var hringt í mig og ég kom hing-
að til viðtals og var ráðinn og hér er ég.“
Er ekki hundleiðinlegt að vera inni við
golfkennsluna?
„Nei, nei. Tímabilið hér er styttra en
víðast þannig að maður er meira inni við,
en það hefur líka sína kosti því það er best
fyrir byrjendur að hefja ferilinn inni. Þá
geta menn einbeitt sér að sveiflunni en
em ekki of uppteknir af landslaginu eða
veðrinu. Það hafa orðið miklar framfarir
varðandi æfingar kylfinga og við verðum
að fylgjast vel með því, eins og til dæmis
í sambandi við tölvuvæðingu kennslunn-
ar. Við verðum að koma upp betri inni að-
stöðu en við höfum í dag og það verður
gert. Eins held ég að það sé gott fyrir
kylfinga að æfa í raun minna en betur. Það
er nóg að slá í net í korter á dag í stað þess
að standa klukkutímunum saman og
og það bendir til aukins áhuga á íþrótt-
inni. Ég hef líka látið mér detta í hug að ef
árgjaldið væri hækkað um 2-3.000
krónur þá væri grundvöllur fyrir því að
hafa kennara allan veturinn og þá gætu
klúbbmeðlimir komið að slá hvenær sem
þeir vilja og kennaramir gengju á milli og
lagfærðu og leiðbeindu. Þetta myndi ekki
kosta neitt fyrir meðlimi klúbbsins nema
auðvitað hærra árgjald. Ég held að þetta
Áður en lagt er af stað. F.v. Magnús Jónsson, John Nolan, Ólafur Tómasson, og Konráð Bjarnason.
lemja í net án þess að hugsa hvað menn
em að gera.
Örlítið hærra gjald - miklu meiri
þjónusta
Ég held að það yrði mjög gaman fyrir
kylfinga ef við gætum lengt tímabilið
með því að bæta inniaðstöðuna. Ég er
ekki að tala um höll með æfingasvæði
heldur em til tölvur þar sem fólk getur séð
nákvæmlega hvernig sveiflan er og lagað
hana út frá því. Það hefur verið mjög mik-
ið að gera hjá mér síðan ég kom í janúar
I ðstoðari
f
Nolans 1 sumai
Derríck Moore
sem er GR-ingum að
góðu kunnur.
Hann kennirí Grafai
gæti verið góð aðferð til að lengja tímabil-
ið því það er fullt af fólki sem vill vera
undir leiðsögn kennara allt árið. Ég er líka
viss um að með aukinni tækni mun fólk
hafa meira gaman af að slá inni, enda er
það mjög góð leið til að halda sér við og
breyta og lagfæra því það er alltaf hægt að
laga einhver smáatriði í sveiflunni.
Auðvitað er gaman að spila golf úti á
velli, en til að menn geti það þurfa þeir
fyrst að læra það. Það er með spila-
mennskuna eins og æfingamar, það er
ekki nóg að fara út á völl og lemja og
lemja. Það þarf að hugsa og skipuleggja
leik sinn.“
Þegar Nolan kom til landsins í janúar
hafði hann samband við fjölmörg fyrir-
tæki og stofnanir og bauð þeim þjónustu
sína. Það skilaði sér heldur betur því „það
hefur verið brjálað að gera og margir hóp-
ar koma frá fyrirtækjum,“ segir Nolan og
segist hafa miklu meira en nóg að gera -
en þannig vill hann líka hafa hlutina.
Þurfum fleiri einfalda velli
„Ég gæti best trúað því að ég sé með
um fimmtánhundruð nýja kylfinga á æf-
ingum. Það er auðvitað allt of mikið því
klúbburinn getur ekki tekið við svo mörg-
KYLFINGUR 7