Kylfingur - 01.05.2001, Page 11

Kylfingur - 01.05.2001, Page 11
Unglingastarfið hefur gengið mjög vel í vetur, og ásókn í æf- ingar verið mikil. John Nolan og Haraldur Þórðarson hafa séð um tækniæfingar og Hinrik G. Hilmarsson hefur kennt um- gengni um vellina og golfregl- ur. Unglingastarfinu verður haldið áfram í sömu mynd í maí og verið hefur í vetur, þ.e. æfingar verða á laugardags- morgnum. I júní hefst svo sum- arstarfið. Unglingun- um verður skipt í hópa eftir aldri, og fær hver hópur tvo æfingatíma i viku, í tvær klukku- stundir hvem. Æfing- amar fara fram í Graf- arholti. Boðið verður uppá a.m.k. fjögur innanfé- lagsmót unglinga í sumar, ferð á Hellu, GR peysu og svo á að enda sumarið með uppskeruhátíð. Þetta verður nánar kynnt unglingunum bréfleiðis. Það er algjört forgangsmál unglinganefndar að allir þeir unglingar sem taka þátt í starfi klúbbsins fái gilda forgjöf sem allra fyrst í sumar. Það skal tekið fram að ætlast er til að böm og unglingar leiki golf á völlum klúbbsins fyrri hluta dags. Þeim er ekki heim- ilt að bóka rástíma eftir kl. 14:00 og leika, nema í fylgd fullorðinna kylfinga. Myndimar með greininni em frá verðlaunaafhendingu Landsmóts unglinga sem fram fór í Grafarholti í fyrra. KYLFINGUR 11 Ijfc* H

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.