Kylfingur - 01.05.2001, Side 26

Kylfingur - 01.05.2001, Side 26
Þorsteinn Sv. Stefánsson Slór vrið lerik Golfarar! Lesið reglu 6-7, hœfileg töf Góðir kylfingar. Sólin hækkar óðum á lofti og þótt vet- urinn hafi verið snjóléttur og margir spil- að golf á Korpúlfsstöðum í mest allan vet- ur, eru þó aðrir sem nú fara að hugsa til hreyfings. Veðrið um páskana hefur verið ágætt og mikill fjöldi manna spilað um hátíðamar. Mikil aðsókn er í golfið og oft biðröð að komast út á vellina, a.m.k. hér á Reykjavíkursvæðinu. I þessu sambandi vil ég ræða svolítið um reglu 6 - 7, hæfi- ieg töf. Slór við leik. Þegar margir eru að spila og mikil ásókn að komast á völlinn er gríðarlega mikilvægt að farið sé eftir þessari reglu, en hægur leikur er orðið eitt að mestu vandamálum golfíþróttarinnar og virðast sumir halda að þeir séu einir á golfvellin- um og þurfi ekki að hugsa um aðra en sjálfa sig. Aðurnefnd regla segir svo: ,fieikmaðurinn skal ávalt leika án óhœfi- legrar tafar og samkvœmt sérhverjum þeim viðmiðunarreglum um leikhraða sem nefndin kann að hafa settfram. Eftir að lokið er leik um holu og þar til leikið er á nœsta teig má leikmaður ekki tefja leik á nokkurn hátt.“ Síðan segir í athuga- semd 2: „Nefndin má, til þess að fyrir- byggja slór við leik, setja í keppnisskil- málum (regla 33-1) fram viðmiðunar- reglur um leikhraða, með hámarkstíma leyfðum til að Ijúka fyrirskipaðri umferð, holu eða höggi. Nefndin má, í höggleik aðeins, breyta í slíkum skilmála víti fyrir að brjóta þessa reglu þannig: Fyrsta brot 1 högg, annað brot tvö högg, seinna brot frávísun.“ Hér er nefndinni gefið talsvert vald til þess að setja eigin reglur innan skil- greinds ramma til þess að leikur gangi fljótar fyrir sig. I golfmótum á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur höfum við undanfarin nokk- ur mörg ár haft slíkar viðmiðunarreglur um leikhraða. Gefinn er ákveðinn tími til að leika hverja holu og einnig til að leika hvert högg. Fyrst fá menn viðvörun og ef það dugar ekki er heimild til að fylgjast með hópnum og mæla högghraða hvers leikmanns með skeiðklukku. Þetta er gert til þess að hugsanlegt víti komi ekki nið- ur á öðrum en þeim sem það eiga skilið, því oft er svo að einn sökudólgur í hópn- um er þess valdandi að leikhraði hópsins verður hægari, en hann annars yrði. Skulu hér nefnd nokkur dæmi: 1) Margir eru ótrúlega tregir að hleypa framúr. Þó er skylt að hleypta framúr þeim hópum sem leika hraðar. Sömu- leiðis mega hópar ekki halda öðrum hópum fyrir aftan sig meðan þeir eru að leita. Strax og hópurinn byrjar að leita bolta, skulu þeir hleypa næsta hópi framúr svo framarlega að hann sé tilbúninn til þess. Eitt mikilvægasta atriðið til að auka leikhraða er að hleypa framúr. 2) Talsverður tími fer í leikinn á flötun- um. Kylfingar eru að taka út púttlínu frá öllum mögulegum sjónarhomum. Þeim mætti benda á að taka menn eins og Colin Montgomerie eða Ian Woosnam sér til fyrinnyndar. Það em kylfingar á heimsmælikvarða sem ekki eru að dunda við leikinn. Enn annað sem menn gætu gert á flötunum er að ljúka við stuttpútt, en merkja ekki alltaf hvert einasta pútt. Það er leyfilegt samkvæmt reglunum að ljúka við stuttpútt á flötinni. Það er æskilegt og víða hvatt til þess að það sé gert. 3) Ekki leita lengur en 5 mínútur. Meist- araflokkskylfingamir okkar gæta þess vel að fara ekki yfir tímann, enda vita þeir að það þýðir víti. Hinsvegar er meðalkylfingurinn ekki eins nákvæm- ur með þennan tíma. Þeim hættir til að gleyma sér og leita of lengi. Nauðsyn- legt er að einhver í hverjum hópi taki tímann. 4) Leikið varabolta þegar þið teljið hættu á að bolti ykkar geti verið útaf eða týndur (þó ekki í vatnstorfœru). Það flýtir leik að þurfa ekki að snúa aftur til að setja nýjan bolta í leik. Það er leiktöf að fara tilbaka, e.t.v. heila holu, til þess að ná í kylfu sem maður hef- ur gleymt og þar af leiðandi kostar það víti. Það er óleyfilegt að leyfa leikmönnum að hætta leik til að fá sér næringu meðan á leik stendur, nema slíkt taki örstutta stund. Dómur 6 - 8a/2.5 tekur á þessu atriði. Þar er sagt að nefndin geti þó, í keppnis- reglum viðkomandi móts, leyft leikmönn- um að stöðva leik í mesta lagi 5 mínútur til að fá sér næringu, ef hún álítur að það sé góð ástæða til þess, t.d. af heilsufarsá- stæðum, ef hætta er á ofþurrki vegna vökvataps eða einhverju öðru sjúkdóms- ástandi. Ailir sem leika í injög heitu lofts- lagi vita að þeir þurfa að hafa með sér drykkjarföng til þess að koma í veg fyrir einkenni af völdum of mikils vökvataps. Eins og ég hef sagt er nauðsynlegt að leikurinn gangi hraðar en verið hefur til þess að fleiri komist á völlinn. Þetta er mál, sem varðar alla kylfinga og hefur verið ofarlega á baugi í golfheiminum undanfaiin ár. Golfreglunefnd St. Andrews og Banda- ríska golfsambandsins hafa sett inn í regl- umar ákvæði um slór við leik og gefið nefndunum vald til þess að fylgja eftir leikhraða með tímatöflum. Leikmenn ættu að venja sig á að leika án tafar, leika varabolta í hvert sinn sem þá gmnar að bolti þeirra kunni að hafa farið út af, eða sé týndur án þess að vera í vatnstorfæru. Reglan um varabolta er til þess að flýta leik. Hins vegar verða kylfingar ávallt að gefa sér tíma til að laga eftir sig það sem þeir skemma með leik sínum t.d. leggja torfusnepla í farið, raka glompur og um- fram allt að gera við niðurkomu eftir bolta sinn á flötum. Þetta síðasta atriði er senni- lega það sem menn trassa mest og vil ég enda þessi orð mín með því að biðja menn að láta það ekki koma fyrir að laga ekki flatimar eftir sig. Gleðilegt golfsumar. Þorsteinn Sv. Stefánsson. 26 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.