Kylfingur - 01.05.2001, Side 33
/t vu i l ví í/í i tsr u
í booi
Lexus
og
Colin M
Islenska liöið tilbúið í slaginn.
F.v.: Guðnmndw Óskarsson, Björn Víglundsson,
markaðsstjóri hjá P. Samúelssyni hf, Ingi Björn
Albertsson, Porsteinn Hallgrímsson og Finnbogi
V. Finnbogason
Bifreiðaframleiðandinn Lexus stóð fyrir
golfmótum í flestum löndum Evrópu í
fyrra og var sigurvegurunum frá hverju
landi boðið til lokakeppni sem haldin var í
Frakklandi í október.
Umboðsaðili Lexus á Islandi, P.
Samúelsson hf. hélt Opna Lexus mótið í
Grafarholtinu þann 16. júlí. Fjöldi þátttak-
enda var takmarkaður við 160, og komust
færri að en vildu. Leikið var í þremur
forgjafartlokkum og auk þess veitt
verðlaun fyrir besta skor án forgjafar.
Verðlaunin voru glæsileg, eða ferð á
golfmót í Frakklandi, þar sem leikin var
liðakeppni. Gestgjafi á mótinu í
Frakklandi var enginn annar en Skotinn
góðkunni, Colin Montgomerie.
Islenska liðið skipuðu Þorsteinn
Hallgnmsson GR, Ingi Bjöm Albertsson,
GR, Finnbogi V. Finnbogason, GR og
Guðmundur Oskarsson, GK. Fararstjórar
voru þeir Bjöm Víglundsson,
markaðsstjóri hjá P. Samúelssyni hf. og
Haraldur Stefánsson, sölustjóri Lexus á
Islandi.
Leikið var á Fregate Hotel & Golf
Resort, stórglæsilegum golfvelli í
suðurhluta Frakklands. Móttökumar og
umgjörðin vom ævintýri líkust, þar sem
golfsýning og kennsla frá Colin
Montgomerie var hápunkturinn.
Opna Lexus mótið fer aftur fram á
Grafarholtsvelli, nú þann 25. ágúst. Mót
sem enginn ætti að missa af.
Porsteinn
Hallgrímsson
tók viðtal við
Monty, sem sýnt
verður á Sýn.
KYLFINGUR 33