Kylfingur - 01.05.2001, Side 35

Kylfingur - 01.05.2001, Side 35
Glæsilegur búningur GR Viktor Sturlaugsson, formaður öldunganefndar skartar hér hinum glæsilega CR-búningi. Fyrir tveimur árum var fyrst kynntur þessi nýi GR-búningur sem samanstendur af Lacoste peysu i hæsta gæðaflokki, rúllukragabol og pólóbol. Búningurinn fæst í golfverslunum GR að Korpúlfsstöðum og í Grafarholti. Settið kostar aðeins kr. 14.000. GR ingar eru hvattir til þess að fara að fordæmi Viktors og vera snyrtilega klæddir á vellinum. Hér má sjá Hannes Marinó Ellertsson, vallarstarfsmann á Korpu benda á fótspor sem myndast hafa í 2.flötinni á Korpunni. Slík spor myndast þegar gengið er á flötunum í frosti. Svona brunasár geta haft mjög slœmar afleiðingar, og grasið hreinlega drepist. Félagar eru minntir á að ganga ekki inná flatirnar yfir vetar- timann. Þœr eru ekki afgirtar að ástœðulausu. Nokkur brögð hafa verið að þvi að menn hafi leikið inn á sumarflatirnar í vetur. Það getur skemmt flatirnar mikið, og þýðir eingöngu að hœgt verður að opna þœr seinna á vorin. kvenna árið 2000 Frábær árangur GR Ragnhildur Sigurðardóttir og Herborg Amarsdóttir unnu öll stigamót GSI á síðastliðnu ári, að undanskildu Landsmótinu, sem fram fór á Akureyri. Þar náðu þær ekki að sýna sitt rétta andlit. Þá var bætt um betur helgina eftir, í sveitakeppni GSI. Leikið var á ágætum velli Keilis- manna í Hafnarfirði, en þar hreint út sagt völtuðu þær yfir alla sína andstæðinga. Ragnhildur náði þeim merka árangri að leika aldrei lengra en að 14. teig, en hún hafði sigrað alla andstæðinga sína er þangað var komið. Herborg skellti meðal annars nýkrýndum íslandsmeist- ara, Kristínu Elsu Erlendsdóttur GK, með löngu pútti á 19. holu í æsispennandi leik. Lið GR sigraði lið GKj í úrslitaleik, 2-1. Þetta er annað áiið í röð sem lið GR sigrar í sveitakeppni kvenna. I sveitinni voru auk Ragnhildar og Herborgar, þær Kristín Rós Kristjánsdóttir, Katla Kristjánsdóttir, Lára Hannesdóttir og Sólveig Ágústsdótt- ir. Liðsstjóri var enginn annar en hinn eitilharði Stefán Gunnarsson og rná segja að Irann hafi endurvakið mulningsvélina í þessari sterku sveit GR. KYLFINGUR 35

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.