Kylfingur - 01.05.2006, Síða 56
Nafn? Sigurbjörn Svavarsson
Aldur? 56
í GR síðan? Fyrst 1979, settur
þá í ungbamastraff, en byrj-
aði aftur 1994
Forgjöf? 13,9
Slæsari eða húkkari? Endalaus
barátta við slœsið
Sullari eða þrípúttari? Mitt á
milli, - tvípúttari að meðaltali
St. Andrews eða Augusta
National? Hvorugt ennþá, það
verður Meklia-ferðin
Erfiðasta höggið í golfi? Að
tryggja í 1 o metra pútti á
erfiðri hallandi flöt
Uppáhaldsbraut á völlum GR?
Fjórða brautin í Grafarholti,
alltaf sjéns á fugli
Uppáhaldsvöllur? Grafarholt í
júlí, vel gróinn, allar gerðir af
brautum
Skemmtilegasti kylfingurinn? Ég
að spila með sjálfum mér
Draumahollið? Allir skemmtileg-
ir golfarar, þeir leiðinlegu í
einhverju öðru holli
Markmið í golfinu? Dreymir enn
um að þegar ég fór niður í
10,1 í forgjöf, kemst þangað
aftur ef ég losna við slœsið!!
Holl ráð fyrir golfið? Njóttu þess
Ertu í golfklíku og ef svo er, hver er
hún? Golfdeild AGGF
Ég held með? Öllum golfurum,
golfíþróttin gefur fólki fœri á
að stunda hana til gamals-
aldurs
Að vera í GR er? Gott, frábœrir
vellir, mikill metnaður hjá
stjórn og ég óska þeim og öll-
um golfurum til hamingju með
Bása.
Eftir tveggja ára nám í grasvallarfræð-
um í Skotlandi og með dálitla skuld á
bakinu fannst mörgum orðið tímabært
að fara að koma sér heim og fara að
vinna og reyna að nýta þessa menntun.
En þá datt upp í hendurnar á mér
tækifæri sem ekki var hægt að sleppa
þannig að ég hringdi heim og sagði frá
því að ég ætlaði að fara til Bandaríkj-
anna og læra meira og vinna aðeins
með því sem hluti af menntuninni.
Eg er núna staddur í bæ sem heitir
Dalton í Minnesota fylki, um það bil eins
klukkutíma fjarlægð ífá Fargo og um
tveggja og hálfstíma fjarlægð frá Minnea-
polis, hér er ég að vinna ásamt öðmm ís-
lendingi sem heitir Sölvi Pétursson. Við
erum í prógrammi sem er stutt af véla-
framleiðandanum Toro og er séð um af
fyrirtæki sem heitir Communicating for
Agriculture. Þetta prógram er þrískipt,
fyrst verðum við hér í Minnesota síðan
verður haldið til suðurs til Flórída eða
Kalífomíu og þegar þeim kafla er lokið er
svo sest á skólabekk í einum virtasta gras-
vallafræðiskóla í heimi sem heitir Penn-
sylvanía State University, en hann er stað-
settur mitt á milli Ffladelfíu og Pittsburg.
Þetta er einnig einn stærsti háskólinn í
Bandaríkjunum og er mér sagt að það búi
um 80.000 manns inni á háskólasvæðinu,
einnig fannst mér mikið til þess koma að
fótboltavöllur skólaliðsins tekur hvorki
meira né minna en 105.000 manns í sæti.
Golfvöllurinn sem við emm að vinna á
núna er bara lítill níu holu völlur sem heit-
ir Stalker Lake og fengum við að vita það
við komuna að við myndum eiginlega sjá
um völlinn, en við tókum því svona nokk-
uð létt maður veit aldrei hvað maður á að
búast við. Því hefur það komið mikið á
óvart hversu mikið við ráðum rekstrinum
sjálfir fyrir utan að við höfum ráðgjafa
sem kemur einu sinni í viku og kannar
stöðuna á okkur, þetta er partur af þjálfun
til stjómunar seinna meir. Þegar við för-
um svo suður á bóginn verðum við á ein-
hverjum stærri velli og fáum þá lítið að
stjóma en læmm þar af leiðandi meira.
Veðrið héma hefur verið alveg ótrúlega
gott undanfama daga og finnst manni al-
veg nóg um í öllum þessum hita en þetta
á víst eftir að versna til muna þar sem
venjulegur hiti hér um miðjan ágúst er um
35 °C og mikill raki þannig að maður von-
ast bara til að lifa það af.
Ég vona að þið eigið öll gott golfsumar
bæði í golfi og veðri.
Með GR kveðju
Hólmar Freyr Christiansson.
52 KYLFINGUR