Kylfingur - 01.05.2006, Page 75

Kylfingur - 01.05.2006, Page 75
ur Herborgu Amarsdóttur, Láru Hannes- dóttur, Ragnhildi Sigurðardóttur og Helenu Ámadóttur varð íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni. Unglingar íslandsmót unglinga í höggleik: Þórður Rafn Gissurarson varð Islands- meistari drengja í flokki 16-18 ára. Berglind Bjömsdóttir varð íslands- meistari í flokki stúlkna 12-13 ára. Hanna Lilja Sigurðardóttir varð ís- landsmeistari í flokki stúlkna 16-18 ára. Elísabet Oddsdóttir varð íslandsmeist- ari í flokki stúlkna 14—15 ára. Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð íslandsmeistari í flokki 13 ára og yngri drengja. Piltasveit GR 14-15 ára, skipuð Pétri Frey Péturssyni, Axel Ásgeirssyni, Heimi Þór Moithens, Amóri Frey Styrmissyni og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni varð íslandsmeistari í sveitakeppni. Liðsstjóri var Karl Andrésson. \M\ l Hj , -m iSss. \ ‘iw Éá Sigurvegarar í Opna GRIHeineken urðu Gestur Gunnarsson og Jón Guðmundsson úr GKG. íslandsmót unglinga í holukeppni: Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð íslandsmeistari drengja 13 ára og yngri. Axel Ásgeirsson varð Islandsmeistari drengja í flokki 14—15 ára. Hanna Lilja Sigurðardóttir varð Is- landsmeistari í flokki 16-18 ára stúlkna. Stigakeppni unglinga: Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð meistari drengja í flokki 13 ára og yngri. Pétur Freyr Pétursson varð meistari drengja í flokki 14—15 ái'a. Þórður Rafn Gissurarson vai'ð meistari drengja í flokki 16-18 ára. í afreksnefnd sátu Magnús Oddsson, formaður, og með honum Einar Sigur- jónsson og Tryggvi Pétursson. Forgjafar- og aganefnd Tvö mál kornu inn á borð nefndarinn- ar á þessu starfsári. Niðurstaða nefndar- innar í öðm niálinu var birt opinberlega en hitt málið afgreitt með sáttatillögu sem báðir aðilar samþykktu. Nefndin hefur auk þess fylgst undanfarin tvö ár með for- gjafarskráningum félagsmanna, og er það áhyggjuefni að 51% félagsmanna leika ekki tilskilda hringi til forgjafar ár hvert og skv. ströngustu reglum er forgjöf þeir- ra því ógild. í forgjafarnefnd eru Jónas Valtýsson, formaður, Stefán Pálsson og Guðni Hafsteinsson. Störf nefnda. Á vegum klúbbsins starfa nokkrar nefndir sem sinna afmörkuðum þáttum starfseminnar. Kvennanefnd. I kvennanefnd Guð- laug Pálsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Brynja Guðmundsdóttip Marólína Er- lendsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Unglinganefnd var undir forystu Viggós Viggóssonar, en með honum í nefndinni var Sigurjón Árni Ólafsson og Bjöm H. Bjömsson. Öldunganefnd laut formennsku Ómars Arasonar en með honum í nefnd- inni voru Ágúst Geirsson, Hilmar Karls- son og Kristín Ó. Ragnarsdóttir. Allar þessai' nefndir störfuðu af þrótti og skiluðu góðu verki á starfsárinu. Á vegum nefndanna fer fram mikið og gott félags- starf nánast allt árið. Tímans vegna mun ég ekki rekja einstaka þætti í starfi nefnd- anna heldur læt við það sitja hér að þakka öllum sem unnið hafa í og með nefndun- um færa kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Ég hef óskað þess við formenn nefndanna að þeir taki saman stuttar skýrslur um störf nefndanna og birti þær á heimasíðu klúbbsins. Kappleikir Kappleikjahald var með hefðbundnu sniði og síðastliðið sumar. I Meistaramóti GR léku 510 kylfingar sem er metþátt- taka. Skýrsla kappleikjanefndar verður einnig birt á heimasíðu klúbbsins. For- nraður kappleikjanefndar er Jón Pétur Jónsson. Kylfingur Gefið var út eitt eintak af Kylfingi auk tveggja fréttabréfa þar sem fram koma stuttar fréttir um það sem er að gerast í starfi klúbbsins. Björn Víglundsson er rit- stjóri Kylfíngs. Rœsing og eftirlit Fimm ræsar störfuðu hjá klúbbnum í sumar. Einn ræsir var ávallt á vakt í Graf- arholti, en tveir í mótum. Tveir voru á vakt á Korpunni yfir háannatímann. Samstarf við golfklúbba Félagar í GR geta spilað frítt skv. samkomulagi á Hellu, hjá Leyni á Akranesi, í Leirunni hjá GS og í Þorláks- höfn. 1750 hringir voru leiknir á Garðavelli á Akranesi. 1632 hringir á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. 1346 hringir á Hólmsvelli í Leiru og 1264 hringir voru á Hellu. Alls léku félagsmenn í GR um 6.000 hringi á vinavöllum klúbbsins. Samstarf- ið gekk vel án undantekninga Golfkennarar Derrick Moore var aðalgolfkennari klúbbsins. Honum til aðstoðar var David Rekstur vallanna á síðasta sumri Skelfilegt golfsumar. Versta vor í ára- tug og svo varð september mánuður sá kaldasti í meira en 100 ár. Kaldari en frostaveturinn mikla! Opnað var inn á Barnwell. KYLFINGUR 71

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.