Kylfingur - 01.05.2006, Qupperneq 78

Kylfingur - 01.05.2006, Qupperneq 78
að ógleymdu meistaramóti klúbbsins sem er stærsti golfatburður hvers árs á landinu. Stjórn klúbbsins reynir að stuðla að því að klúbbhúsin séu í bærilegu ástandi og að veitingaaðstaðan sé góð. Við reynum að ala starfsfólk okkar upp í því að vera kurt- eist og lipurt við klúbbfélagana. í Básum hefur skapast alveg ný vídd í æfingaað- stöðu á íslandi og þar sér maður fólk tug- um og hundruðum saman mæta og æfa sig, fá sér kaffi, reyndar við fmmstæðar aðstæður, og spjalla við náungann. Það er alveg rétt sem spjallaramir segja. Stjóm GR hefur ekki skapað neinn félagsanda í klúbbnum. Það sem meira er ég held hún muni aldrei geta það og hún eigi ekki einu sinni að reyna það. Hún á hins vegar að reyna að skapa umgjörðina fyrir félags- andann en „andinn" verður auðvitað að koma frá félagsmönnunum sjálfum. 2 Fyrirtækjamótin Það eru engin ný sannindi að Grafar- holtsvöllur er langeftirsóttasti völlur landsins fyrir fyrirtækjamót. Þar kemur þrennt til, góður völlur, góður golfskáli og afburða veitingasala. Til þess að geta haldið þessum gæðum þaif að afla fjár til þess að geta gert hlutina vel úr garði. Fyr- irtækjamótin skipta miklu máli í tekjuöfl- un GR. Við höfum mjög reynt að stýra fyrirtækjamótunum þannig að þau verði í auknum mæli á Korpunni. Það hefur ekki tekist. Skiptir þar án vafa mestu máli að veitingaaðstaðan er ekki sambærileg við þá sem við höfum héma í Grafarholtinu. Til að jafna hlut Korpunnar að þessu leyti væri óhjákvæmilegt að leggja í mjög kostnaðarsamar endurbætur á golfskálan- um þar. Fjárhagsstaða okkar er ekki þann- ig að líkiegt sé að í slíkar breytingar verði ráðist á allra næstu árum. Ókosturinn við fyrirtækjamótin er sá að loka þarf þeim velli sem notaður er fyr- ir félagsmönnum þann tíma sem mót stendur. Hér takast því á gagnstæðir hagsmun- ir. Þörf klúbbsins til þess að afla fjár til rekstrar og uppbyggingar og hagsmunir félagsmanna af því að hafa sem minnstar takmarkanir á aðgangi að völlum okkar. Eins og alltaf þegar svo háttar þurfa menn að taka ákvörðun sem í eðli sínu hlýtur að hafa kosti og ókosti. Ákvörðun stjórnar GR var sú að setja reglur um fyrirtækja- mót þess efnis að almennt skuli fyrir- tækjamót haldin á virkum dögum, fyrir hádegi og þá ræst út af öllum teigum. Yfirleitt er ræst út kl. 9.00 og leik lokið fyrir kl. 14.00, þannig að viðkomandi völlur er opinn félagsmönnum frá kl. 14.30 eða svo. Þá gildir sú regla að ekki skuli vera mót á báðum völlum klúbbsins nema í meistaramóti, bændaglímu og jónsmessu. Fyrirtækjamótin hafa mest lent á föstu- dagsmorgnum og verið í Grafarholtinu. Reynsla til margra áratuga sýnir að að- sókn á vellina á þessum tíma er ekki mik- il og ég hef gengið úr skugga um að þeg- ar fyrirtækjamót hefur verið á öðrum vell- inum okkar á þessum tíma þá hefur nán- ast án undantekninga verið hægt að fá rás- tíma á hinum vellinum. Að auki er það svo, og því má ekki gleyma, að GR ingar hafa aðgang að fjórum öðmm 18 holu völlum sem eru innan seilingar. Það er rétt að geta þess að fyrirtækja- mótin skiluðu klúbbnum 12,7 mkr í tekj- ur á þessu ári og þar að auki er tilvist þeir- ra mjög mikilvægur þáttur í rekstri veit- ingasölunnar í Grafarholtinu og eiga stór- an þátt í því hversu góð sú þjónusta er við okkur og gesti okkar. Þess er líka skylt að geta að heimilt er að víkja frá almennu reglunni um fyrir- tækjamótin og það var gert í nokkur skipti síðasta sumar. í ljósi þehrar gagnrýni sem frarn hefur komið verður það endurmetið hvort rétt sé að heimila jafnmargar undan- tekningar í framtíðinni eins og varð síð- asta sumar. Það er rétt að undirstrika að samkvæmt reynslunni er fyrrihluti föstudags ekki annatími á golfvöllunum. Það er því ein- faldlega ekki rétt, sem stundum er sagt, að félagsmenn GR komist oftsinnis ekki í golf á völlum klúbbsins vegna fyrirtækja- móta, þótt þess kunni vissulega að vera dæmi. Höfum í huga að í öllum öðrum golfklúbbum á íslandi þýðir fyrirtækja- mót það að félagsmenn komast ekki í golf á eigin velli meðan á mótinu stendur. Þá stöðu þurfum við ekki að þola. 3 Básar Að því er fundið að ekki sé veittur sér- stakur afsláttur í Básum fyrir GR-inga. Það sé til lítils að vera félagsmaður í GR fái maður ekki þjónustuna í Básum á öðru verði en þeir sem ekki eru í félaginu. Það er reyndar ekki rétt forsenda að GR-ingar hafi ekki notið neinna sérkjara í Básum. Með félagsskírteininu í ár fylgdi réttur til þess að taka út 100 bolta í Básum án greiðslu. Það er rétt að rifja það upp að það byggðist á mikilli bjartsýni að reisa Bása. Sumir töldu okkur ruglaða að láta okkur detta í hug að byggja mannvirki af þessari stærð. Kostnaðurinn við bygginguna með tækjum og öðm sem þarf er orðinn 130- 140 milljónir króna. Styrkur Reykjavíkur- borgar og framlagið frá R&A í Skotlandi námu innan við 50% stofnkostnaðarins. Staðreyndin er því sú að GR hefur fjár- magnað meira en helminginn af stofn- kostnaði Bása með lánsfé. Þetta sést í reikningum klúbbsins. Til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem klúbb- urinn hefur tekið á sig vegna Bása þurfum við verulegar tekjur frá rekstrinum. Stjóm GR skilgreindi stöðuna þannig í upphafi að Básar væru byggðir fyrir GR-inga en jafnframt væru allir aðrir kylfingar vel- komnir, - hvort sem þeir eru GR-ingar eða ekki. Væru Básar einungis notaðir af okkur GR-ingum er alveg augljóst að reksturinn væri mjög erfiðui- og nauðsynlegt yrði að hækka félagsgjöldin til þess að greiða niður fjárfestinguna. Ég lít því svo á að við GR-ingar eigum að þakka gestum okkar sem koma í Bása fyrir að láta sjá sig og við eigum að horfa þannig á málið að með því séu þeir að hjálpa okkur að láta þessa miklu fram- kværnd ganga upp. Að mínu mati væm það fráleit skilaboð til gesta okkar að láta þá greiða hærra gjald en við gerum sjálf. Mér finnst að við eigum frernur að gleðj- ast yfir því að verðið á boltunum í Básum er með því besta sem gerist hvort sem borið er saman við önnur æfingasvæði hér á landi eða erlendis og þrátt fyrir það gengur reksturinn vel. í þessu samhengi vil ég minna á að GR hefur rekið æfingasvæði utanhúss áratug- um saman. Fyrst í Grafarholti, svo bæði á Korpu og í Grafarholti. Þessi svæði hafa alltaf verið opin öllum kylfingum hvort sem þeir eru félagsmenn GR eða ekki og alltaf hefur verið sama gjald fyrir alla sem þar koma. Sjálfsagt átta þeir sig ekki sem svona tala á því að nú eru rúmlega 5.000 ein- staklingar skráðir korthafar í Básum. Af þessum hópi eru rúmlega 1.400 félags- menn í GR en aðrir korthafar eru um 3.700 talsins. Ég tel að reynslan hafi ótví- rætt sýnt að það var rétt ákvörðun að reka Bása út frá þeirri forsendu að hvetja alla Reykvíkinga og félagsmenn í öðmm golf- klúbbum til þess að nota aðstöðuna. Sú ákvörðun er grundvallarástæða þess að reksturinn gengur vel bæði í félagslegum og tjái'hagslegum skilningi. Um síðustu helgi var 9 milljónasti boltinn sleginn í Básum. Þetta er auðvitað lygileg aðsókn á tæpu einu og hálfu ári og það sem ánægjulegast er að aðsóknin er enn vaxandi. í ársreikning félagsms getið þið séð að Básai' eru þegar farnir að skila fjármunum iim í klúbbinn þótt auðvitað vanti mikið upp á að við séurn búin að greiða upp 74 KYLFINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.