Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 81
19,3 mkr. en tekjuafgangur tímabilsins
nam 4,5 mkr. samanborið við 11 mkr. árið
áður.
Framsetning efnahagsreiknings er eins
og áður og er tilgangurinn að draga fram
peningalega stöðu en hún var neikvæð
um 43,7 mkr samanborið við tæpar 9 mkr.
neikvæða fjárhæð árið áður.
Bankalán að fjárhæð 42,5 mkr. er að
mestu leyti vegna framkvæmda á Grafar-
kotsvelli en eins og áður hefur komið
fram í skýrslu fonnanns er vilyrði fyrir
framlagi frá Reykjavíkurborg sem hefur
ekki verið fært í bækur GR.
Hreint veltufé frá rekstri nam 16,5
mkr. samanborið við 20,5 mkr. árið áður
en handbært fé frá rekstri nam 28 mkr.
samanborið við 18 mkr. árið áður. Fjár-
festingarhreyfmgar námu 40 mkr. og fjár-
inögnunarhreyfingar 12 mkr. Breyting á
handbæru fé nam 602 þús. kr. og nam
handbært fé í lok starfsársins 2,8 mkr.
samanborið við 2,2 mkr. árið áður.
Stefán benti á samanburð áætlunar og
rekstrar vegna ársins 2005 væri birtur
með ársreikningnum.
3. Umræður um skýrslu formanns
og ársreilaiing.
Aður en umræður um skýrslu for-
manns og ársreikning hófust fékk Ellert
B. Schram forseti íþróttasambands ís-
lands, ISÍ, orðið. Hann veitt GR gæðavið-
urkenningu ISI vegna batna- og unglinga-
starfs félagsins og um leið réttinn til að
kalla sig Fyrimryndafélag ÍSÍ. Ellert tal-
aði um mikilvægi þess að golfklúbbar
eins og GR gengu öðrum lengra í forvarn-
arstefnu sinni þar sem nálægðin við sölu
og neyslu áfengis og tóbaks væri meiri en
í öðmm íjrróttum. Ellert lirósaði stjóm
GR og starfsfólki þess fyrir vel unnin
störf í þágu barna- og unglingastarfs og
óskaði GR-ingum öllum til hamingju með
þessa gæðaviðurkenningu. Formaður
þakkaði hlý orð í okkar garð.
Engar umræður urðu um skýrslu
stjómar og ársreikninginn og var hann
samþykktur samhljóða.
4. og 5. Umræður og atkvæða-
greiðsla franikoniimia tiliagna skv.
19. gr. ef einhverjar eru og af-
greiðsla tillagna til lagabreytinga.
Engar tillögur
6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld
iyrir næsta starfsár.
Stefán Svavarsson fór yfir áætlun
næsta árs. Þar er gert ráð fyrir tekjuaf-
gangi að fjárhæð 20 mkr. Tillaga er að ár-
gjald fyrir árið 2006 verði 58.000 kr. fyr-
ir karlmenn og 48.000 kr. fýrir konur.
Enginn tók til máls og vom tillögur sam-
þykktar samhljóða.
7. Kosning stjórnar og varamanna í
stjórn.
Uppstillingamefnd lagði fram tillögu
og fór Karl Jóhannsson yfir tillögur
nefndarinnar. Omar Arason gefur ekki
kost á sér til áframhaldandi starfa. Tillaga
nefndarinnar er að Gestur Jónsson verði
formaður og Jón Pétur Jónsson, Stefán
Gunnarsson og Helga Harðardóttir verði
kosin til tveggja ára en Bjöm Víglunds-
son, Stefán Svavarsson og Viggó Viggós-
son voru kosnir til tveggja ára á síðasta
aðalfundi.
í varastjóm er tillaga um Bemhard
Bogason, Magnús Oddsson og Rakel
Kristjánsdóttir
Tillagan samþykkt samhljóða.
8. Kosning tveggja endurskoðcnda
og eins til vara.
Árni Tómasson, Jens Sörensen og
Guðmundur Fnmannsson til vara.
Tillagan samþykkt samhljóða.
9. Önnur inái
Gestur Jónsson tók til máls og þakkaði
traustið.
Sveinn Snorrason var gerður að heið-
ursfélaga klúbbsins. Gestur fór yfir störf
Sveins en hann hefur verið í Golfklúbbi
Reykjavíkur síðan 1953 og var stjómar-
maður 1956 til 1961. Hann var forseti
Golfsambands íslands frá 1962 til 1969.
Þá var hann fyrsti forseti Landssambands
eldri kylfinga (LEK) árið 1985. Sveinn
hefur tekið að sér fjölda trúnaðarstarfa
fyrir bæði GR sem og golfíþróttina á Is-
landi. Gestur afhenti Sveini skjal þessu til
staðfestingar.
Sveinn tók til máls og þakkaði fyrir
sýndan heiður.
Afhending Háttvísibikar sem var gjöf
frá GSÍ á 70 ára afmæli klúbbsins. Hann
er veittur ár hvert þeim kylfíngi undir 18
ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá
eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í af-
reksunglingum sínum. Sá sem hlýtur hátt-
vísibikarinn þarf: að hafa mikinn íþrótta-
anda, að gefast aldrei upp, að sýna miklar
framfarir, að vera sér og klúbbnum til
mikils sóma bæði innan vallar sem utan
og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í
kringum sig. Afreksnefnd gerði að tillögu
sinni til stjómar, sem einróma samþykkti
hana, að verðugur handhafi háttvísibikar
sé Hanna Lilja Sigurðardóttir. Gestur fór
yfir afrek hennar en hún átti frábært ár og
er mjög vel að þessum titli komin enda
góð fyrirmynd fyrir aðra unglinga bæði
innan vallar sem utan.
Ragnar Hall fór yfir skipulag og starfs-
hætti golfklúbbsins til kynningar en með
honum störfuðu í nefndinni Ami Tómas-
son, Friðbjöm Traustason, Kristín Guð-
mundsdóttir og Kolbeinn Kristinsson. Til-
lögur nefndarinnar voru settar inn á netið
til kynningar. Skipurit fylgir nú með fund-
argögnum. Tillögur em að skilið verði á
milli íþrótta- og afreksstarfs klúbbsins
annars vegar og starfseminnar að öðru
leyti hins vegar. Velvild Reykjavíkur er
meðal annars bundinn góðu bama- og
unglingastarfi. En tillögur þessar verða
væntanlega til samþykktar á næsta aðal-
fundi.
Emil Hilmarsson bað um orðið og lýsti
ánægju með greinargerð Ragnars Hall.
Einnig spurðist hann fyrir afhverju laun
og launatengd gjöld hækkuðu 47% á milli
ára en þessi liður hækkaði líka um 27% í
fyrra. Bað framkvæmdastjóra að skýra
þessa hækkun.
Margeir benti á að hlutfall milli launa
og annars kostnaður væri það sama í ár og
ámm áður. Stöðugildum fjölgaði á milli
ára og vinnuframlag var aukið. Haraldur
Heimisson og Bjarni Hannesson voru
ráðnir og var mikill fengur af þeim. Við
það bættust 2 heilsársmenn á Básum og
almenn hækkun launa.
Hannes Ríkharðsson hafði áhyggjur af
stígnum sem fer í gegnum Grafarholts-
völlinn. Gestur taldi að náðst hefði að
leiða þetta til lykta með farsælum hætti og
skipulag hans frábær lausn. Ljóst að
klúbburinn verður að lifa í sátt og sam-
lyndi við umhverfið. Telur að hættan
vegna stígsins sé hverfandi.
Einnig spurði Hannes hvort ákveðnar
fasteignir í nágrenni klúbbsins hefðu far-
ið í umhverfismat. Gestur svaraði því
neitandi og benti jafnframt á að í framtíð-
inni muni byggingum í kringum völlinn
fjölga.
Bjöm H. Bjömsson spurðist fyrir um
hvaða breytingar á Korpu væm fyrirhug-
aðar og þar með talið á 1. braut. Gestur
upplýsti að gert væri ráð fyrir 200 íbúða
byggð á því svæði en á móti fengi klúbb-
urinn jafngott land á móti og litli völlur-
inn yrði afmarkaður með varanlegum
landamörkum. Síðast en ekki síst fær GR
samning til næstu 50 ára.
Jón B. Stefánsson spurði hvað yrði um
gamla æfingarsvæðið í Grafarholti. Gest-
ur upplýsti að engin ákvörðun hefur verið
tekin en möguleiki væri að setja upp æf-
ingarsvæði með eigin bolta eða „útungun-
arstöð fyrir gras á golfvöllinn“.
Jón B. spurði einnig hvort taka ætti á
KYLFINCUR 77