Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Upplýsingar og skráning í síma 897 2896 og á www.bakleikfimi.is BAKLEIKFIMI MEÐ SAMBAÍVAFI Í HEILSUBORG SVEITARSTJÓRNIR Samkomulag hefur náðst milli Skagafjarðar ann- ars vegar og vinkvennanna Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jóns- dóttur hins vegar um lokauppgjör vegna sundlaugar á Hofsósi sem Lilja og Steinunn færðu sveitar- félaginu að gjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Margeiri Friðrikssyni, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar, nemur heildarfjár- hæð gjafar Lilju og Steinunnar 353 milljónum króna. Það segir Margeir vera einstakt. Óvissa hefur hins vegar verið með lokauppgjör vegna tæplega 41 milljónar króna sem stendur út af, að mestu vegna verðbóta á verk- tímanum og búnaðar sem sveitar- félagið sjálft vildi bæta við sund- laugina. Guðmundi Guðlaugssyni, fyrr- verandi sveitarstjóra, var falið að ganga frá samkomulagi við Lilju og Steinunni. Í greinargerð Guð- mundur með tillögu að lokaupp- gjöri kemur fram að við verklok hafi ekki verið augljóst hvern- ig túlka bæri einstök atriði samnings frá því í júní 2007 um gjafa- gjörn- inginn. Eins hafi í veigamikl- um atrið- u m ek k i verið farið eftir umsömdu fyrirkomu- lagi. „Sú staða gerir það að verkum að erfitt er að segja til um nákvæm- lega hver hámarksfjárhæð gjafar á að vera samkvæmt samkomulag- inu og þar með greiðslu allra eftir- stöðva kostnaðar og með því klára verkið. Þegar nálgaðist verklok tók sveitarfélagið yfir greiðslu alls kostnaðar við að ljúka framkvæmd, að frágengnu samkomulagi við gef- endur þar um í ljósi ofangreindr- ar óvissu. Hefur því safnast upp verkkostnaður hjá sveitafélaginu sem aðilar hafa átt viðræður um að undanförnu hvernig með skuli fara,“ útskýrir Guðmundur. Lilja og Steinunn lýstu sig reiðu- búnar að greiða 15 milljónir af fyrrnefndri 41 milljón. Þær vís- uðu einnig í mat tæknilegs ráð- gjafa sem taldi hönnunarkostnað of háan. Því segist Guðmundur ósammála en samkvæmt sam- komlagi sem nú hefur náðst munu Lilja og Steinunn fá þá uppæð sem hugsanlega fellur til vegna lækk- unar á hönnunarkostnaði. Þá mun sveitarfélagið greiða 16,8 milljón- ir króna en Lilja og Steinunn 21,1 milljón, takist að fá hönnunar- kostnaðinn lækkaðan um 3 millj- ónir króna. „Vil ég taka það skýrt fram að ekki má túlka það sem hér er fram sett að neinu leyti í þá veru að í felist vottur af vanþakklæti þegar horft er til hinnar höfðinglegu gjafar,“ segir Guðmundur Guð- laugsson í greinargerð sinnu um lyktir málsins. gar@frettabladid.is Vinkonur leggja 353 milljónir í sundlaug Með samþykkt lokauppgjörs vegna byggingar sundlaugar á Hofsósi er ljóst að endanlegt gjafaframlag Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur til mann- virkisins verður 353 milljónir króna. Sveitarfélagið greiðir 17 milljónir. SKÓFLUSTUNGA TEKIN Forsteta- hjónin voru viðstödd þegar fyrsta skóflustungan var tekin að sundlauginni á Hofsósi um miðjan apríl 2009. Frá vinstri Lilja Pálmadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Mouss- aieff, Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt og Steinunn Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐ- IÐ/GVA SPÁNN Reykingamenn telja margir hverjir síð- asta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahús- um og skólum. Löggjöfin um reykingabannið á Spáni er talin ein sú strangasta í Evrópu og spænskir rekstraraðilar veitingahúsa hræðast tekju- missi vegna bannsins. Hóteleigendum er meira í sjálfsvald sett hvort þeir banni reyk- ingar alfarið á hótelum sínum en samkvæmt löggjöfinni er leyfilegt að reykt sé á þrjátíu prósentum af herbergjum hótela. Um 50.000 dauðsföll árlega má tengja til tób- aksreykinga á Spáni og af þeim sem deyja eru um 1.200 ekki reykingamenn heldur láta þeir lífið af völdum óbeinna reykinga. - jma Reykingabann á spænskum veitingahúsum og útisvæðum tók gildi í gær: Lögin með þeim strangari REYKLAUSIR SPÁNVERJAR Spánverjar þurfa að laga sig að strangri löggjöf um reykingabann sem tók gildi í gær. Ekki má túlka það sem hér er fram sett að neinu leyti í þá veru að í felist vottur af vanþakklæti. GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON FYRRVERANDI SVEITARSTJÓRI SKAGA- FJARÐAR LÖGREGLUMÁL Þrír menn og kona á þrítugsaldri sluppu heil þegar eldur kom upp í kjallara þriggja hæða ein- býlishúss á Akureyri í bítið í gær. Klukkan var tuttugu mínútur yfir sjö um morguninn þegar Stein- þór Stefánsson gekk framhjá hús- inu á Eiðsvallagötu 5. Ekki náðist tal af Steinþóri í gær en að sögn lög- reglumanns heyrði Steinþór í reyk- skynjara og sá síðan reyk koma út um glugga. Hann barði þá húsið að utan og náði að vekja tvo íbúa sem náðu síðan að vekja aðra tvo. Þess- ir tveir fyrstu náðu að komast sjálf- ir út en slökkviliðsmenn sóttu par á efstu hæðinni. Pilturinn þar hafði þá rumskað en hnigið niður undan miklum reyk er hann reyndi að rísa á fætur. Lögreglumaðurinn segir eld hafa verið í hillu í kjallara hússins þegar að var komið og vel hafi gengið að ráða niðurlögum hans. Tveir piltar sem eru með herbergi í kjallaranum voru ekki heima þessa nótt. Íbúarnir í Eiðsvallagötu 5 eru vinahópur á bilinu 20 til 24 ára sem leigir húsið saman. Ungu mennirn- ir og konan sem voru heima fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi við vægri reykeitrun. Þau voru slegin yfir atburðinum. Húsið er óíbúðarhæft í augnablikinu vegna reyksins, sem meðal annars stafaði af uppblás- anlegri plastsundlaug. Óvíst er um elds upptökin. „Það er mesta mildi að þessi maður var þarna á ferðinni. Hann brást hárrétt við og stóð sig mjög vel,“ segir lögreglumaðurinn á Akureyri, sem biðst undan því að nafn hans komi fram. - gar Ungir samleigjendur á Akureyri sluppu naumlega með skrekkinn í eldsvoða árla dags í gær: Reis upp en hneig niður undan reyknum EIÐSVALLAGATA 5 Maður sem leið átti um Eiðsvallagötu á Akureyri í gær forð- aði sofandi ungmennum frá stórslysi. MYND/DANÍEL GUÐMUNDSSON SLYS Þrír voru lagðir inn á Land- spítalann á nýársnótt vegna alvarlegra slysa af völdum flug- elda. Einn var lagður inn vegna brunasára og tveir vegna augn- áverka. Annar þeirra sem hlutu augn- áverka mun hafa verið að bogra yfir skottertu sem ekki kviknaði í við fyrstu tilraun. Skyndilega hljóp skot úr tertunni og í andlit hans. Mikill erill var á slysadeild á nýársnótt og fjölmargir þurftu aðhlynningu vegna minniháttar flugeldaslysa. - jma Erill á slysadeild á nýársnótt: Þrjú alvarleg flugeldaslys BJÖRGUN Maður fannst heill á húfi við Hlíðarvatn um klukkan fjögur í gær. Björgunarsveitir í Borgarfirði og Snæfellsnesi voru kallaðar út um tvöleytið til leitar manni sem var týndur í Hítardal. Maðurinn hafði farið í fjall- göngu ásamt félaga sínum um hádegisbil og urðu þeir viðskila eftir um klukkustundar göngu. Félaginn gekk til byggða og sótti hjálp. Skömmu eftir að leit hófst náðist símasamband við þann týnda, sem vissi ekki hvar hann var niðurkominn. Um fjörutíu björgunarsveitar- menn tóku þátt í leitinni, sem var fyrsta útkall á nýju ári. - mmf Maður fannst heill á húfi: Fyrsta útkall ársins 2011 Sæmundur, þurfið þið ekki bara að fá hnapp sem skýtur farþegunum út? „Nei, það væri aðeins of langt geng- ið. Ég held að menn vilji ekki eiga á hættu að fjúka beinlínis út.“ Sæmundur Kr. Sigurlaugsson er fram- kvæmdastjóri Hreyfils. Bílarnir á á stöðinni eru búnir öryggishnappi fyrir neyðartilfelli og nokkrir eru með eftirlitsmyndavélar. Næst verður afgreiðslukerfið GPS-vætt þannig að alltaf sést hvar bílarnir eru. LÖGREGLUMÁL Karlmaður um þrí- tugt er í lífshættu á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir líkams- árás sem hann varð fyrir á Laugaveginum aðfaranótt sunnu- dags. Árásarmaðurinn, 26 ára karlmaður, er í haldi lögreglu en yfirheyrslur stóðu enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Svo virðist sem fórnarlambið hafi verið sleg- ið fyrirvaralaust í höfuðið þannig að það féll í götuna. Ráðist var á annan karlmann í miðborg Reykjavíkur á nýárs- morgun en hann var útskrifaður af gjörgæsludeild í gær. Árásar- maðurinn, sem sparkaði meðal annars í höfuð mannsins, er enn ófundinn. - jma Tvær líkamsárásir í borginni: Í lífshættu eftir höfuðhögg NÝÁRSNÓTT Þrír voru lagðir inn á Landspítalann vegna slysa af völdum flugelda. RÚSSLAND, AP Fjórtán rússneskar farþegaþotur af gerðinni Tu- 154B hafa verið teknar úr notk- un í Rússlandi meðan rannsókn stendur yfir á sprengingu sem varð í hreyfli einnar slíkrar vélar á nýjársdag. Eldur kom upp í vélinni þegar verið var að búa hana undir flug- tak á flugvelli í Surgut í vestan- verðri Síberíu. Flestir farþegar komust út úr vélinni, en þrír létu lífið og 43 særðust. - gb Eldur í farþegaþotu: Fjórtán þotum lagt til öryggis Harður jarðskjálfti Jarðskjálfti, sem mældist 7,2 stig, varð í gærkvöld skammt úti af strönd Síle, um 95 kílómetra norðvestur af borginni Temuco. Ekki var talin nein hætta á flóðbylgju og ekki höfðu borist fréttir af manntjóni eða eigna- skemmdum þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. SÍLE SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.