Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 36
 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR dagar eru síðan unglingsstjarnan Justin Bieber gaf út sína fyrstu plötu, My World, en hún kom út 17. nóvember 2009. Síðan þá hefur Bieber- æði tröllriðið heimsbyggðinni og var hinn 16 ára söngvari einn vinsælasti listamaðurinn á árinu sem nú var að líða. Brynjar Sigurðsson stund- ar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA- próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskól- ann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu,“ segir Brynjar, sem notaði jólafrí- ið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynj- ar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálf- partinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almenni- lega fyrr en eftir útskrift. Draumur- inn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum,“ útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec , sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mund- ir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna for- síðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.is Ein af stjörnum morgundagsins VEKUR ATHYGLI Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörn- um morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec . Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Axl Rose, forsprakki rokksveitar- innar Guns N´Roses, hefur verið kjörinn besti hljómsveitasöngvari allra tíma í nýrri könnun. Næstir á eftir honum komu Freddie Mercury, söngvari Queen, og Robert Plant úr Led Zeppelin. Það var heimasíðan Musicradar. com sem stóð fyrir könnuninni. „Ef við hugsum aftur til síðari hluta níunda áratugarins þá var Axl Rose hættulegur, töff, reiður, áberandi og umdeildur,“ sagði á síðunni. Hinn 48 ára Rose var hæst- ánægður með niðurstöðuna og tjáði sig um hana á Facebook-aðdá- endasíðu Guns N´Roses. „Takk fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið. Öll þið á Facebook, Myspace, Twitter og annars staðar sem berjist fyrir okkur. Við finnum fyrir stuðningnum og erum mjög þakklátir. Takk fyrir! Musicradar fær sérstakar þakkir fyrir að efna til könnunarinnar og leyfa fólki að tjá skoðanir sínar,“ skrifaði Rose. Aðrir sem komust á topp fimm í könnuninni voru hinn sálugi Ronnie James Dio og Bítillinn John Lennon. Axl Rose besti söngvari allra tíma Söngkonan Kylie Minogue hefur mestan áhuga á „flókn- um“ karlmönnum. Minogue, sem hefur átt í ástarsambönd- um með Michael Hutchence og Olivier Martinez, segir að samband hennar við fyrirsætuna Andres Vel- encoso sé það innihalds- ríkasta sem hún hefur átt til þessa. „Hann er mjög venjulegur en einn- ig alveg frábær,“ sagði hún um kærastann. „Ég get enn verið í innihaldsríku sam- bandi. Eftir sambandsslit hugsar maður með sér hvort maður geti gengið í gegnum þetta aftur. En við höfum bráðum verið saman í tvö ár. Ég nefni engin nöfn en ég hef hing- að til laðast að flóknum per- sónuleikum. Við erum öll flókin á ákveðinn hátt en það fer eftir því hversu mikið af því fer inn í sambönd- in.“ Vill flókna menn KYLIE MINOGUE Söngkon- an hefur mestan áhuga á „flóknum“ karlmönnum. AXL ROSE Forsprakki rokksveitarinnar Guns N´Roses varð efstur í könnuninni. BESTU HLJÓMSVEITA- SÖNGVARAR ALLRA TÍMA 1. Axl Rose 2. Freddie Mercury 3. Robert Plant 4. Ronnie James Dio 5. John Lennon 6. Bruce Dickinson 7. Thom Yorke 8. Kurt Cobain 9. Matt Bellamy 10. Paul McCartney folk@frettabladid.is 412 kennsla hefst 10. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 www.schballett.is 40% AF ÖLLUM ÚTSÖLU- VÖRUM! KRINGLUNNI AF SL ÁT TU R Opið í dag frá 07.00-21.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.