Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 23
FASTEIGNIR.IS 3. JANÚAR 20111. TBL. Valhöll fasteignasala er með á skrá endaraðhús við Laufengi 166 í Grafarvogi. F asteignin er nýleg, 119,4 fermetra stórt enda-raðhús á tveimur hæðum í Grafarvogi. Stutt er meðal annars í skóla, verslanir, þjónustu og sund. Komið er inn í flísalagða forstofu, þaðan í flísa- lagt hol með fataherbergi. Gestaherbergi er flísa- lagt með skáp. Þvottahús er með dúk. Eldhús er með borðkrók. Stofa er nýlega parkettlögð, úr henni er útgengt suðvestur á hellulagða verönd og afgirtan garð. Á efri hæð eru tvö parkettlögð og tvö teppa- lögð svefn herbergi, skápar í þremur þeirra. Útgengt er á suðvestursvalir úr einu herbergjanna. Dúkalögð geymsla/fataherbergi. Dúkalagt baðherbergi með veggflísum og tveimur skápum. Leyfi er til staðar til að byggja bílskúr í enda götu og samþykktar teikningar liggja fyrir. Tréverk er nýlega málað að utan og þakrennur ný- legar. Þess má geta að fallegt útsýni er úr húsinu á Esjuna, Úlfarsfell og Bláfjöll. Nýlegt hús á notalegum stað Húsinu fylgir hellulögð verönd og afgirtur garður. Vernharð Þorleifsson Sími: 699 7372 venni@remax.is Er eignin þín „gleymd" á fasteignamarkaðnum? Hafðu samband við verðlaunaðan sölumann og fáðu að vita hvað hægt er að gera, það kostar ekki krónu. ANDRI BOGI FINNBOGI Gleðilegt ár! Heimili fasteignasala óskar viðskiptamönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Starfsfólk fasteign.is þakkar viðskiptin á árinu og óskar landsmönnum gleðlegrar hátíðar og farsælla fasteignaviðskipta á komandi ári

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.