Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 3. janúar 2011 11 FJÖLMIÐLAR Alls voru 57 frétta- menn drepnir við störf sín á nýliðnu ári. Flestir þeirra létu lífið í Pakistan, eða ellefu. Næst koma Mexíkó og Írak. Þetta upplýsa samtökin Frétta- menn án landamæra, sem árlega taka saman upplýsingar um afdrif fréttamanna á hættulegum slóð- um. Alls urðu 1.374 fréttamenn fyrir ofbeldi eða hótunum af ýmsu tagi, en 535 voru handteknir. Færri blaðamenn létust við störf en árið 2009, þegar 76 voru drepnir. - gb 57 fréttamenn drepnir: Pakistan er hættulegast OR má nota lén Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Orkuveita Reykjavíkur megi nota lénið orkusala.is. Fyrirtæk- ið Orkusalan kvartaði undan notkun OR á því við stofnunina og taldi hana valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa taldi hins vegar að orðið orkusala væri mjög almennt. NEYTENDUR FÉLAGSMÁL Opin kerfi gáfu á dög- unum Foreldra- og styrktarfélagi Öskjuhlíðarskóla HP-tölvu í stað þess að senda út jólakort til við- skiptavina og samstarfsaðila. Félagið starfar að málefnum barna með þroskahömlun á borð við einhverfu og aðra fötlun. Það var Haraldur Þór Þórsson, átta ára sonur eins af starfs- mönnum Opinna kerfa, sem jafn- framt nýtur góðs af starfsemi Foreldra- og styrktarfélagsins, sem afhenti Ragnheiði Sigmars- dóttur, formanni félagsins, tölv- una. - jab Opin kerfi styðja við félag: Gefa tölvu í stað jólakorta GÓÐ GJÖF Haraldur afhenti Ragnheiði tölvuna skömmu fyrir jól. DANMÖRK Fjöldi mála sem vísað er til efna- hagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar verð- ur að engu þar sem hún hefur ekki mannafla til að sinna auknum málafjölda. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen. Blaðið hefur þetta eftir mörgum reyndustu gjaldþrotalögfæðingum landsins, en gjald- þrotum, sér í lagi á fasteignamarkaði, hefur fjölgað mjög í Danmörku síðustu misseri. Lögmennirnir kalla eftir því að stjórnmála- menn beiti sér fyrir því að stutt verði betur við efnahagsbrotadeildina. Haft er eftir Pernillu Bigaard, formanni Landssambands danskra skiptalögfræðinga, að hún hafi verulegar áhyggjur af því hversu erfiðlega gangi að hafa hemil á fólki sem grunað sé um gróf efnahagsbrot vegna tafa hjá lögreglu. „Og um leið horfum við upp á að gjaldþrota einstaklingar viðhalda lifnaðar- háttum sem ekki ríma við persónulegt gjald- þrot þeirra,“ segir hún. Blaðafulltrúi danska dómsmálaráðuneyt- isins bendir á að lögreglan hafi heimildir til þess að ákveða sjálf ráðstöfun fjármuna til ólíkra málaflokka. Um leið viðurkennir Jens Madsen, yfirmaður efnahagsbrotadeildarinn- ar, að mikið álag sé á deildinni. „Ég get stað- fest að við höfum aldrei áður haft jafnmörg mál á okkar könnu og að á því tímabili sem aukningin hefur átt sér stað hafa fjárheim- ildir okkar ekki verið auknar,“ segir hann við Børsen. - óká Á VAKTINNI Danskir lögmenn gagnrýna að efnahags- brotadeild dönsku lögreglunnar skuli ekki efld. NORDICPHOTOS/AFP Mál þar sem grunur er um efnahagsbrot daga uppi hjá dönsku lögreglunni: Lögmenn kalla á breyttar áherslur Ódýrari öryggisgæsla Sandgerðisbær hefur fengið fimmtán prósenta lækkun hjá Securitas vegna þjónustusamnings um eftirlit og viðhald búnaðar og fjargæslu viðvör- unarkerfa. SANDGERÐI HEILBRIGÐISMÁL Sameiningu Land- læknisembættisins og Lýðheilsu- stöðvar hefur verið frestað um tvo mánuði að minnsta kosti. Til stóð að sameina stofnanirnar 1. janúar og hafa starfsmenn stofn- anna tveggja unnið að undirbún- ingi sameiningar. Í frétt á vef Landlæknis segir að stjórnarfrumvarp til laga um embætti landlæknis og lýðheilsu hafi verið lagt fram á Alþingi þann 11. nóvember síðastliðinn og hafi verið til umfjöllunar í heilbrigðisnefnd Alþingis. Vegna anna á þinginu hafi ekki tekist að ljúka umræðu um frumvarpið fyrir þinglok hinn 18. desember en verði haldið áfram strax á nýju ári. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið fljótlega á þessu ári og að embætti landlæknis og lýð- heilsu taki til starfa ekki seinna en 1. mars næstkomandi. Landlæknir og Lýðheilsustöð: Fresta samein- ingu til mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.