Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 16
16 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Helgi magri nam land milli Sigluness og Reynisness, segir Landnámabók. Reynisnes er þá Gjögurtá austan Eyja- fjarðar yst. Heitið Reynisnes var notað öldum saman (reynir finnst í Fossdal innan við Gjögurinn). Þeir Þingeyingar koma sér ekki saman um heiti á skagann austan Eyjafjarðar. Ein hugmyndin er Reynisnes. Í heiðnum sið var helgi á reyninum, hann kallaður björg Þórs, segir Snorri. Helgi magri var írskur í móðurætt og að uppeldi, sagður blandinn í trú sinni, kristinn en treysti á Þór í hafi. Helgi og kona hans Þórunn Ketilsdóttir voru fyrsta vetur sinn á Hámundarstöðum. Helgi gengur upp á fjall til að sjá yfir hér- aðið. Það kallar hann Sólarfjall. Ekki er vitað nú hvert það fjall var. Lítt sér af Kötlufjalli inn til Eyjafjarðar- héraðs. Yfirsýn yfir hérað er best af Kald- bak, staða þess fjalls veldur því; og hæð fjallsins því, að þar kemur sól upp snemma. Sólarfjall er þá frekar Kaldbakur. Líklega felur heitið Sólarfjall í sér trúarlega skír- skotun. Sögn er að Helgi léti drösla galdrakerlingu upp á Kötlufjall og grýta þar í hel, það gerir maður ekki á neinu sólarfjalli. Helgi og Þórunn hyrna eru einn vetur á Bíldsá austan fjarðarbotns. Þá ákveða þau að setjast að í Kristnesi, þurfa þá að fara vestur yfir frjósama óshólma Eyjafjarðarár. Á leiðinni, í hólmunum, verður Þórunn léttari. Fædd er mær, nefnd Hólmasól, Þor- björg hólmasól. Óshólmar fljótanna bera í sér frjósemi jarðar. Þess vegna er barnið borið þar, sagan höfð þannig; tvöföld tenging við frjó- semi. Það glittir í frjósemisdýrkun, sem á margt sameiginlegt með sólardýrkun. Afkomendur þeirra gömlu hjónanna, Helga og Þórunnar, höfðu átrúnað á frjósemis- goðinu, Frey. Á sólguðinn treysti Þorkell máni, Reykvíkingur inn, venslaður Þórunni. Gömul kona bjó í Ólafsfirði, alin upp á Látraströnd, og þurfti hún að leiðrétta krakkana á Ólafsfirði þegar þeir töluðu um Látrastrandarfjöll: „Þetta heita Sólarfjöll,“ sagði hún. Við landnám um Eyjafjörð gerði Helgi elda við ósa. Enn koma ósar fljótanna við sögu. Keltar voru víðförlir, höfðu kynni af heimspeki og heimssýn fjarlægustu þjóða. Vel fer saman kristni og trú á öfl náttúrunn- ar. Frásagan af landnámi Helga og Þórunnar um Eyjafjarðarhérað er sérstæð, þó eru tengsl við landnám í Vatnsdal. Ég styð þá hugmynd að skaginn milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda verði nefndur Reynis- nes. Reynisnes austan Eyjafjarðar Pistill Valgarður Egilsson læknir Í áramótaræðum og -greinum stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups Íslands mátti greina sameiginlegan, jákvæðan tón og ákall um uppbyggilegri þjóðfélagsumræðu á nýju ári. Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í sínu ávarpi að nú væru rösk tvö ár frá hruni bankanna og „tímabært að við hættum að láta illmælgi og hatursfulla orðræðu hamla för. Böl- móður getur gert að engu áform um umbætur,“ sagði forsetinn. Hann sagði að vissulega yrði að láta þá sem brotið hefðu lög standa reikningsskil gerða sinna. En forsetinn kallaði eftir þáttaskilum: „Við skulum taka höndum saman, hefja nýja för, reynslunni rík- ari, gagnrýnni í hugsun, vitrari vegna mistakanna og með hin góðu gildi í veganesti.“ Biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, sagði í nýársprédikun sinni að það væri „stórháskalegt ef hreyfiaflið andspænis áföllum þjóðlífsins verður hin óhelga þrenning: reiði, hatur og hefnigirni.“ Biskup hvatti fólk til að taka fremur „höndum saman í sátt og samstöðu til uppbyggingar samfé- lags og menningar gagnkvæmrar virðingar, heilinda og trausts.“ Sama viðhorf mátti greina í áramótagreinum stjórnmálaleiðtog- anna hér í Fréttablaðinu. Meira að segja foringjar stjórnarandstöð- unnar, sem segja má að hafi það hlutverk að vera neikvæðir í garð sitjandi stjórnar, telja komið nóg af neikvæðninni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að við lok gamla ársins mætti finna sterkt fyrir þeirri von fólks að nýja árið geymdi betri tíma. „Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óein- ingu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsum- ræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt,“ sagði Bjarni. Sama sinnis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagði í sinni grein: „... umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í „niðurrifsspíral“. Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar ... Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygg- inguna.“ Foringjar stjórnarflokkanna voru ekki eins uppteknir af því að hafna neikvæðri umræðu, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra vildi „sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi“ og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallaði eftir vinnu- friði og stöðugleika í efnahagsmálum, á vinnumarkaði og í stjórn- málum. Þannig mætti gera nýja árið að ári mikils umsnúnings til hins betra. Allt er þetta vonandi meira en innantóm orð. Það er sannar- lega komið nóg af neikvæðni, tortryggni og niðurrifi í þjóðfélags- umræðunni á Íslandi. Leiðtogarnir sem settu orð á blað um áramótin verða okkur væntanlega góð fyrirmynd í jákvæðum umræðuháttum – og allir ættu að gera strengt þess áramótaheit að leggja lítið eitt jákvætt til málanna á nýju ári. Þjóðar- og stjórnmálaleiðtogar eru sammála um að grafa neikvæða umræðu á nýju ári. Jákvæði tónninn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sumir komast (ekki) að Jón Bjarnason ráðherra fór á kostum í áramótaskaupi ríkissjónvarpsins, og má fyrirmyndin vel við una enda líklega mun skárra að fá slæma útreið í skaupinu en að komast ekki að á þessum vettvangi, sem þjóðin öll fylgist með. Þannig má segja að verstu útreið allra ráðherra ríkis- stjórnarinnar hafi þau Árni Páll Arna- son, Guðbjartur Hannesson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir fengið, því þau hafa greinilega fátt gert á árinu 2009 sem tók því að gera grín að í skaupinu. Aðstoðarmaður ánægður Bjarni Harðarson, aðstoðarmaður Jóns, er sömuleiðis hæstánægður með sinn hlut í skaupinu. „Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig við Jón Bjarnason náðumst þarna á mynd, því ekki dettur mér í hug að halda að nokkur hafi getað hermt atvik og takta svo nákvæmlega eftir,“ segir Bjarni í viðtali við fréttavefinn Sunnlenska.is Útlenskir siðir Ekki er alveg víst að Jón og Bjarni séu jafn ánægðir með skot sem þeir fá á sig á öðrum vettvangi, nefnilega í tíma- ritinu Vísbendingu þar sem þeir eru gagnrýndir fyrir að óttast aðlögun að Evrópusamband- inu: „Á Íslandi vita starfsmenn Land- búnaðarráðuneytisins ekki um hvað aðlögunin snýst, því ráðherrann hefur bannað þeim að kynna sér það,“ segir þar. Jafnframt er bent á að Hall- dór Laxness hafi á sínum tíma hvatt Íslendinga til þess að laga sig að siðum útlendinga: „Hann vildi sem sé að þeir tækju upp á því að þvo sér og bursta tennurnar. Sem betur fer löguðum við okkur flest að þessum evrópsku siðum áður en baráttan fyrir útlendum venjum komst í tísku á ný.“ gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.